Fótbolti

Á sölulista eftir gott Evrópumót

Anton Ingi Leifsson skrifar
Thomas Delaney svekktur eftir tap Dana gegn Englandi í undanúrslitum EM.
Thomas Delaney svekktur eftir tap Dana gegn Englandi í undanúrslitum EM. Lars Ronbog/Getty

Dortmund hefur samkvæmt heimildum Sport1 sett danska miðjumanninn Thomas Delaney til sölu, ásamt fjórum öðrum leikmönnum.

Delaney hefur verið orðaður burt frá félaginu en hann er kominn til baka til Þýskalands eftir gott EM með Dönum.

Delaney er 29 ára en hann er í fríi sem stendur. Þegar hann kemur til baka til Þýskalands munu aðilarnir setjast niður.

Talið er að félagið vilji á milli tíu og fimmtán milljónir evra fyrir Danann en það vantar ekki áhugann.

Wolfsburg er sagt hafa áhuga á miðjumanninn sem og lið í ensku úrvalsdeildinni.

Hinir fjórir leikmennirnir sem eru til sölu eru þeir Nico Schulz, Julian Brandt, Marius Wolf og Roman Bürki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×