Innlent

Sjálfboðaliðar óskast í selatalningu á morgun

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Mæting í selatalningu er klukkan 13:00 á morgun á Hvammstanga þar sem Selasetur Íslands er til húsa með safnið sitt.
Mæting í selatalningu er klukkan 13:00 á morgun á Hvammstanga þar sem Selasetur Íslands er til húsa með safnið sitt. Aðsend

Selatalning fer fram á morgun, sunnudaginn 25. júlí á Vatnsnes og Heggstaðanes í Húnaþingi vestra en tilgangur talningarinnar er að að fylgjast með fjölda og útbreiðslu sela á þessum slóðum. Óskað hefur verið eftir sjálfboðaliðum til að koma í talninguna en talið verður á hundrað kílómetra svæði.

Það er Selasetur Íslands, sem stendur að talningunni en eitt af markmiðum Selasetursins er að fræða almenning um seli og um þær selarannsóknir sem selasetrið stendur fyrir. Það er meðal annars gert með útgáfu á rannsóknum í samstarfi við Hafró og Háskólann á Hólum og með sýningunni á Selasetrinu á Hvammstanga. Markmið með selatalningunni er því að styðja við frekari

Páll L. Sigurðsson er framkvæmdastjóri Selasetursins og veit allt um talninguna á morgun.

„Já, við erum að óska eftir sjálfboðaliðum til að hjálpa okkur því þetta eru 27 svæði, sem ná yfir 100 kílómetra og við þurfum hjálp. Sjálfboðaliðarnir koma fyrst á kynningu til okkar klukkan 13:00 á morgun og fá þá smá þjálfun hvernig þeir bera sig að við talninguna. Klukkan 15:00 byrjar talningin og allir eiga þá að vera komnir á sinn stað og þá byrja allir að ganga sitt svæði með fram fjörunni og telja alla selina sem þeir sjá, hvort sem þeir eru á landi eða sjó,“ segir Páll.

Mikið af sel er á Vatnsnes og Heggstaðanes í Húnaþingi vestra og líkar dvölin þar vel. Selir verða 50 til 60 ára og þeir geta orðið um hundrað kíló.Aðsend

Páll segir mikinn áhuga hjá fólki að koma og telja seli enda mjög skemmtilegt verkefni og hann hvetur alla áhugasama að koma og taka þátt á morgun.

„Já endilega því þetta verður bara glæsilegt og við í Selasetrinu þurfum hjálp og þetta verður bara skemmtilegt og góð hreyfing. Það að sjá sel í sínu náttúrulega umhverfi er bara æðislegt.“

Páll L. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Selasetursins á Hvammstanga hvetur alla sem vilja að taka þátt í selatalningunni á morgun.Aðsend


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×