Fótbolti

Marca gagnrýnt fyrir að kalla Alaba hinn svarta Sergio Ramos

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
David Alaba var formlega kynntur til leiks hjá Real Madrid í gær.
David Alaba var formlega kynntur til leiks hjá Real Madrid í gær. getty/Antonio Villalba

Spænska dagblaðið Marca hefur fengið mikla gagnrýni fyrir grein um nýjasta leikmann Real Madrid, David Alaba.

Austurríkismaðurinn var kynntur til leiks hjá Real Madrid í gær og að sjálfsögðu var hann til umfjöllunar hjá Marca sem fylgir Madrídarliðinu að málum.

Fyrirsögn greinar Carlos Carpio um Alaba var „Hinn svarti Sergio Ramos.“ Alaba tók við treyju númer fjögur hjá Real Madrid af Ramos sem fór til Paris Saint-Germain eftir sextán ár hjá spænska félaginu.

Fyrirsögnin var víða gagnrýnd fyrir rasíska undirtóna en það þótti bæði óþarfi og afar taktlaust að slá húðlit Alabas upp.

Alaba vann allt sem hægt var að vinna hjá Bayern München. Hann varð meðal annars tíu sinnum þýskur meistari og tvisvar sinnum Evrópumeistari með liðinu.

Real Madrid endaði í 2. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Eftir það hætti Zinedine Zidane sem knattspyrnustjóri liðsins og við starfi hans tók Carlo Ancelotti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×