Landsliðsmaður Englands tekur innanríkisráðherrann til bæna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. júlí 2021 08:02 Tyrone Mings sendi Priti Patel tóninn á Twitter. vísir/getty Enski landsliðsmaðurinn Tyrone Mings segir holan hljóm í gagnrýni Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, á kynþáttaníð sem samherjar hans, Jadon Sancho, Marcus Rashford og Bukayo Saka, urðu fyrir eftir úrslitaleik EM. Þremenningarnir nýttu ekki sínar spyrnur í vítakeppninni gegn Ítalíu og fengu í kjölfarið yfir sig holskeflu rasískra athugasemda á samfélagsmiðlum. Fjölmargir hafa fordæmt kynþáttaníðið sem ensku landsliðsmennirnir urðu fyrir, þar á meðal Patel. Mings fannst ekki mikið til orða Patels koma og sagði þau ekki í samræmi við fyrri ummæli hennar. Í síðasta mánuði kallaði hún það þegar leikmenn krjúpa á hné fyrir leiki til stuðnings baráttunnar gegn kynþáttafordómum sýndarstjórnmál og sagðist ekki styðja það. Jafnframt vildi hún ekki gagnrýna þá sem púuðu á leikmenn sem krupu fyrir leiki. „Þú getur ekki skarað eldinn fyrir mótið með því að stimpla skilaboð okkar gegn kynþáttafordómum sem sýndarstjórnmál og þykjast svo bjóða við því þegar það sem við berjumst gegn kemur upp,“ skrifaði Mings á Twitter. You don t get to stoke the fire at the beginning of the tournament by labelling our anti-racism message as Gesture Politics & then pretend to be disgusted when the very thing we re campaigning against, happens. https://t.co/fdTKHsxTB2— Tyrone Mings (@OfficialTM_3) July 12, 2021 Forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, fordæmdi einnig hatursorðræðuna eftir úrslitaleikinn. Gary Neville, fyrrverandi landsliðsmaður Englands og núverandi álitsgjafi, sagði hins vegar að Johnson hefði varla efni á því. Johnson væri sjálfur ábyrgur að hluta vegna ummæla sinna um að það væri í lagi í púa á leikmenn sem mótmæltu rasisma. Flokkssystir þeirra Pratis og Johnsons í Íhaldsflokknum, Natalie Elphicke, baðst í gær afsökunar á því að hafa sagt að Rashford ætti að eyða meiri tíma í að æfa vítaspyrnur en að blanda sér í pólitík. Rashford baðst afsökunar á að hafa klúðrað vítinu en hann myndi hins vegar aldrei biðjast afsökunar á því hver hann væri og hvaðan hann kæmi. EM 2020 í fótbolta Kynþáttafordómar Bretland Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira
Þremenningarnir nýttu ekki sínar spyrnur í vítakeppninni gegn Ítalíu og fengu í kjölfarið yfir sig holskeflu rasískra athugasemda á samfélagsmiðlum. Fjölmargir hafa fordæmt kynþáttaníðið sem ensku landsliðsmennirnir urðu fyrir, þar á meðal Patel. Mings fannst ekki mikið til orða Patels koma og sagði þau ekki í samræmi við fyrri ummæli hennar. Í síðasta mánuði kallaði hún það þegar leikmenn krjúpa á hné fyrir leiki til stuðnings baráttunnar gegn kynþáttafordómum sýndarstjórnmál og sagðist ekki styðja það. Jafnframt vildi hún ekki gagnrýna þá sem púuðu á leikmenn sem krupu fyrir leiki. „Þú getur ekki skarað eldinn fyrir mótið með því að stimpla skilaboð okkar gegn kynþáttafordómum sem sýndarstjórnmál og þykjast svo bjóða við því þegar það sem við berjumst gegn kemur upp,“ skrifaði Mings á Twitter. You don t get to stoke the fire at the beginning of the tournament by labelling our anti-racism message as Gesture Politics & then pretend to be disgusted when the very thing we re campaigning against, happens. https://t.co/fdTKHsxTB2— Tyrone Mings (@OfficialTM_3) July 12, 2021 Forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, fordæmdi einnig hatursorðræðuna eftir úrslitaleikinn. Gary Neville, fyrrverandi landsliðsmaður Englands og núverandi álitsgjafi, sagði hins vegar að Johnson hefði varla efni á því. Johnson væri sjálfur ábyrgur að hluta vegna ummæla sinna um að það væri í lagi í púa á leikmenn sem mótmæltu rasisma. Flokkssystir þeirra Pratis og Johnsons í Íhaldsflokknum, Natalie Elphicke, baðst í gær afsökunar á því að hafa sagt að Rashford ætti að eyða meiri tíma í að æfa vítaspyrnur en að blanda sér í pólitík. Rashford baðst afsökunar á að hafa klúðrað vítinu en hann myndi hins vegar aldrei biðjast afsökunar á því hver hann væri og hvaðan hann kæmi.
EM 2020 í fótbolta Kynþáttafordómar Bretland Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira