Vill sjá skertan opnunartíma skemmtistaða vegna stöðunnar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. júlí 2021 17:20 Björn Rúnar Lúðvíksson hefur áhyggjur af verslunarmannahelginni. Stöð 2 Yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítalans hefði viljað sjá skertan opnunartíma skemmtistaða til að stemma stigu við faraldri kórónuveirunnar hér á landi. Hann hefur áhyggjur af verslunarmannahelginni og býst við háum smittölum næstu daga. Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítalans var meðal gesta Þórdísar Valdsóttur og Benedikts Valssonar í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Það gerði hann grein fyrir nýjum rannsóknum á bóluefnum fyrir yngri aldurshópa. „Það eru komnar nokkuð góðar niðurstöður varðandi notkun á bóluefni fyrir tólf til sextán ára börn og þær sýna mjög góðan árangur og nánast hundrað prósent vernd. Það hefur hins vegar komið í ljós að sérstaklega í unglingum eða aðeins eldri aldursbili hópsins að þá hafa verið vísbendingar um að það gæti verið mjög sjaldgæf aukaverkun varðandi bólgu í hjartavöðva sem er talið mjög sjaldgæft þannig það er eitt af því sem menn hafa varann á með sér en annars eru bóluefnin talin örugg.“ Hann segir að bóluefni Pfizer fyrir þennan aldurshóp hafi verið samþykkt af Evrópsku, Bandarísku og Kanadísku lyfjastofnuninni. Þá segir hann að fyrir þremur vikum hafi komið fram niðurstöður úr fasa eitt og tvö á kínverskri rannsókn. „Það var á börnum frá tveggja til sextán ára. Þetta er mjög lítill hópur en þær niðurstöður benda til þess að bóluefnið sé virkt.“ Hafa séð langvarandi einkenni meðal barna Þá sé fólk á báðum áttum hvort bólusetja eigi börn. Hann segir að fólk sem sé mótfallið því tefli fram þeim rökum að börn smiti síður og fá síður alvarlega sjúkdóma. „Rökin með eru þau að það er ákveðinn hundraðshluti sem er að fá langvarandi einkenni og heilsubrest og það hefur sést hér á landi meðal barna.“ „Svo hafa menn bent á að þetta delta afbrigði smiti frekar börn heldur en hin afbrigðin.“ Býst við háum smittölum næstu daga Inntur eftir því hvort aðgerðir á landamærum séu nægar segir hann að þær séu gott fyrsta skref. „Ég hefði persónulega viljað sjá frekari takmarkanir á opnunartíma skemmtistaða. Ég held að fólk missi svolítið af sér beislið þegar líða fer á nóttina og hætti að huga að almennum vörnum.“ Hann segist búast við háum smittölum næstu daga, „Ég hugsa það. Ég hugsa að það muni örugglega aukast nokkuð fram yfir verslunarmannahelgi. Þar til mesti skemmtanabransinn fari að síga niður. Verslunarmannahelgin er framundan og maður hefur pínu áhyggjur af því.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Veitingastaðir Tengdar fréttir 38 greindust með kórónuveiruna innanlands 38 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og sex á landamærum. Af þeim sem greindust innanlands voru níu í sóttkví við greiningu. 20. júlí 2021 11:02 Ný bylgja hafin og jafnvel á leið í veldisvöxt Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir greinilegt að mikill vöxtur sé í fjölda smitaðra af kórónuveirunni innanlands en þrjátíu og átta greindust með veiruna í gær. 20. júlí 2021 11:44 Kemur ekki til greina að aflýsa fjölmennu fótboltamóti: Þátttakendur flestir óbólusettir Ekki kemur til greina að aflýsa fótboltamótinu Rey Cup vegna stöðu faraldurs kórónuveirunnar hér á landi. Mótið, sem er það stærsta í sögu Rey Cup, hefst á morgun og taka um tvö þúsund börn þátt, flest óbólusett. 20. júlí 2021 13:06 Íbúar á Grund sendir í skimun eftir að starfsmaður greindist með Covid-19 Starfsmaður á hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík greindist með Covid-19 í gær. Sá starfar á deild A2 og var síðast í vinnu á fimmtudag. Búið er að taka sýni úr íbúum á deildinni og starfsfólki á sömu vakt. Vonast er til að niðurstöður fáist úr skimuninni síðar í dag eða í fyrramálið. 20. júlí 2021 14:50 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum Sjá meira
Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítalans var meðal gesta Þórdísar Valdsóttur og Benedikts Valssonar í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Það gerði hann grein fyrir nýjum rannsóknum á bóluefnum fyrir yngri aldurshópa. „Það eru komnar nokkuð góðar niðurstöður varðandi notkun á bóluefni fyrir tólf til sextán ára börn og þær sýna mjög góðan árangur og nánast hundrað prósent vernd. Það hefur hins vegar komið í ljós að sérstaklega í unglingum eða aðeins eldri aldursbili hópsins að þá hafa verið vísbendingar um að það gæti verið mjög sjaldgæf aukaverkun varðandi bólgu í hjartavöðva sem er talið mjög sjaldgæft þannig það er eitt af því sem menn hafa varann á með sér en annars eru bóluefnin talin örugg.“ Hann segir að bóluefni Pfizer fyrir þennan aldurshóp hafi verið samþykkt af Evrópsku, Bandarísku og Kanadísku lyfjastofnuninni. Þá segir hann að fyrir þremur vikum hafi komið fram niðurstöður úr fasa eitt og tvö á kínverskri rannsókn. „Það var á börnum frá tveggja til sextán ára. Þetta er mjög lítill hópur en þær niðurstöður benda til þess að bóluefnið sé virkt.“ Hafa séð langvarandi einkenni meðal barna Þá sé fólk á báðum áttum hvort bólusetja eigi börn. Hann segir að fólk sem sé mótfallið því tefli fram þeim rökum að börn smiti síður og fá síður alvarlega sjúkdóma. „Rökin með eru þau að það er ákveðinn hundraðshluti sem er að fá langvarandi einkenni og heilsubrest og það hefur sést hér á landi meðal barna.“ „Svo hafa menn bent á að þetta delta afbrigði smiti frekar börn heldur en hin afbrigðin.“ Býst við háum smittölum næstu daga Inntur eftir því hvort aðgerðir á landamærum séu nægar segir hann að þær séu gott fyrsta skref. „Ég hefði persónulega viljað sjá frekari takmarkanir á opnunartíma skemmtistaða. Ég held að fólk missi svolítið af sér beislið þegar líða fer á nóttina og hætti að huga að almennum vörnum.“ Hann segist búast við háum smittölum næstu daga, „Ég hugsa það. Ég hugsa að það muni örugglega aukast nokkuð fram yfir verslunarmannahelgi. Þar til mesti skemmtanabransinn fari að síga niður. Verslunarmannahelgin er framundan og maður hefur pínu áhyggjur af því.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Veitingastaðir Tengdar fréttir 38 greindust með kórónuveiruna innanlands 38 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og sex á landamærum. Af þeim sem greindust innanlands voru níu í sóttkví við greiningu. 20. júlí 2021 11:02 Ný bylgja hafin og jafnvel á leið í veldisvöxt Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir greinilegt að mikill vöxtur sé í fjölda smitaðra af kórónuveirunni innanlands en þrjátíu og átta greindust með veiruna í gær. 20. júlí 2021 11:44 Kemur ekki til greina að aflýsa fjölmennu fótboltamóti: Þátttakendur flestir óbólusettir Ekki kemur til greina að aflýsa fótboltamótinu Rey Cup vegna stöðu faraldurs kórónuveirunnar hér á landi. Mótið, sem er það stærsta í sögu Rey Cup, hefst á morgun og taka um tvö þúsund börn þátt, flest óbólusett. 20. júlí 2021 13:06 Íbúar á Grund sendir í skimun eftir að starfsmaður greindist með Covid-19 Starfsmaður á hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík greindist með Covid-19 í gær. Sá starfar á deild A2 og var síðast í vinnu á fimmtudag. Búið er að taka sýni úr íbúum á deildinni og starfsfólki á sömu vakt. Vonast er til að niðurstöður fáist úr skimuninni síðar í dag eða í fyrramálið. 20. júlí 2021 14:50 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum Sjá meira
38 greindust með kórónuveiruna innanlands 38 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og sex á landamærum. Af þeim sem greindust innanlands voru níu í sóttkví við greiningu. 20. júlí 2021 11:02
Ný bylgja hafin og jafnvel á leið í veldisvöxt Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir greinilegt að mikill vöxtur sé í fjölda smitaðra af kórónuveirunni innanlands en þrjátíu og átta greindust með veiruna í gær. 20. júlí 2021 11:44
Kemur ekki til greina að aflýsa fjölmennu fótboltamóti: Þátttakendur flestir óbólusettir Ekki kemur til greina að aflýsa fótboltamótinu Rey Cup vegna stöðu faraldurs kórónuveirunnar hér á landi. Mótið, sem er það stærsta í sögu Rey Cup, hefst á morgun og taka um tvö þúsund börn þátt, flest óbólusett. 20. júlí 2021 13:06
Íbúar á Grund sendir í skimun eftir að starfsmaður greindist með Covid-19 Starfsmaður á hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík greindist með Covid-19 í gær. Sá starfar á deild A2 og var síðast í vinnu á fimmtudag. Búið er að taka sýni úr íbúum á deildinni og starfsfólki á sömu vakt. Vonast er til að niðurstöður fáist úr skimuninni síðar í dag eða í fyrramálið. 20. júlí 2021 14:50