Fótbolti

Arnór Ingvi í liði vikunnar vestanhafs

Valur Páll Eiríksson skrifar
Arnór Ingvi var frábær gegn Inter Miami.
Arnór Ingvi var frábær gegn Inter Miami. Fred Kfoury III/Icon Sportswire via Getty Images

Íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason var valinn í lið vikunnar í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta eftir góða frammistöðu í 5-0 sigri liðs hans New England Revolution á Inter Miami á miðvikudagskvöld.

Arnór Ingvi var öflugur í leiknum, líkt og allt lið New England, en hann skoraði tvö marka liðsins í 5-0 sigrinum, hans fyrstu frá því að hann samdi við liðið.

Að launum hlýtur Arnór sæti í liði vikunnar í deildinni en þetta er í annað skiptið sem íslenskur leikmaður er í því liði á tímabilinu. Selfyssingurinn Guðmundur Þórarinsson var valinn fyrir tæpum mánuði síðan fyrir góða frammistöðu sína með New York City.

Liðsfélagi Arnórs, framherjinn Adam Buksa, var einnig í liðinu en hann skoraði tvö mörk líkt og Njarðvíkingurinn.

New England trónir á toppi Austurdeildar MLS með 30 stig eftir 15 leiki.

Hér má sjá mörk Arnórs í leiknum við Inter Miami.

MLS

Tengdar fréttir

Lið Beckhams bæði það dýrasta og slakasta vestanhafs

Ævintýri fyrrum knattspyrnuhetjunnar David Beckham með lið sitt Inter frá Miami í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta hefur ekki gengið að óskum enn sem komið er. Liðinu er stýrt af félaga Beckhams, Phil Neville, fyrrum liðsfélaga hans hjá Manchester United, og gengið verið vægast sagt brösugt þrátt fyrir rándýran leikmannahóp liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×