Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.

Hraunfoss streymir í Meradali eftir að gosvirkni breyttist skyndilega í nótt. Eldfjallafræðingur segir engin merki um goslok. Við fjöllum um stöðu mála við Fagradalsfjall í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Þá kíkjum við á Suðurland en þar var fjöldi viðburða á dagskrá í dag. Nýr miðbær var opnaður á Selfossi og þykir lyftistöng fyrir atvinnulífið. Opnunin, bæjarhátíðin Kótelettan og hjólakeppni í nágrenninu urðu til þess að örtröð myndaðist í bænum.

Sjötíu prósent kjósenda Vinstri grænna eru mótfallin áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi, samkvæmt nýrri könnun. Við segjum frá niðurstöðunum í kvöldfréttum. Þá kíkjum við á gömlu grásleppuskúrana við Ægisíðu en unnið hefur verið að því að gera þá upp. Þeir gætu nýst sem búningsklefar fyrir sjósundskappa.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar á slaginu 18:30.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.