Vill sjá skertan opnunartíma skemmtistaða vegna stöðunnar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. júlí 2021 17:20 Björn Rúnar Lúðvíksson hefur áhyggjur af verslunarmannahelginni. Stöð 2 Yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítalans hefði viljað sjá skertan opnunartíma skemmtistaða til að stemma stigu við faraldri kórónuveirunnar hér á landi. Hann hefur áhyggjur af verslunarmannahelginni og býst við háum smittölum næstu daga. Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítalans var meðal gesta Þórdísar Valdsóttur og Benedikts Valssonar í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Það gerði hann grein fyrir nýjum rannsóknum á bóluefnum fyrir yngri aldurshópa. „Það eru komnar nokkuð góðar niðurstöður varðandi notkun á bóluefni fyrir tólf til sextán ára börn og þær sýna mjög góðan árangur og nánast hundrað prósent vernd. Það hefur hins vegar komið í ljós að sérstaklega í unglingum eða aðeins eldri aldursbili hópsins að þá hafa verið vísbendingar um að það gæti verið mjög sjaldgæf aukaverkun varðandi bólgu í hjartavöðva sem er talið mjög sjaldgæft þannig það er eitt af því sem menn hafa varann á með sér en annars eru bóluefnin talin örugg.“ Hann segir að bóluefni Pfizer fyrir þennan aldurshóp hafi verið samþykkt af Evrópsku, Bandarísku og Kanadísku lyfjastofnuninni. Þá segir hann að fyrir þremur vikum hafi komið fram niðurstöður úr fasa eitt og tvö á kínverskri rannsókn. „Það var á börnum frá tveggja til sextán ára. Þetta er mjög lítill hópur en þær niðurstöður benda til þess að bóluefnið sé virkt.“ Hafa séð langvarandi einkenni meðal barna Þá sé fólk á báðum áttum hvort bólusetja eigi börn. Hann segir að fólk sem sé mótfallið því tefli fram þeim rökum að börn smiti síður og fá síður alvarlega sjúkdóma. „Rökin með eru þau að það er ákveðinn hundraðshluti sem er að fá langvarandi einkenni og heilsubrest og það hefur sést hér á landi meðal barna.“ „Svo hafa menn bent á að þetta delta afbrigði smiti frekar börn heldur en hin afbrigðin.“ Býst við háum smittölum næstu daga Inntur eftir því hvort aðgerðir á landamærum séu nægar segir hann að þær séu gott fyrsta skref. „Ég hefði persónulega viljað sjá frekari takmarkanir á opnunartíma skemmtistaða. Ég held að fólk missi svolítið af sér beislið þegar líða fer á nóttina og hætti að huga að almennum vörnum.“ Hann segist búast við háum smittölum næstu daga, „Ég hugsa það. Ég hugsa að það muni örugglega aukast nokkuð fram yfir verslunarmannahelgi. Þar til mesti skemmtanabransinn fari að síga niður. Verslunarmannahelgin er framundan og maður hefur pínu áhyggjur af því.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Veitingastaðir Tengdar fréttir 38 greindust með kórónuveiruna innanlands 38 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og sex á landamærum. Af þeim sem greindust innanlands voru níu í sóttkví við greiningu. 20. júlí 2021 11:02 Ný bylgja hafin og jafnvel á leið í veldisvöxt Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir greinilegt að mikill vöxtur sé í fjölda smitaðra af kórónuveirunni innanlands en þrjátíu og átta greindust með veiruna í gær. 20. júlí 2021 11:44 Kemur ekki til greina að aflýsa fjölmennu fótboltamóti: Þátttakendur flestir óbólusettir Ekki kemur til greina að aflýsa fótboltamótinu Rey Cup vegna stöðu faraldurs kórónuveirunnar hér á landi. Mótið, sem er það stærsta í sögu Rey Cup, hefst á morgun og taka um tvö þúsund börn þátt, flest óbólusett. 20. júlí 2021 13:06 Íbúar á Grund sendir í skimun eftir að starfsmaður greindist með Covid-19 Starfsmaður á hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík greindist með Covid-19 í gær. Sá starfar á deild A2 og var síðast í vinnu á fimmtudag. Búið er að taka sýni úr íbúum á deildinni og starfsfólki á sömu vakt. Vonast er til að niðurstöður fáist úr skimuninni síðar í dag eða í fyrramálið. 20. júlí 2021 14:50 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Sjá meira
Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítalans var meðal gesta Þórdísar Valdsóttur og Benedikts Valssonar í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Það gerði hann grein fyrir nýjum rannsóknum á bóluefnum fyrir yngri aldurshópa. „Það eru komnar nokkuð góðar niðurstöður varðandi notkun á bóluefni fyrir tólf til sextán ára börn og þær sýna mjög góðan árangur og nánast hundrað prósent vernd. Það hefur hins vegar komið í ljós að sérstaklega í unglingum eða aðeins eldri aldursbili hópsins að þá hafa verið vísbendingar um að það gæti verið mjög sjaldgæf aukaverkun varðandi bólgu í hjartavöðva sem er talið mjög sjaldgæft þannig það er eitt af því sem menn hafa varann á með sér en annars eru bóluefnin talin örugg.“ Hann segir að bóluefni Pfizer fyrir þennan aldurshóp hafi verið samþykkt af Evrópsku, Bandarísku og Kanadísku lyfjastofnuninni. Þá segir hann að fyrir þremur vikum hafi komið fram niðurstöður úr fasa eitt og tvö á kínverskri rannsókn. „Það var á börnum frá tveggja til sextán ára. Þetta er mjög lítill hópur en þær niðurstöður benda til þess að bóluefnið sé virkt.“ Hafa séð langvarandi einkenni meðal barna Þá sé fólk á báðum áttum hvort bólusetja eigi börn. Hann segir að fólk sem sé mótfallið því tefli fram þeim rökum að börn smiti síður og fá síður alvarlega sjúkdóma. „Rökin með eru þau að það er ákveðinn hundraðshluti sem er að fá langvarandi einkenni og heilsubrest og það hefur sést hér á landi meðal barna.“ „Svo hafa menn bent á að þetta delta afbrigði smiti frekar börn heldur en hin afbrigðin.“ Býst við háum smittölum næstu daga Inntur eftir því hvort aðgerðir á landamærum séu nægar segir hann að þær séu gott fyrsta skref. „Ég hefði persónulega viljað sjá frekari takmarkanir á opnunartíma skemmtistaða. Ég held að fólk missi svolítið af sér beislið þegar líða fer á nóttina og hætti að huga að almennum vörnum.“ Hann segist búast við háum smittölum næstu daga, „Ég hugsa það. Ég hugsa að það muni örugglega aukast nokkuð fram yfir verslunarmannahelgi. Þar til mesti skemmtanabransinn fari að síga niður. Verslunarmannahelgin er framundan og maður hefur pínu áhyggjur af því.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Veitingastaðir Tengdar fréttir 38 greindust með kórónuveiruna innanlands 38 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og sex á landamærum. Af þeim sem greindust innanlands voru níu í sóttkví við greiningu. 20. júlí 2021 11:02 Ný bylgja hafin og jafnvel á leið í veldisvöxt Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir greinilegt að mikill vöxtur sé í fjölda smitaðra af kórónuveirunni innanlands en þrjátíu og átta greindust með veiruna í gær. 20. júlí 2021 11:44 Kemur ekki til greina að aflýsa fjölmennu fótboltamóti: Þátttakendur flestir óbólusettir Ekki kemur til greina að aflýsa fótboltamótinu Rey Cup vegna stöðu faraldurs kórónuveirunnar hér á landi. Mótið, sem er það stærsta í sögu Rey Cup, hefst á morgun og taka um tvö þúsund börn þátt, flest óbólusett. 20. júlí 2021 13:06 Íbúar á Grund sendir í skimun eftir að starfsmaður greindist með Covid-19 Starfsmaður á hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík greindist með Covid-19 í gær. Sá starfar á deild A2 og var síðast í vinnu á fimmtudag. Búið er að taka sýni úr íbúum á deildinni og starfsfólki á sömu vakt. Vonast er til að niðurstöður fáist úr skimuninni síðar í dag eða í fyrramálið. 20. júlí 2021 14:50 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Sjá meira
38 greindust með kórónuveiruna innanlands 38 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og sex á landamærum. Af þeim sem greindust innanlands voru níu í sóttkví við greiningu. 20. júlí 2021 11:02
Ný bylgja hafin og jafnvel á leið í veldisvöxt Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir greinilegt að mikill vöxtur sé í fjölda smitaðra af kórónuveirunni innanlands en þrjátíu og átta greindust með veiruna í gær. 20. júlí 2021 11:44
Kemur ekki til greina að aflýsa fjölmennu fótboltamóti: Þátttakendur flestir óbólusettir Ekki kemur til greina að aflýsa fótboltamótinu Rey Cup vegna stöðu faraldurs kórónuveirunnar hér á landi. Mótið, sem er það stærsta í sögu Rey Cup, hefst á morgun og taka um tvö þúsund börn þátt, flest óbólusett. 20. júlí 2021 13:06
Íbúar á Grund sendir í skimun eftir að starfsmaður greindist með Covid-19 Starfsmaður á hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík greindist með Covid-19 í gær. Sá starfar á deild A2 og var síðast í vinnu á fimmtudag. Búið er að taka sýni úr íbúum á deildinni og starfsfólki á sömu vakt. Vonast er til að niðurstöður fáist úr skimuninni síðar í dag eða í fyrramálið. 20. júlí 2021 14:50