Alveg galin hugmynd að fara að banna Hopp um helgar vegna fyllerís Snorri Másson skrifar 22. júní 2021 16:46 Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Hopp, stærsta rafskútufyrirtækis á landinu, telur „alveg galið“ að fara að banna rafskútur um helgar til þess að forðast slys vegna ölvunar. Sú hugmynd var sett fram í nýrri skýrslu um umferðaröryggi sem unnin var fyrir Reykjavíkurborg. Þar segir: „Rafskútuleigur gætu mögulega aukið öryggi notenda sinna með því að loka á þjónustu sína á föstudags- og laugardagskvöldum, ef reynslan bendir til að notendur séu að leigja rafskútur undir áhrifum áfengis.“ Enda þótt reynslan bendi sannarlega til þess arna, að notendur séu að leigja rafskúturnar undir áhrifum, telur framkvæmdastjórinn helgarbann ekki leiðina út úr þeim vanda. „Ég held að fólk þurfi fyrst og fremst að taka ábyrgð á sjálfu sér og ekki setjast upp á stýri þegar það er haugölvað. Það er auðvitað lykilatriðið í þessu öllu saman,“ segir Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir framkvæmdastjóri. Illframkvæmanlegt bann Það er ekki svo að fyrir liggi að bann á Hoppi um helgar sé vilji borgaryfirvalda, heldur var þessi möguleiki aðeins reifaður í nokkuð umfangsmikilli skýrslu. Aðstoðaryfirlögregluþjónn í umferðardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur þó lýst yfir ánægju með hugmyndina, enda minnki hún líkurnar á ölvunarakstri. Sæunn segir Hopp orðinn það mikilvægan ferðamáta að það gangi illa upp að ætla að banna hann um helgar aðeins af því að fólk geti ekki passað sig. „Jafnvel þótt leigurnar yrðu bannaðar, hvað á þá að gera við allar einkaskúturnar? Og reiðhjól? Þetta er alveg galið og óframkvæmanlegt,“ segir Sæunn. Í skilmálum Hopp kemur fram að ekki sé leyfilegt að aka skútunum undir áhrifum og Sæunn segir að hver og einn verði að meta sitt ástand áður en farið er um borð. Sæunn kveðst ekki vilja draga úr alvarleika þeirra slysa sem hafa orðið, heldur taki fyrirtækið þeim mjög alvarlega. Tölfræðin sýni þó að af 5.000 innkomum á bráðamóttökuna í fyrra hafi 149 tilvik tengst rafskútum. Hún kallar þá eftir því að samanburður sé gefinn út á þeim slysum við aðrar gerðir slysa. Jáok, og nú a að banna rafskútur um helgar. Lol. Alvarleg slys á rafskútum, árlega: 0.Alvarleg slys á bílum, árlega: 170-300 (þar af 10-30 banaslys og 70 til viðbótar deyja vegna loftmengunar af völdum bíla Á HVERJU ÁRI). Gerum allt annað en bíla tortryggilegt. Bravó. 👏 https://t.co/8y3KWwSvFa— Björn Teitsson (@bjornteits) June 22, 2021 Gáleysi almennt á nóttinni Í umræddri skýrslu, sem VSÓ og Vegagerðin komu að, er fjallað um að flest slysin verði á föstudags- og laugardagskvöldum. Verið er að vinna að rannsókn á rafskútuslysum í Svíþjóð en fyrstu niðurstöður benda til að flest slysin verði á föstudags- og laugardagskvöldum, og á laugardagskvöldum verða einnig alvarlegustu slysin. Þá hafa þrjú af fjórum banaslysum, sem vitað er um að hafi orðið á rafskútum sem eru leigðar af hjólaleigum í Bandaríkjunum, orðið milli kl. 1 og 5 að nóttu. Það má því áætla að meira gáleysi sé almennt meðal notenda rafskúta á kvöldin og um nætur og líklegt er að neysla áfengis og vímuefna sé einnig meiri á þeim tíma. Þá má einnig áætla að léleg birtuskilyrði og myrkur auki slysahættu. Samgöngur Samgönguslys Rafhlaupahjól Reykjavík Lögreglan Næturlíf Tengdar fréttir Hopp vill leigja út bíla Hopp endurnýjaði allan flota sinn á höfuðborgarsvæðinu á dögunum með nýjustu kynslóð af rafskútum og undirstrikaði þar með yfirburði sína á íslenska rafskútumarkaðnum. Flotinn stækkaði um leið úr 300 í 1.100 hjól. 13. maí 2021 08:01 Slys á hverjum degi á rafhlaupahjóli síðasta sumar Síðasta sumar leitaði að meðaltali 1,6 á bráðamóttökuna vegna slysa á rafhlaupahjólum á degi hverjum, sem samsvarar um ellefu á viku. Margir sem slösuðust voru undir áhrifum áfengis eða vímuefna. 15. maí 2021 14:43 Vindur í Reykjavík snarminnkar og er á pari við Kaupmannahöfn Meðalvindur í Reykjavík er á pari við vindinn í Kaupmannahöfn, eftir að hafa snarminnkað á undanfarinni hálfri öld. Það er engin tilviljun: Gróður og byggingar breyta öllu þar um. 29. maí 2021 07:01 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Sjá meira
Þar segir: „Rafskútuleigur gætu mögulega aukið öryggi notenda sinna með því að loka á þjónustu sína á föstudags- og laugardagskvöldum, ef reynslan bendir til að notendur séu að leigja rafskútur undir áhrifum áfengis.“ Enda þótt reynslan bendi sannarlega til þess arna, að notendur séu að leigja rafskúturnar undir áhrifum, telur framkvæmdastjórinn helgarbann ekki leiðina út úr þeim vanda. „Ég held að fólk þurfi fyrst og fremst að taka ábyrgð á sjálfu sér og ekki setjast upp á stýri þegar það er haugölvað. Það er auðvitað lykilatriðið í þessu öllu saman,“ segir Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir framkvæmdastjóri. Illframkvæmanlegt bann Það er ekki svo að fyrir liggi að bann á Hoppi um helgar sé vilji borgaryfirvalda, heldur var þessi möguleiki aðeins reifaður í nokkuð umfangsmikilli skýrslu. Aðstoðaryfirlögregluþjónn í umferðardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur þó lýst yfir ánægju með hugmyndina, enda minnki hún líkurnar á ölvunarakstri. Sæunn segir Hopp orðinn það mikilvægan ferðamáta að það gangi illa upp að ætla að banna hann um helgar aðeins af því að fólk geti ekki passað sig. „Jafnvel þótt leigurnar yrðu bannaðar, hvað á þá að gera við allar einkaskúturnar? Og reiðhjól? Þetta er alveg galið og óframkvæmanlegt,“ segir Sæunn. Í skilmálum Hopp kemur fram að ekki sé leyfilegt að aka skútunum undir áhrifum og Sæunn segir að hver og einn verði að meta sitt ástand áður en farið er um borð. Sæunn kveðst ekki vilja draga úr alvarleika þeirra slysa sem hafa orðið, heldur taki fyrirtækið þeim mjög alvarlega. Tölfræðin sýni þó að af 5.000 innkomum á bráðamóttökuna í fyrra hafi 149 tilvik tengst rafskútum. Hún kallar þá eftir því að samanburður sé gefinn út á þeim slysum við aðrar gerðir slysa. Jáok, og nú a að banna rafskútur um helgar. Lol. Alvarleg slys á rafskútum, árlega: 0.Alvarleg slys á bílum, árlega: 170-300 (þar af 10-30 banaslys og 70 til viðbótar deyja vegna loftmengunar af völdum bíla Á HVERJU ÁRI). Gerum allt annað en bíla tortryggilegt. Bravó. 👏 https://t.co/8y3KWwSvFa— Björn Teitsson (@bjornteits) June 22, 2021 Gáleysi almennt á nóttinni Í umræddri skýrslu, sem VSÓ og Vegagerðin komu að, er fjallað um að flest slysin verði á föstudags- og laugardagskvöldum. Verið er að vinna að rannsókn á rafskútuslysum í Svíþjóð en fyrstu niðurstöður benda til að flest slysin verði á föstudags- og laugardagskvöldum, og á laugardagskvöldum verða einnig alvarlegustu slysin. Þá hafa þrjú af fjórum banaslysum, sem vitað er um að hafi orðið á rafskútum sem eru leigðar af hjólaleigum í Bandaríkjunum, orðið milli kl. 1 og 5 að nóttu. Það má því áætla að meira gáleysi sé almennt meðal notenda rafskúta á kvöldin og um nætur og líklegt er að neysla áfengis og vímuefna sé einnig meiri á þeim tíma. Þá má einnig áætla að léleg birtuskilyrði og myrkur auki slysahættu.
Samgöngur Samgönguslys Rafhlaupahjól Reykjavík Lögreglan Næturlíf Tengdar fréttir Hopp vill leigja út bíla Hopp endurnýjaði allan flota sinn á höfuðborgarsvæðinu á dögunum með nýjustu kynslóð af rafskútum og undirstrikaði þar með yfirburði sína á íslenska rafskútumarkaðnum. Flotinn stækkaði um leið úr 300 í 1.100 hjól. 13. maí 2021 08:01 Slys á hverjum degi á rafhlaupahjóli síðasta sumar Síðasta sumar leitaði að meðaltali 1,6 á bráðamóttökuna vegna slysa á rafhlaupahjólum á degi hverjum, sem samsvarar um ellefu á viku. Margir sem slösuðust voru undir áhrifum áfengis eða vímuefna. 15. maí 2021 14:43 Vindur í Reykjavík snarminnkar og er á pari við Kaupmannahöfn Meðalvindur í Reykjavík er á pari við vindinn í Kaupmannahöfn, eftir að hafa snarminnkað á undanfarinni hálfri öld. Það er engin tilviljun: Gróður og byggingar breyta öllu þar um. 29. maí 2021 07:01 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Sjá meira
Hopp vill leigja út bíla Hopp endurnýjaði allan flota sinn á höfuðborgarsvæðinu á dögunum með nýjustu kynslóð af rafskútum og undirstrikaði þar með yfirburði sína á íslenska rafskútumarkaðnum. Flotinn stækkaði um leið úr 300 í 1.100 hjól. 13. maí 2021 08:01
Slys á hverjum degi á rafhlaupahjóli síðasta sumar Síðasta sumar leitaði að meðaltali 1,6 á bráðamóttökuna vegna slysa á rafhlaupahjólum á degi hverjum, sem samsvarar um ellefu á viku. Margir sem slösuðust voru undir áhrifum áfengis eða vímuefna. 15. maí 2021 14:43
Vindur í Reykjavík snarminnkar og er á pari við Kaupmannahöfn Meðalvindur í Reykjavík er á pari við vindinn í Kaupmannahöfn, eftir að hafa snarminnkað á undanfarinni hálfri öld. Það er engin tilviljun: Gróður og byggingar breyta öllu þar um. 29. maí 2021 07:01