Sviptur veiðileyfi eftir að brottkast náðist á drónaupptöku Kristín Ólafsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 18. júlí 2021 14:32 Áhöfnin varð uppvís að brottkasti á 72 bolfiskum, aðallega þorski. Vísir/Vilhelm Fiskistofa svipti bát veiðileyfi í tvær vikur fyrr í mánuðinum vegna stórfellds brottkasts. Þetta er í fyrsta sinn sem bátur er sviptur leyfi vegna brottkasts eftir drónaeftirlit. Fiskistofa varð vör við brottkastið á skipinu, Bergvík GK 22, við eftirlit 28. apríl síðastliðinn. Notast var við dróna með áfastri myndavél við eftirlitið og upptökubúnaður virkjaður eftir að eftirlitsmenn urðu varir við brottkast áhafnar. Elín Björg Ragnarsdóttir sviðsstjóri veiðieftirlits hjá Fiskistofu segir að stofnunin meti brottkastið í umræddu tilviki stórfellt. „Þar var kastað fyrir borð að minnsta kosti 72 bolfiskum, þorski aðallega, á um fjörutíu mínútna tímabili sem eftirlitið stóð yfir og það teljum við vera talsvert brottkast. Þetta eru um tveir fiskar á mínútu af þorski,“ segir Elín. „Við erum að beita drónunum bæði hér nær landi og við erum einnig farin að beita drónunum á togaraslóðum, þannig að fyrstu málin varðandi brottkast á togurum eru að koma inn á borð hjá okkur.“ Skipið var svipt veiðileyfi í tvær vikur, frá öðrum júlí til fimmtánda júlí. Elín segir að forsvarsmenn viðkomandi skips hafi áður fengið leiðbeiningar vegna brottkasts. Ekki hafi verið hægt að grípa til vægari aðgerða en sviptingar í þessu tilviki. Þá sé óþægilega mikið um brottkast að mati stofnunarinnar, sem óskað hafi eftir samstarfi við fyrirtæki í sjávarútvegi til að berjast gegn slíkri umgengni við auðlindina. „Því við verðum að hafa það í huga að brottkast skaðar hagsmuni allra sem hafa hag af þessari ábyrgu nýtingu auðlindarinnar og þess vegna er samstaða um að þessi hegðun verði ekki liðin. hún er lykillinn að því að vernda þessa hagsmuni.“ Sjávarútvegur Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira
Fiskistofa varð vör við brottkastið á skipinu, Bergvík GK 22, við eftirlit 28. apríl síðastliðinn. Notast var við dróna með áfastri myndavél við eftirlitið og upptökubúnaður virkjaður eftir að eftirlitsmenn urðu varir við brottkast áhafnar. Elín Björg Ragnarsdóttir sviðsstjóri veiðieftirlits hjá Fiskistofu segir að stofnunin meti brottkastið í umræddu tilviki stórfellt. „Þar var kastað fyrir borð að minnsta kosti 72 bolfiskum, þorski aðallega, á um fjörutíu mínútna tímabili sem eftirlitið stóð yfir og það teljum við vera talsvert brottkast. Þetta eru um tveir fiskar á mínútu af þorski,“ segir Elín. „Við erum að beita drónunum bæði hér nær landi og við erum einnig farin að beita drónunum á togaraslóðum, þannig að fyrstu málin varðandi brottkast á togurum eru að koma inn á borð hjá okkur.“ Skipið var svipt veiðileyfi í tvær vikur, frá öðrum júlí til fimmtánda júlí. Elín segir að forsvarsmenn viðkomandi skips hafi áður fengið leiðbeiningar vegna brottkasts. Ekki hafi verið hægt að grípa til vægari aðgerða en sviptingar í þessu tilviki. Þá sé óþægilega mikið um brottkast að mati stofnunarinnar, sem óskað hafi eftir samstarfi við fyrirtæki í sjávarútvegi til að berjast gegn slíkri umgengni við auðlindina. „Því við verðum að hafa það í huga að brottkast skaðar hagsmuni allra sem hafa hag af þessari ábyrgu nýtingu auðlindarinnar og þess vegna er samstaða um að þessi hegðun verði ekki liðin. hún er lykillinn að því að vernda þessa hagsmuni.“
Sjávarútvegur Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira