Hann segir nýlega úttekt í Bretlandi sýna ótvírætt fram á verulega virkni bóluefnanna. Þar hafi komið í ljós þrefalt minni smithætta meðal þeirra sem bólusettir eru og að jafnframt verði þeir minna lasnir ef þeir smitast.
Þá nefnir Björn einnig nýlega úttekt sem gerð var í Bandaríkjunum, þar sem átján þúsund dauðsföll sem áttu sér stað í maí mánuði voru skoðuð.
„Þetta er stór tala, en af þeim voru 99 prósent óbólusettir. Þannig að innan við eitt prósent þeirra sem dóu á þessu tímabili í maí í Bandaríkjunum voru bólusettir. Þannig þessar tölur sýna það ótvírætt að bólusetningin hún virkar.“
Björn ítrekar að tíðni endursýkinga hjá þeim sem smitist af Covid-19 sé talin vera nokkur.
„Hlutfallslega er það sambærilegt og jafnvel betra hjá þeim sem eru bólusettir, þannig að bólusetningin hún virkar.“
Hér má sjá viðtalið við Björn Rúnar í heild sinni.