Tónlist

Drekka brjósta­mjólk á Sumri hinna heitu mæðra

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Reykjavíkurdætur hafa sent frá sér nýtt myndband við nýjasta lag sitt.
Reykjavíkurdætur hafa sent frá sér nýtt myndband við nýjasta lag sitt. aðsend

Mæður eru kynþokkafullar, allavega í sumar, að mati Reykjavíkurdætra. Rapphópurinn sendi frá sér glænýtt myndband í dag við nýjasta lag sitt sem kom út um miðjan mánuðinn í samvinnu við rapparann STEPMOM.

Lagið ber titilinn Hot Milf Summer, sem hlýtur að þýðast sem Sumar hinna heitu mæðra.

Brjóstamjólk er áberandi í myndbandinu, þar sem má meðal annars sjá samfélagsmiðlastjörnunum Elfgrime og Binna Glee bregða fyrir.

Myndbandið má sjá í heild sinni hér að neðan:

Hópurinn samanstendur af þeim Sölku Valsdóttur, Þuríði Blævi Jóhannsdóttur, Steineyju Skúladóttur, Þórdísi Björk Þorfinnsdóttur, Steinunni Jónsdóttur og Þuru Stínu Kristleifsdóttur. Auk þeirra eru þær Katrín Helga Andrésdóttir, Ragnhildur Hólm og Karítas Óðinsdóttir einnig í hópnum en þær koma ekki fram í myndbandinu að ofan.

Jóhanna Rakel Jóhannsdóttir, eða STEPMOM, er fyrrum meðlimur hópsins sem tekur hér aftur upp samstarf við gömlu hljómsveitina.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.