„Bestu hugmyndirnar verða oft til í einhverju skemmtilegu hliðarspaugi“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 21. júlí 2021 17:04 Sigtryggur Baldursson er viðmælandi í nýjasta þættinum af Bransakjaftæði. ÚTÓN Sigtryggur Baldursson er viðmælandi Bergþórs Mássonar í nýjasta þætti hlaðvarpsins Bransakjaftæði. Sigtryggur hefur komið víða við í tónlist og er í dag framkvæmdastjóri ÚTÓN, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar. Sigtryggur er að eigin sögn pönkari úr Kópavogi. Hann dróst inn í pönk-senuna undir lok 8. áratugarins þegar hann gekk til liðs við unglingahljómsveit. „Ég var að vinna í skógræktinni í Kópavogi og kynnist þar Hilmari Agnarssyni og dett þar inn í hljómsveit sem hann var að stofna sem heitir Þeyr og var svona fyrsta alvöru hljómsveitin.“ Hljómsveitin var stofnuð árið 1980 og kom fram í myndinni Rokk í Reykjavík. Stjórnendur útvarpsþáttarins Áfanga á Rás eitt, kölluðu svo saman hina ýmsu tónlistarmenn sem höfðu komið fram í Rokk í Reykjavík og bjuggu til draumahljómsveit til þess að búa til tónlist fyrir lokaþátt Áfanga. Úr varð hljómsveitin Kukl sem starfræk var í þrjú ár. Pönkarar sem fóru út í popp „Síðan varð til svona samkrull af súrrealista bókmenntahóp úr Breiðholti og þessari hljómsveit Kukl sem voru svona pönk „survivors“ úr íslensku pönk senunni og verður til þarna Smekkleysa sem er svona hugsað sem regnhlífarsamtök fyrir alls konar uppreisnargjarna list. Þannig litum við eiginlega á okkur.“ Þessi samtök veittu til dæmis Smekkleysuverðlaunin og hlaut Hrafn Gunnlaugsson, þáverandi dagskrárstjóri sjónvarpsins fyrstu verðlaunin fyrir að láta sjónvarpið kaupa sýningarétt af myndunum sínum. Innan þessa hóps var svo tekin ákvörðun í hálfgerðu gríni, að búa til popphljómsveit í þeim tilgangi að þéna peninga - úr varð hljómsveitin Sykurmolarnir. Sykurmolarnir slógu í gegn og unnu meðal annars úti í London. Þeir störfuðu erlendis í fjögur ár og byrjuðu að túra um heiminn árið 1988. Sveitin fann fyrir meðbyr en var að sögn Sigtryggs ekkert sérstaklega vinsæl á Íslandi á þessum tíma. Eftir að Sykurmolarnir lögðu upp laupana stofnaði Sigtryggur „pöbba-bandið“ Bogomil Font og Milljónamæringarnir, sem upphaflega átti að vera grínhljómsveit. „Oft nefnilega verða bestu hugmyndirnar til þannig í einhverju skemmtilegu hliðarspaugi.“ Hljómsveitin sprakk út og segir Sigtryggur hana hafa orðið vinsælli en Sykurmolarnir voru hér á landi. Segir tónlistarmenn njóta meiri stuðnings í dag Með sína áralöngu reynslu að baki getur Sigtryggur borið saman umhverfi tónlistarmanna þá og nú. „Það var ekkert stuðningsbatterí og við gátum ekki sótt í neina sjóði eða neitt slíkt fyrir okkar verkefni. Þannig við vorum bara að gera þetta sjálf og borguðum okkar flugmiða til og frá landinu. Það er miklu betra stuðningsumhverfi í dag og það er miklu betra að verða sér út um upplýsingar.“ Sigtryggur gegnir í dag stöðu forstöðumanns ÚTÓN sem vinnur að því að efla og skapa sóknarfæri fyrir tónlistarmenn, bæði innanlands sem utan. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér að neðan. Bransakjaftæði er hlaðvarpshluti Tónatals, sem miðar að því að efla þekkingu þeirra sem starfa við tónlist og stuðningsumhverfi þeirra. Bransakjaftæði er unnið í samvinnu við Útvarp 101 og Bergþór Másson er þáttarstjórnandi annarrar seríu. Tónatal er samstarfsverkefni ÚTÓN, Tónlistarborgarinnar Reykjavík, STEF, SFH og Íslandsstofu. Þættirnir birtast vikulega á Spotify og Vísi en jafnframt verða þeir spilaðir á Útvarp 101 á miðvikudögum klukkan 16. Tónlist Bransakjaftæði Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Sjá meira
Sigtryggur er að eigin sögn pönkari úr Kópavogi. Hann dróst inn í pönk-senuna undir lok 8. áratugarins þegar hann gekk til liðs við unglingahljómsveit. „Ég var að vinna í skógræktinni í Kópavogi og kynnist þar Hilmari Agnarssyni og dett þar inn í hljómsveit sem hann var að stofna sem heitir Þeyr og var svona fyrsta alvöru hljómsveitin.“ Hljómsveitin var stofnuð árið 1980 og kom fram í myndinni Rokk í Reykjavík. Stjórnendur útvarpsþáttarins Áfanga á Rás eitt, kölluðu svo saman hina ýmsu tónlistarmenn sem höfðu komið fram í Rokk í Reykjavík og bjuggu til draumahljómsveit til þess að búa til tónlist fyrir lokaþátt Áfanga. Úr varð hljómsveitin Kukl sem starfræk var í þrjú ár. Pönkarar sem fóru út í popp „Síðan varð til svona samkrull af súrrealista bókmenntahóp úr Breiðholti og þessari hljómsveit Kukl sem voru svona pönk „survivors“ úr íslensku pönk senunni og verður til þarna Smekkleysa sem er svona hugsað sem regnhlífarsamtök fyrir alls konar uppreisnargjarna list. Þannig litum við eiginlega á okkur.“ Þessi samtök veittu til dæmis Smekkleysuverðlaunin og hlaut Hrafn Gunnlaugsson, þáverandi dagskrárstjóri sjónvarpsins fyrstu verðlaunin fyrir að láta sjónvarpið kaupa sýningarétt af myndunum sínum. Innan þessa hóps var svo tekin ákvörðun í hálfgerðu gríni, að búa til popphljómsveit í þeim tilgangi að þéna peninga - úr varð hljómsveitin Sykurmolarnir. Sykurmolarnir slógu í gegn og unnu meðal annars úti í London. Þeir störfuðu erlendis í fjögur ár og byrjuðu að túra um heiminn árið 1988. Sveitin fann fyrir meðbyr en var að sögn Sigtryggs ekkert sérstaklega vinsæl á Íslandi á þessum tíma. Eftir að Sykurmolarnir lögðu upp laupana stofnaði Sigtryggur „pöbba-bandið“ Bogomil Font og Milljónamæringarnir, sem upphaflega átti að vera grínhljómsveit. „Oft nefnilega verða bestu hugmyndirnar til þannig í einhverju skemmtilegu hliðarspaugi.“ Hljómsveitin sprakk út og segir Sigtryggur hana hafa orðið vinsælli en Sykurmolarnir voru hér á landi. Segir tónlistarmenn njóta meiri stuðnings í dag Með sína áralöngu reynslu að baki getur Sigtryggur borið saman umhverfi tónlistarmanna þá og nú. „Það var ekkert stuðningsbatterí og við gátum ekki sótt í neina sjóði eða neitt slíkt fyrir okkar verkefni. Þannig við vorum bara að gera þetta sjálf og borguðum okkar flugmiða til og frá landinu. Það er miklu betra stuðningsumhverfi í dag og það er miklu betra að verða sér út um upplýsingar.“ Sigtryggur gegnir í dag stöðu forstöðumanns ÚTÓN sem vinnur að því að efla og skapa sóknarfæri fyrir tónlistarmenn, bæði innanlands sem utan. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér að neðan. Bransakjaftæði er hlaðvarpshluti Tónatals, sem miðar að því að efla þekkingu þeirra sem starfa við tónlist og stuðningsumhverfi þeirra. Bransakjaftæði er unnið í samvinnu við Útvarp 101 og Bergþór Másson er þáttarstjórnandi annarrar seríu. Tónatal er samstarfsverkefni ÚTÓN, Tónlistarborgarinnar Reykjavík, STEF, SFH og Íslandsstofu. Þættirnir birtast vikulega á Spotify og Vísi en jafnframt verða þeir spilaðir á Útvarp 101 á miðvikudögum klukkan 16.
Bransakjaftæði er hlaðvarpshluti Tónatals, sem miðar að því að efla þekkingu þeirra sem starfa við tónlist og stuðningsumhverfi þeirra. Bransakjaftæði er unnið í samvinnu við Útvarp 101 og Bergþór Másson er þáttarstjórnandi annarrar seríu. Tónatal er samstarfsverkefni ÚTÓN, Tónlistarborgarinnar Reykjavík, STEF, SFH og Íslandsstofu. Þættirnir birtast vikulega á Spotify og Vísi en jafnframt verða þeir spilaðir á Útvarp 101 á miðvikudögum klukkan 16.
Tónlist Bransakjaftæði Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Sjá meira