Fótbolti

Jafntefli í fjörugum leik í Skotlandi

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Mikael Anderson skiptist á treyjum við Mohamed Salah þegar Midtjylland mætti Liverpool í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í desember síðastliðnum.
Mikael Anderson skiptist á treyjum við Mohamed Salah þegar Midtjylland mætti Liverpool í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í desember síðastliðnum. Lars Ronbog / FrontZoneSport via Getty Images

Mikael Anderson og félagar hans í Midtjylland frá Danmörku gerðu góða ferð til Glasgow þar sem að Celtic tók á móti þeim i fyrri leik liðanna í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Lokatölur 1-1 í leik þar sem tvö rauð spjöld fóru á loft.

Skotarnir byrjuðu betur og stjórnuðu leiknum stærstan hluta fyrri hálfleiksins. Það skilaði loksins marki þegar rúmar fimm mínútur voru til loka fyrri hálfleiks.

Þar var á ferðinni Liel Abada, en hann var fyrstur til að bregðast við eftir að Jonas Lössl varði frábærlega frá Ryan Christie.

Rétt fyrir hálfleik urðu smávægilega læti þar sem að Nir Bitton í liði Celtic og Anders Dryer í liði Midthylland fengu báðir að líta gula spjaldið.

Þetta var annað gula spjald Bitton og hann var því rekinn í sturtu með rautt spjald. Mikael Andersson og félagar áttu því að vera manni fleiri allan seinni hálfleikinn.

Það gekk þó ekki eftir, en þegar seinni hálfleikur var aðeins tíu mínútna gamall fékk Dryer að líta sitt annað gula spjald. Í þetta skipti fyrir leikararskap, og því var aftur orðið jafnt í liðum.

Þegar um 25 mínútur lifðu leiks fengu Midtjylland aukaspyrnu á hættulegum stað. Evander Ferreira tók spyrnuna og hann hann jafnaði metin beint úr aukaspyrnu.

Hvorugu liðinu tókst að skora það sem eftir lifði leiks og lokatölur því 1-1. Liðin mætast aftur á miðvikudaginn eftir rúma viku og þá kemur í ljós hvort liðið kemst áfram í næstu umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×