Segir lögreglu beita dagbókarfærslum til að þrýsta á styttri opnunartíma skemmtistaða Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. júlí 2021 16:08 Ásgeir Guðmundsson, einn eigenda Röntgen. Vísir/Arnar Halldórsson Eigandi Röntgen Bar segir lögregluna beita dagbókarfærslum til að þrýsta á styttri opnunartíma skemmtistaða. Hann hafi ekki orðið var við ófremdarástand í miðbænum þó að mikið sé að gera um helgar. Jón Bjarni Steinsson, eigandi Dillon, segir að það hafi verið brjálað að gera í miðbæ Reykjavíkur undanfarið, allt frá afléttingu samkomutakmarkana fyrr í sumar og var gærkvöldið engin undantekning. Einhverjir hafi ætlað að nýta mögulega síðasta kvöldið fyrir aðgerðir. Ríkisstjórnin hefur boðað til fundar klukkan 16 í dag og má vænta þess að ráðherrar kynni nýjar sóttvarnatakmarkanir að fundi loknum. „Það er búið að vera brjálað að gera. Ég er að sjá sömu sölutölur og árið 2017. Það hefur verið ofboðslega fínt að gera og mjög gaman,“ sagði Jón Bjarni. Jón Bjarni Steinsson, eigandi Dillon.stöð2 Ekki eins og venjulegur fimmtudagur Ásthildur Bára Jensdóttir, rekstrarstjóri Bankastræti Club segir að það hafi verið meira að gera í gær heldur en aðra fimmtudaga. „Við bjuggumst við litlu en það varð meira en við bjuggumst við. Þetta var ekki eins og venjulegur fimmtudagur í gær.“ Segir lögregluna nýta dagbókarfærslur til þess að ná sínu í gegn Ásgeir Guðmundsson, eigandi Röntgen Bar, segir að það hafi verið mikið að gera í miðbænum upp á síðkastið. „Ég vill kannski gefa lítið fyrir það að miðbærinn hafi verið eins og stríðsástand síðustu daga. Þetta er bara gamla góða Reykjavíkur djammið. Lögreglan hefur gefið það út opinberlega að hún vilji stytta opnunartímann og hún beitir dagbókarfærslum til þess.“ Aðspurður hvað hann eigi við með því segir hann að staða mála sé stórlega ýkt í dagbókarfærslum lögreglunnar um helgar. Sjálfur hafi Ásgeir ekki orðið vitni af slíku ástandi né miklum slagsmálum. „Stjórnendur hafa lýst því opinberlega að þeir vilji nýta ástandið til þess að stytta opnunartíma og benda á reynslu af Covid19 tíma þar sem fólk mátti ekki koma saman. Mitt mat er að lögreglan sé að nýta dagbókarfærslur til þess að ná sínu í gegn.“ Rökvilla „Auðvitað var brjálað að gera í lok júní þegar allir voru komnir út og fengu loksins að fagna breyttu ástandi en þessar ofsafengnu lýsingar að stríðsástand hafi verið í miðbænum. Þær eru bara ekki sannar. Þetta er rökvilla. Eins og bóndi sem hleypir kvígum sínum út að vori og skýtur þær jafnóðum í túninu heim vegna þess að þær eru óstýrlátar fyrst um sinn.“ Jón Bjarni segist ekki verða var við mikil ólæti í borginni um helgar. Dillon sé vissulega staðsettur ofarlega á Laugavegi og lokar hann klukkan þrjú á nóttunni. „Það er aldrei neitt vesen hjá mér. Meðalaldurinn er hár meðal gesta og það eru kannski frekar læti eftir klukkan þrjú, ég veit það ekki. En á mínum stöðum hef ég ekki orðið var við neitt vesen. Ekki þetta stríðsástand að minnsta kosti.“ „Sultuslakur“ Þá segist hann pollrólegur yfir mögulegum aðgerðum. Þó óþægilegt sé að bíða eftir fréttum. „Ég er með risa tónleika í garðinum hjá Dillon á morgun. Dimma er að spila, Sprite Zero Klan og fleiri. Og nú er ég að hugsa hvort ég eigi að auglýsa? Á ég að ferja hátalara í garðinn? Það er óþægilegt að bíða og þá sérstaklega á föstudegi klukkan þrjú. En ég er öllu vanur. Ég er sultuslakur,“ segir Jón Bjarni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Veitingastaðir Lögreglan Tengdar fréttir Saknar þess tíma þegar skemmtistaðir þurftu að loka fyrr: „Allt of mikið að gera“ Dyraverðir á skemmtistöðum miðbæjarins segja álagið í bænum gríðarlegt um helgar eftir að samkomutakmörkunum var aflétt innanlands. Dyravörður á Prikinu saknar þess tíma þegar hömlur voru á opnunartíma skemmtistaða vegna sóttvarnarreglna. 4. júlí 2021 19:20 Dómsmálaráðherra stendur vörð um djammið Eigendur skemmtistaða í miðbænum telja málflutning lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um að sjá megi ávinning af styttri opnunartíma skemmtistaða vegna faraldursins, byggja á veikum forsendum. Lögreglan hefur kallað eftir samtali við hagsmunaaðila í miðborginni um endurskoðun á opnunartíma. Dómsmálaráðherra segir af og frá að reglum verði breytt á þessum forsendum. 16. júní 2021 07:11 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Jón Bjarni Steinsson, eigandi Dillon, segir að það hafi verið brjálað að gera í miðbæ Reykjavíkur undanfarið, allt frá afléttingu samkomutakmarkana fyrr í sumar og var gærkvöldið engin undantekning. Einhverjir hafi ætlað að nýta mögulega síðasta kvöldið fyrir aðgerðir. Ríkisstjórnin hefur boðað til fundar klukkan 16 í dag og má vænta þess að ráðherrar kynni nýjar sóttvarnatakmarkanir að fundi loknum. „Það er búið að vera brjálað að gera. Ég er að sjá sömu sölutölur og árið 2017. Það hefur verið ofboðslega fínt að gera og mjög gaman,“ sagði Jón Bjarni. Jón Bjarni Steinsson, eigandi Dillon.stöð2 Ekki eins og venjulegur fimmtudagur Ásthildur Bára Jensdóttir, rekstrarstjóri Bankastræti Club segir að það hafi verið meira að gera í gær heldur en aðra fimmtudaga. „Við bjuggumst við litlu en það varð meira en við bjuggumst við. Þetta var ekki eins og venjulegur fimmtudagur í gær.“ Segir lögregluna nýta dagbókarfærslur til þess að ná sínu í gegn Ásgeir Guðmundsson, eigandi Röntgen Bar, segir að það hafi verið mikið að gera í miðbænum upp á síðkastið. „Ég vill kannski gefa lítið fyrir það að miðbærinn hafi verið eins og stríðsástand síðustu daga. Þetta er bara gamla góða Reykjavíkur djammið. Lögreglan hefur gefið það út opinberlega að hún vilji stytta opnunartímann og hún beitir dagbókarfærslum til þess.“ Aðspurður hvað hann eigi við með því segir hann að staða mála sé stórlega ýkt í dagbókarfærslum lögreglunnar um helgar. Sjálfur hafi Ásgeir ekki orðið vitni af slíku ástandi né miklum slagsmálum. „Stjórnendur hafa lýst því opinberlega að þeir vilji nýta ástandið til þess að stytta opnunartíma og benda á reynslu af Covid19 tíma þar sem fólk mátti ekki koma saman. Mitt mat er að lögreglan sé að nýta dagbókarfærslur til þess að ná sínu í gegn.“ Rökvilla „Auðvitað var brjálað að gera í lok júní þegar allir voru komnir út og fengu loksins að fagna breyttu ástandi en þessar ofsafengnu lýsingar að stríðsástand hafi verið í miðbænum. Þær eru bara ekki sannar. Þetta er rökvilla. Eins og bóndi sem hleypir kvígum sínum út að vori og skýtur þær jafnóðum í túninu heim vegna þess að þær eru óstýrlátar fyrst um sinn.“ Jón Bjarni segist ekki verða var við mikil ólæti í borginni um helgar. Dillon sé vissulega staðsettur ofarlega á Laugavegi og lokar hann klukkan þrjú á nóttunni. „Það er aldrei neitt vesen hjá mér. Meðalaldurinn er hár meðal gesta og það eru kannski frekar læti eftir klukkan þrjú, ég veit það ekki. En á mínum stöðum hef ég ekki orðið var við neitt vesen. Ekki þetta stríðsástand að minnsta kosti.“ „Sultuslakur“ Þá segist hann pollrólegur yfir mögulegum aðgerðum. Þó óþægilegt sé að bíða eftir fréttum. „Ég er með risa tónleika í garðinum hjá Dillon á morgun. Dimma er að spila, Sprite Zero Klan og fleiri. Og nú er ég að hugsa hvort ég eigi að auglýsa? Á ég að ferja hátalara í garðinn? Það er óþægilegt að bíða og þá sérstaklega á föstudegi klukkan þrjú. En ég er öllu vanur. Ég er sultuslakur,“ segir Jón Bjarni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Veitingastaðir Lögreglan Tengdar fréttir Saknar þess tíma þegar skemmtistaðir þurftu að loka fyrr: „Allt of mikið að gera“ Dyraverðir á skemmtistöðum miðbæjarins segja álagið í bænum gríðarlegt um helgar eftir að samkomutakmörkunum var aflétt innanlands. Dyravörður á Prikinu saknar þess tíma þegar hömlur voru á opnunartíma skemmtistaða vegna sóttvarnarreglna. 4. júlí 2021 19:20 Dómsmálaráðherra stendur vörð um djammið Eigendur skemmtistaða í miðbænum telja málflutning lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um að sjá megi ávinning af styttri opnunartíma skemmtistaða vegna faraldursins, byggja á veikum forsendum. Lögreglan hefur kallað eftir samtali við hagsmunaaðila í miðborginni um endurskoðun á opnunartíma. Dómsmálaráðherra segir af og frá að reglum verði breytt á þessum forsendum. 16. júní 2021 07:11 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Saknar þess tíma þegar skemmtistaðir þurftu að loka fyrr: „Allt of mikið að gera“ Dyraverðir á skemmtistöðum miðbæjarins segja álagið í bænum gríðarlegt um helgar eftir að samkomutakmörkunum var aflétt innanlands. Dyravörður á Prikinu saknar þess tíma þegar hömlur voru á opnunartíma skemmtistaða vegna sóttvarnarreglna. 4. júlí 2021 19:20
Dómsmálaráðherra stendur vörð um djammið Eigendur skemmtistaða í miðbænum telja málflutning lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um að sjá megi ávinning af styttri opnunartíma skemmtistaða vegna faraldursins, byggja á veikum forsendum. Lögreglan hefur kallað eftir samtali við hagsmunaaðila í miðborginni um endurskoðun á opnunartíma. Dómsmálaráðherra segir af og frá að reglum verði breytt á þessum forsendum. 16. júní 2021 07:11