Transkona prýðir forsíðu sundfatatímarits Sports Illustrated í fyrsta sinn Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 22. júlí 2021 13:27 Fyrirsætan Leyna Bloom situr fyrir á forsíðu sundfatatímaritsins Sports Illustrated. Það er í fyrsta sinn sem transkona prýðir forsíðuna. Sports Illustrated Fyrirsætan Leyna Bloom er fyrsta transkonan til þess að sitja fyrir á forsíðu sundfatatímarits Sports Illustrated. Hún tileinkar forsíðuna transkonum fortíðarinnar, nútíðarinnar og framtíðarinnar. Bloom sem er ættuð frá Filippseyjum, er ekki aðeins fyrsta transkonan til þess að prýða forsíðuna, heldur er hún einnig fyrsta hörundsdökka transkonan til þess að birtast í tímaritinu yfir höfuð. Transkonan Valentina Sampaio sat fyrir í tímaritinu fyrir ári síðan, en þó ekki á forsíðunni. Hún vakti athygli árið 2017 þegar hún var fyrsta transkonan til þess að vera á forsíðu Vogue Paris. Hér má sjá þær Valentinu Sampaio, sem birtist í tímaritinu fyrir ári síðan, og Leynu Bloom, sem prýðir nú forsíðuna.Getty/Mike Marsland - Gilbert Carrasquillo Mikil eftirvænting ríkir ár hvert, eftir sundfatatímariti Sports Illustrated sem gefið er út á sumrin. Tímaritið var fyrst gefið út fyrir 56 árum síðan og er löngu orðið eitt það virtasta í fyrirsætuheiminum. Margar af stærstu fyrirsætum heims hafa prýtt forsíðuna og fetar Bloom meðal annars í fótspor Heidi Klum og Tyru Banks. Hin 27 ára gamla Bloom er enginn nýgræðingur í fyrirsætuheiminum. Hún sat fyrir í Vogue India árið 2017 og varð þar með fyrsta transkonan til þess að birtast í tímaritinu. Þá hefur hún einnig reynt fyrir sér sem leikkona og birtist í myndinni Port Authority sem sýnd var á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Bloom birti hjartnæman pistil á Instragram-reikningi sínum nú á dögunum þar sem hún deildi forsíðunni með fylgjendum sínum. View this post on Instagram A post shared by Leyna Bloom (@leynabloom) „Þetta augnablik læknar mörg sár í heiminum. Við eigum þetta augnablik skilið: Við höfum beðið í milljón ár eftir því að standa uppi sem sigurvegarar og vera séðar sem fullgildar manneskjur,“ segir fyrirsætan í færslunni. Hún tileinkar forsíðuna transkonum fortíðarinnar, nútíðarinnar og framtíðarinnar. „Þetta sögulega augnablik er mikilvægt fyrir stelpur eins og okkur vegna þess að það gerir okkur kleift að lifa og vera séðar. Margar stelpur eins og við hafa ekki fengið tækifæri til þess að upplifa drauma sína, eða yfir höfuð lifa lengi. Ég vona að forsíðan mín valdefli þær sem berjast fyrir því að vera séðar.“ Hinsegin Málefni transfólks Fjölmiðlar Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fleiri fréttir Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Sjá meira
Bloom sem er ættuð frá Filippseyjum, er ekki aðeins fyrsta transkonan til þess að prýða forsíðuna, heldur er hún einnig fyrsta hörundsdökka transkonan til þess að birtast í tímaritinu yfir höfuð. Transkonan Valentina Sampaio sat fyrir í tímaritinu fyrir ári síðan, en þó ekki á forsíðunni. Hún vakti athygli árið 2017 þegar hún var fyrsta transkonan til þess að vera á forsíðu Vogue Paris. Hér má sjá þær Valentinu Sampaio, sem birtist í tímaritinu fyrir ári síðan, og Leynu Bloom, sem prýðir nú forsíðuna.Getty/Mike Marsland - Gilbert Carrasquillo Mikil eftirvænting ríkir ár hvert, eftir sundfatatímariti Sports Illustrated sem gefið er út á sumrin. Tímaritið var fyrst gefið út fyrir 56 árum síðan og er löngu orðið eitt það virtasta í fyrirsætuheiminum. Margar af stærstu fyrirsætum heims hafa prýtt forsíðuna og fetar Bloom meðal annars í fótspor Heidi Klum og Tyru Banks. Hin 27 ára gamla Bloom er enginn nýgræðingur í fyrirsætuheiminum. Hún sat fyrir í Vogue India árið 2017 og varð þar með fyrsta transkonan til þess að birtast í tímaritinu. Þá hefur hún einnig reynt fyrir sér sem leikkona og birtist í myndinni Port Authority sem sýnd var á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Bloom birti hjartnæman pistil á Instragram-reikningi sínum nú á dögunum þar sem hún deildi forsíðunni með fylgjendum sínum. View this post on Instagram A post shared by Leyna Bloom (@leynabloom) „Þetta augnablik læknar mörg sár í heiminum. Við eigum þetta augnablik skilið: Við höfum beðið í milljón ár eftir því að standa uppi sem sigurvegarar og vera séðar sem fullgildar manneskjur,“ segir fyrirsætan í færslunni. Hún tileinkar forsíðuna transkonum fortíðarinnar, nútíðarinnar og framtíðarinnar. „Þetta sögulega augnablik er mikilvægt fyrir stelpur eins og okkur vegna þess að það gerir okkur kleift að lifa og vera séðar. Margar stelpur eins og við hafa ekki fengið tækifæri til þess að upplifa drauma sína, eða yfir höfuð lifa lengi. Ég vona að forsíðan mín valdefli þær sem berjast fyrir því að vera séðar.“
Hinsegin Málefni transfólks Fjölmiðlar Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fleiri fréttir Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Sjá meira