Erlent

Otelo látinn 84 ára að aldri

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Otelo var einn forsprakka Nellikubyltingarinnar,
Otelo var einn forsprakka Nellikubyltingarinnar, Getty/Giorgio Piredda

Portúgalski uppreisnarleiðtoginn Otelo Saraiva de Carvalho lést í gær, 84 ára að aldri. Otelo, eins og hann er best þekktur, dó á hersjúkrahúsi í Lissabon í gær að sögn uppreisnarhópsins April Captains.

Otelo lék lykilhlutverk í uppreisninni 1974, sem batt endi á fjögurra áratuga harðstjórn Antonio de Oliveira Salazar og Marcelo Caetano. Uppreisnin fór friðsamlega fram og valt af stað félagslegri, efnahagslegri og pólitískri byltingu í landinu.

Otelo fæddist í Mósambík, sem þá var portúgölsk nýlenda, árið 1936. Hann gekk til liðs við portúgalska herinn á fyrri hluta sjöunda áratugarins þegar Portúgal átti í miklu stappi við nýlendur sínar sem þá voru að berjast fyrir sjálfstæði.

Hann hrundi af stað Nellikubyltingunni þann 25. apríl 1974 sem varði þó ekki nema einn dag. Eftir uppreisnina gerði Otelo tvær tilraunir til að verða forseti landsins en var kjörinn í hvorugt skipti.

Árið 1987 var hann svo dæmdur í fimmtán ára fangelsi fyrir tengsl sín við öfgavinstrihópinn FP-25, sem gerði fjölda mannskæðra árása á níunda áratugnum. Hann var svo náðaður árið 1996.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×