Fótbolti

Góð vika verð enn betri fyrir Verratti

Anton Ingi Leifsson skrifar
Verratti og félagar fagna Evrópumeistaratitlinum við komuna til Ítalíu.
Verratti og félagar fagna Evrópumeistaratitlinum við komuna til Ítalíu. Claudio Villa/Getty Images

Síðasta vika hefur verið ansi góð fyrir ítalska landsliðsmanninn Marco Verratti en hann hefur heldur betur haft ástæðu tli þess að fagna.

Verratti var í ítalska liðinu sem varð Evrópumeistari síðasta sunnudag er þeir höfðu betur gegn Englandi í úrslitaleiknum.

Á fimmtudaginn var svo önnur ástæða fyrir Verratti til þess að fagna er hann giftist Jessicu Aidi.

Veislan fór fram á hinu stórglæsilega Hôtel de Crillon en meðal gesta í veislunni voru samherjar Verratti hjá PSG, Kylian Mbappe og Julian Draxler.

Franski boltinn hefst ekki fyrr en 8. ágúst svo Verratti á væntanlega inni smá frí eftir EM og giftinguna.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.