Innlent

Eftirlýstur fannst við að brjótast inn í bíla

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Tvær líkamsárásir voru tilkynntar í nótt. 
Tvær líkamsárásir voru tilkynntar í nótt.  Vísir/Vilhelm

Tvær líkamsárásir voru tilkynntar lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi. Tilkynnt var um líkamsárás og þjófnað í heimahúsi í miðbæ Reykjavíkur en vitað er hver gerandinn er og er málið nú í rannsókn. Hin líkamsárásin varð einnig í miðbænum en tveir voru handteknir og vistaðir í fangaklefa í þágu rannsóknar. 

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu í morgun. Tilkynnt var um mann sem var að fara inn í bifreiðar sem eru ekki í eigu hans. Lögregla fór á staðinn og handtók manninn sem reyndist eftirlýstur vegna annars máls. Hann var vistaður í fangaklefa.

Það var ekki margt á seiði hjá lögreglu í gærkvöld og í nótt en talsvert var þó um að ölvaðir einstaklingar væru til trafala í miðbæ. Tilkynningar um fjóra slíka bárust lögreglu og voru þrír ekki til vandræða en einn lét ekki segja sér til. 

Sá lét ekki segjast þegar lögregla kom á vettvang og gaf honum skýr fyrirmæli um að láta af hegðun sinni og yfirgefa vettvang. Maðurinn var því handtekinn og vistaður í fangaklefa þar til áfengisvíman rennur af honum. 

Einn fell af rafmagnshlaupahjóli í nótt og slasaðist. Lögregla og sjúkrabíll fóru á vettvang og hlúðu að manninum. Þá var einu rafmagnshlaupahjóli stolið í miðbænum í gærkvöld. Lögregla fór á vettvang og ræddi við eigandann en vitað er hver þjófurinn er. 

Einn var stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum. Hann var handtekinn en látinn laus að sýnatöku lokinni. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.