Nýr miðbær á Selfossi: Eldra fólk með tár á hvarmi Snorri Másson skrifar 10. júlí 2021 19:08 Umgangur var töluverður í nýja miðbænum á Selfossi í dag. Stöð 2 Nýr miðbær opnaði á Selfossi í dag með pompi og prakt. Svæðið er sagt vera lyftistöng fyrir atvinnulífið á staðnum og Selfoss breyttur bær. Opnun miðbæjarins, grillhátíð og hjólakeppni leiddu til þess að örtröð myndaðist í bænum í dag, þrátt fyrir tilraunir til þess að koma í veg fyrir það. Matarmenningarsetur með átta veitingastöðum í hinu endurgerða mjólkurbúi Flóamanna, skyrsýning í sama húsi, fimm verslanir, allt frá Eymundsson til listagallería, og torg í miðju svæðisins eru á meðal þess sem fjöldi fólks kom að skoða í nýja miðbænum á Selfossi í dag. Stjórnarformaður þróunarfélagsins sem reisti miðbærinn er himinlifandi. Um er að ræða mikla fjárfestingu en hann telur að hún muni borga sig. „Þetta er ofboðslega mikil lyftistöng fyrir svæðið og mun smita út frá sér út fyrir miðbæinn líka. Og Selfoss er breyttur bær á eftir,“ segir Leó Árnason, stjórnarformaður Sigtúns. Mjólkurbúið sem Leó er staddur inn í í viðtalinu er reist að fyrirmynd mjólkurbús sem var rifið árið 1956. Í nýju byggingunni er skyrmenningu Íslendinga gert hátt undir höfði. „Hér hefur mætt eldra fólk sem man eftir mjólkurbúinu sem var rifið 1956 og ég verð nú að viðurkenna að ég hef séð tár á hvarmi þeirra,“ segir Leó. Ráðherrar á grillinu Töluverður erill var á Selfossi í dag að sínu leyti einnig vegna Kótelettunnar, árlegrar grillhátíðar sem þar var haldin í 11. sinn. Þangað lögðu leið sína meistaragrillarar en einnig aðstoðargrillarar á borð við Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formann Viðreisnar. Þá voru Guðni Ágústsson fyrrverandi ráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra einnig á grillinu. Flugbáturinn er til sýnis á Helluflugvelli í dag. Grumman Goose-sjóflugvélar mörkuðu spor í flugsögu Íslendinga á upphafsárum reglubundins innanlandsflugs.Matthías Sveinbjörnsson Markvissar aðgerðir skipuleggjenda Kótelettunnar til þess að afstýra umferðarteppu báru ekki tilætlaðan árangur og löng bílaröð gerði vegfarendum lífið leitt frameftir degi eins og fyrri ár. Á Hellu var flughátíðin Allt sem flýgur haldin hátíðleg og náði dagskráin þar hápunkti þegar karamellum var látið rigna úr flugvél, sem gestir kepptust við að tína upp jafnóðum. Þá var bandarískur Grumman Goose-stríðsáraflugbátur til sýnis, sem einnig lagði leið sína að gosstöðvunum í dag. Verkefnið á Selfossi hófst árið 2015, eins og sjá má í fréttinni hér að neðan: Árborg Kótelettan Tengdar fréttir Örtröð við Selfoss Umferð á veginum frá Hveragerði til Selfoss hefur þyngst mikið og er nú komin biðröð frá Selfossi að Ingólfshvoli. 10. júlí 2021 15:02 Samið um starfsemi í gamla Landsbankahúsinu á Selfossi Samningur var í dag undirritaður um rekstur vinnustofu í gamla Landsbankahúsinu á Selfossi, sem Sigtún Þróunarfélag keypti í vor. Bankinn Vinnustofa opnar í lok sumars. 1. júlí 2021 14:16 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Matarmenningarsetur með átta veitingastöðum í hinu endurgerða mjólkurbúi Flóamanna, skyrsýning í sama húsi, fimm verslanir, allt frá Eymundsson til listagallería, og torg í miðju svæðisins eru á meðal þess sem fjöldi fólks kom að skoða í nýja miðbænum á Selfossi í dag. Stjórnarformaður þróunarfélagsins sem reisti miðbærinn er himinlifandi. Um er að ræða mikla fjárfestingu en hann telur að hún muni borga sig. „Þetta er ofboðslega mikil lyftistöng fyrir svæðið og mun smita út frá sér út fyrir miðbæinn líka. Og Selfoss er breyttur bær á eftir,“ segir Leó Árnason, stjórnarformaður Sigtúns. Mjólkurbúið sem Leó er staddur inn í í viðtalinu er reist að fyrirmynd mjólkurbús sem var rifið árið 1956. Í nýju byggingunni er skyrmenningu Íslendinga gert hátt undir höfði. „Hér hefur mætt eldra fólk sem man eftir mjólkurbúinu sem var rifið 1956 og ég verð nú að viðurkenna að ég hef séð tár á hvarmi þeirra,“ segir Leó. Ráðherrar á grillinu Töluverður erill var á Selfossi í dag að sínu leyti einnig vegna Kótelettunnar, árlegrar grillhátíðar sem þar var haldin í 11. sinn. Þangað lögðu leið sína meistaragrillarar en einnig aðstoðargrillarar á borð við Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formann Viðreisnar. Þá voru Guðni Ágústsson fyrrverandi ráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra einnig á grillinu. Flugbáturinn er til sýnis á Helluflugvelli í dag. Grumman Goose-sjóflugvélar mörkuðu spor í flugsögu Íslendinga á upphafsárum reglubundins innanlandsflugs.Matthías Sveinbjörnsson Markvissar aðgerðir skipuleggjenda Kótelettunnar til þess að afstýra umferðarteppu báru ekki tilætlaðan árangur og löng bílaröð gerði vegfarendum lífið leitt frameftir degi eins og fyrri ár. Á Hellu var flughátíðin Allt sem flýgur haldin hátíðleg og náði dagskráin þar hápunkti þegar karamellum var látið rigna úr flugvél, sem gestir kepptust við að tína upp jafnóðum. Þá var bandarískur Grumman Goose-stríðsáraflugbátur til sýnis, sem einnig lagði leið sína að gosstöðvunum í dag. Verkefnið á Selfossi hófst árið 2015, eins og sjá má í fréttinni hér að neðan:
Árborg Kótelettan Tengdar fréttir Örtröð við Selfoss Umferð á veginum frá Hveragerði til Selfoss hefur þyngst mikið og er nú komin biðröð frá Selfossi að Ingólfshvoli. 10. júlí 2021 15:02 Samið um starfsemi í gamla Landsbankahúsinu á Selfossi Samningur var í dag undirritaður um rekstur vinnustofu í gamla Landsbankahúsinu á Selfossi, sem Sigtún Þróunarfélag keypti í vor. Bankinn Vinnustofa opnar í lok sumars. 1. júlí 2021 14:16 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Örtröð við Selfoss Umferð á veginum frá Hveragerði til Selfoss hefur þyngst mikið og er nú komin biðröð frá Selfossi að Ingólfshvoli. 10. júlí 2021 15:02
Samið um starfsemi í gamla Landsbankahúsinu á Selfossi Samningur var í dag undirritaður um rekstur vinnustofu í gamla Landsbankahúsinu á Selfossi, sem Sigtún Þróunarfélag keypti í vor. Bankinn Vinnustofa opnar í lok sumars. 1. júlí 2021 14:16
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda