Innlent

Þétt um­ferð á milli Reykja­víkur og Sel­foss

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Umferðin er mjög þétt á milli Reykjavíkur og Selfoss.
Umferðin er mjög þétt á milli Reykjavíkur og Selfoss. Aðsend

Mikil umferðarteppa er á þjóðveginum úr Reykjavík og yfir Hellisheiði. Frá miðnætti hafa meira en sex þúsund bílar keyrt yfir Hellisheiðina og rúmlega sjö þúsund keyrt um Sandskeið á sama tíma.

Síðastliðnar tíu mínútur hafa 214 bílar ekið um Sandskeið og 172 um Hellisheiði samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar.

Samkvæmt frásögn ökumanns sem er á þessari leið hefur bíll verið við bíl alla leiðina úr Reykjavík og á Selfoss, eins og sjá má af myndunum sem fylgja.

Margir hafa líklega ákveðið að taka sig til og elta veðrið út fyrir borgarmörkin enda sól og blíða á suðvesturhorni landsins, og víðast hvar á landinu í raun.

Lögreglumaður á Selfossi segir í samtali við fréttastofu að honum þyki ekki ólíklegt að mikil umferð sé um umdæmið miðað við veðráttuna og umferðarþungann síðustu daga. Umferðin hafi verið mjög þétt í gær og hafi verið nær óslitin röð á milli Selfoss og Hveragerðis meginhluta dagsins. Ekki sé ólíklegt að sama sé uppi á teningunum núna.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.