Ökumenn bifreiða kunna að vera ábyrgir fyrir tjóni af völdum rafskúta Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 14. júlí 2021 18:51 Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS, ræddi um tryggingar og rafskútur í Reykjavík síðdegis í dag. Bylgjan Ökumenn bifreiða geta þurft að bera ábyrgð á tjóni sem þeir verða fyrir af völdum rafskúta. Þetta kann þó að vera mörgum óskiljanlegt, þar sem rafskútur eru ekki leyfðar á götum. Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis í dag. Dæmi er um slys sem varð út frá því að ökumaður kyrrstæðrar bifreiðar opnaði dyr á einstakling sem kom á fullri ferð á rafskútu. Þegar farið var með málið í tryggingarnar var niðurstaðan sú að ökumaður bifreiðarinnar reyndist ábyrgur fyrir slysinu, þrátt fyrir að bifreiðin hafi verið kyrrstæð. Sigrún segir þessi slys metin út frá aðstæðum að hverju sinni. Hún segir þó að þrátt fyrir að rafskútur séu ekki leyfðar á götum, vegi skylda ökumanns til að kanna aðstæður áður en bílhurð er opnuð gjarnan þyngra í svona tilfellum. „Í raun og veru eru ökutæki miklu hættulegri farartæki heldur en þessir minni fararskjótar og því ábyrgðin í raun ríkari hjá ökumönnum en hjólreiðamönnum,“ segir Sigrún. „Það eru vaxtarverkir sem fylgja þessu“ Í umferðarreglunum falla rafskútur enn undir sama flokk og reiðhjól. „Þó svo að umferðarlögin hafi verið yfirfarin árið 2019, þá var fjöldinn af rafskútum þá ekkert orðinn eins og hann er í dag. Þetta er að gerast svo hratt að það eru vaxtarverkir sem fylgja þessu.“ Leigubílstjórar hafa lýst yfir óánægju með þennan nýja fararmáta. Þeir segja færri nýta sé þjónustu leigubíla nú og stuttar ferðir heyri sögunni til. Þá segja þeir einnig mikið tjón vera á ökutækjum af völdum rafskúta, sökum þess að notendur eru oftar en ekki undir áhrifum áfengis, sérstaklega um helgar. Upp hefur komið sú hugmynd að banna rafskútur á ákveðnum tímum. Noregur hefur til dæmis nýverið ákveðið að banna rafskútur um helgar frá klukkan ellefu á kvöldin til klukkan fimm á morgnana. „Það er eitthvað sem hægt væri að gera hér. Alveg eins og það er bannað að fara á rafskútum út fyrir ákveðið svæði, þá er hægt að banna notkunina á ákveðnum tíma og eins líka bara hægt að hægja á rafskútunum þegar það eru hættuleg svæði,“ segir Sigrún. Ungur aldur áhyggjuefni Hún segir fæst slys sem hafa orðið á rafskútum vera alvarleg, en hefur þó áhyggjur af ungum aldri þeirra sem aka um á rafskútum. „Síðasta sumar var yngsti einstaklingurinn átta ára sem fór á slysadeild vegna slyss og við erum að sjá miklu fleiri krakka á aldrinum níu til tíu ára sem eru að slasast heldur en fjórtán til fimmtán ára. Þannig það er eitthvað sem maður myndi vilja sjá, að foreldrar væru svolítið að huga að því hvort barnið þeirra sé með þroska til þess að vera á rafhlaupahjóli sem fer á 25 kílómetra hraða.“ Hér má hlusta á viðtalið við Sigrúnu í heild sinni. Samgöngur Reykjavík síðdegis Tryggingar Rafhlaupahjól Tengdar fréttir Vilja banna hopp um helgar: „Dauðadrukkið fólk er í sí og æ að keyra fyrir mann“ Leigubílstjórar sem fréttastofa ræddi við um helgina segjast langþreyttir á óhöppum af völdum ölvaðs fólks á rafhlaupahjólum. Þeir telja nauðsynlegt að banna leigu á hlaupahjólunum um helgar til að forðast slys vegna ölvunar. 6. júlí 2021 21:00 Alveg galin hugmynd að fara að banna Hopp um helgar vegna fyllerís Framkvæmdastjóri Hopp, stærsta rafskútufyrirtækis á landinu, telur „alveg galið“ að fara að banna rafskútur um helgar til þess að forðast slys vegna ölvunar. Sú hugmynd var sett fram í nýrri skýrslu um umferðaröryggi sem unnin var fyrir Reykjavíkurborg. 22. júní 2021 16:46 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Sjá meira
Dæmi er um slys sem varð út frá því að ökumaður kyrrstæðrar bifreiðar opnaði dyr á einstakling sem kom á fullri ferð á rafskútu. Þegar farið var með málið í tryggingarnar var niðurstaðan sú að ökumaður bifreiðarinnar reyndist ábyrgur fyrir slysinu, þrátt fyrir að bifreiðin hafi verið kyrrstæð. Sigrún segir þessi slys metin út frá aðstæðum að hverju sinni. Hún segir þó að þrátt fyrir að rafskútur séu ekki leyfðar á götum, vegi skylda ökumanns til að kanna aðstæður áður en bílhurð er opnuð gjarnan þyngra í svona tilfellum. „Í raun og veru eru ökutæki miklu hættulegri farartæki heldur en þessir minni fararskjótar og því ábyrgðin í raun ríkari hjá ökumönnum en hjólreiðamönnum,“ segir Sigrún. „Það eru vaxtarverkir sem fylgja þessu“ Í umferðarreglunum falla rafskútur enn undir sama flokk og reiðhjól. „Þó svo að umferðarlögin hafi verið yfirfarin árið 2019, þá var fjöldinn af rafskútum þá ekkert orðinn eins og hann er í dag. Þetta er að gerast svo hratt að það eru vaxtarverkir sem fylgja þessu.“ Leigubílstjórar hafa lýst yfir óánægju með þennan nýja fararmáta. Þeir segja færri nýta sé þjónustu leigubíla nú og stuttar ferðir heyri sögunni til. Þá segja þeir einnig mikið tjón vera á ökutækjum af völdum rafskúta, sökum þess að notendur eru oftar en ekki undir áhrifum áfengis, sérstaklega um helgar. Upp hefur komið sú hugmynd að banna rafskútur á ákveðnum tímum. Noregur hefur til dæmis nýverið ákveðið að banna rafskútur um helgar frá klukkan ellefu á kvöldin til klukkan fimm á morgnana. „Það er eitthvað sem hægt væri að gera hér. Alveg eins og það er bannað að fara á rafskútum út fyrir ákveðið svæði, þá er hægt að banna notkunina á ákveðnum tíma og eins líka bara hægt að hægja á rafskútunum þegar það eru hættuleg svæði,“ segir Sigrún. Ungur aldur áhyggjuefni Hún segir fæst slys sem hafa orðið á rafskútum vera alvarleg, en hefur þó áhyggjur af ungum aldri þeirra sem aka um á rafskútum. „Síðasta sumar var yngsti einstaklingurinn átta ára sem fór á slysadeild vegna slyss og við erum að sjá miklu fleiri krakka á aldrinum níu til tíu ára sem eru að slasast heldur en fjórtán til fimmtán ára. Þannig það er eitthvað sem maður myndi vilja sjá, að foreldrar væru svolítið að huga að því hvort barnið þeirra sé með þroska til þess að vera á rafhlaupahjóli sem fer á 25 kílómetra hraða.“ Hér má hlusta á viðtalið við Sigrúnu í heild sinni.
Samgöngur Reykjavík síðdegis Tryggingar Rafhlaupahjól Tengdar fréttir Vilja banna hopp um helgar: „Dauðadrukkið fólk er í sí og æ að keyra fyrir mann“ Leigubílstjórar sem fréttastofa ræddi við um helgina segjast langþreyttir á óhöppum af völdum ölvaðs fólks á rafhlaupahjólum. Þeir telja nauðsynlegt að banna leigu á hlaupahjólunum um helgar til að forðast slys vegna ölvunar. 6. júlí 2021 21:00 Alveg galin hugmynd að fara að banna Hopp um helgar vegna fyllerís Framkvæmdastjóri Hopp, stærsta rafskútufyrirtækis á landinu, telur „alveg galið“ að fara að banna rafskútur um helgar til þess að forðast slys vegna ölvunar. Sú hugmynd var sett fram í nýrri skýrslu um umferðaröryggi sem unnin var fyrir Reykjavíkurborg. 22. júní 2021 16:46 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Sjá meira
Vilja banna hopp um helgar: „Dauðadrukkið fólk er í sí og æ að keyra fyrir mann“ Leigubílstjórar sem fréttastofa ræddi við um helgina segjast langþreyttir á óhöppum af völdum ölvaðs fólks á rafhlaupahjólum. Þeir telja nauðsynlegt að banna leigu á hlaupahjólunum um helgar til að forðast slys vegna ölvunar. 6. júlí 2021 21:00
Alveg galin hugmynd að fara að banna Hopp um helgar vegna fyllerís Framkvæmdastjóri Hopp, stærsta rafskútufyrirtækis á landinu, telur „alveg galið“ að fara að banna rafskútur um helgar til þess að forðast slys vegna ölvunar. Sú hugmynd var sett fram í nýrri skýrslu um umferðaröryggi sem unnin var fyrir Reykjavíkurborg. 22. júní 2021 16:46