Sagan ekki með Englendingum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. júlí 2021 09:00 Ef England ætlar sér að vinna Evrópumótið þarf liðið að gera eitthvað sem því hefur aldrei tekist áður. Að vinna Ítalíu á stórmóti í fótbolta. Corbis/Getty Images Það verður seint sagt að sagan sé Englendingum hliðholl fyrir úrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta í kvöld. England hefur skotið sögunni ref fyrir rass til þessa á mótinu og þurfa að gera það enn eina ferðina í úrslitaleiknum gegn Ítalíu í kvöld. England og Ítalía mætast á Wembley-leikvanginum í Lundúnum í kvöld. Er þetta fyrsti úrslitaleikur Englands á EM og fyrsti úrslitaleikur liðsins síðan árið 1966 þegar liðið varð heimsmeistari – á Wembley í Lundúnum. Þó það hljómi eins og sagan sé hliðholl Englendingum þar sem leikurinn fer fram á heimavelli þá er ekki svo. Ítalía hefur fjórum sinnum orðið heimsmeistari [1934, 1938, 1982 og 2006] ásamt því að enda í öðru sæti bæði 1970 og 1994. Þá varð Ítalía Evrópumeistari árið 1968 ásamt því að enda tvívegis í öðru sæti, 2000 og 2012. Það má því segja að Ítalir hafi töluvert meiri reynslu af úrslitaleikjum heldur en Englendingar. Ef það er ekki nóg þá hefur Ítalía ekki enn tapað fyrir Englandi er liðin mætast á stórmóti. Italy have beaten England all four times they've faced each other in a major tournament pic.twitter.com/ox3hk3Pju5— B/R Football (@brfootball) July 8, 2021 Ítalía vann 1-0 er liðin mættust í riðlakeppni EM árið 1980 þökk sé marki Marco Tardelli. Tíu árum síðar mættust þau í bronsleiknum á HM þar sem Ítalía vann 2-1 sigur. Roberto Baggio kom Ítalíu yfir, David Platt jafnaði metin áður en Salvatore Schillaci skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu undir lok leiks. Á Evrópumótinu 2012 mættust þjóðirnar í 8-liða úrslitum EM. Leikurinn var markalaus eftir bæði venjulegan leiktíma og framlengingu. Í vítaspyrnukeppninni skoraði Andrea Pirlo úr einni eftirminnilegustu vítaspyrnu sögunnar þar sem Ítalír skoruðu úr fjórum spyrnum en Englendingar aðeins tveimur. Tveimur árum síðar mættust liðin í riðlakeppni HM þar sem Ítalía hafði betur 2-1. Claudio Marchisio kom Ítalíu eftir sendingu frá Marco Veratti - sem byrjar að öllum líkindum leik kvöldsins - en Daniel Sturridge jafnaði skömmu síðar. Mario Balotelli tryggði svo sigur Ítala með marki þegar fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Úr leikmannahópi Englands þann daginn eru þrír sem munu vera í hópi kvöldsins. Jordan Henderson og Raheem Sterling byrjuðu leikinn á meðan Luke Shaw sat á bekknum. Hjá Ítalíu voru fimm sem verða í hópnum í kvöld. Giorgio Chiellini og Veratti voru í byrjunarliðinu á meðan Ciro Immobile, Leonardo Bonucci og Lorenzo Insigne voru á varamannabekknum. Athygli vekur að Björn Kuipers dæmdi téðan leik en hann dæmir einnig leik kvöldsins. Það er ljóst að ef England ætlar að takast hið ómögulega og „fá fótboltann heim“ þá þarf liðið að gera eitthvað sem því hefur aldrei tekist áður, leggja Ítalía að velli á stórmóti. Enska liðið hefur hins vegar slegið niður hvern vegginn á fætur öðrum það sem af er móti. Því skyldi engan undra ef liðinu tækist hið ómögulega í kvöld. Það að liðið sé komið í úrslit kemur þó ekki öllum á óvart. „Það var frekar augljóst að England myndi komast í úrslitaleikinn þar sem þeir spiluðu sex af sjö leikjum sínum á heimavelli,“ sagði Chiellini, miðvörður ítalska landsliðsins. Giorgio Chiellini on England: pic.twitter.com/jbwfkHLazr— B/R Football (@brfootball) July 9, 2021 Það er undir miðverðinum komið að stöðva sóknarmenn enska liðsins og þakka niðri í þeim tugum þúsunda enskra stuðningsmanna sem verða á leiknum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Pickford búinn að lifa á lyginni og skutlar sér eins og hann sé nýbyrjaður að æfa Markvörðurinn Jordan Pickford hefur fengið mikla gagnrýni fyrir markið sem Danmörk skoraði gegn Englandi í undanúrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu. Þá sérstaklega hvernig hann skutlaði sér á eftir boltanum. 8. júlí 2021 18:31 Þúsund Ítalir fá að fljúga til Lundúna á úrslitaleikinn Þrátt fyrir varnaðarorð ferðamálaráðherra Bretlands þá munu þúsund Ítalir fá að fljúga til Lundúna og mæta á Wembley á sunnudagskvöld, í von um að sjá sína menn landa Evrópumeistaratitlinum með sigri á Englendingum. 9. júlí 2021 16:30 Carragher segir Sterling besta leikmann Evrópumótsins Jamie Carragher, sparkspekingur Sky Sports og fyrrum landsliðsmaður Englands, segir Raheem Sterling, framherja Englands, besta leikmann Evrópumótsins í knattspyrnu til þessa. 8. júlí 2021 17:46 „Football's diving home“ Sálfræðihernaðurinn fyrir úrslitaleik Englands og Ítalíu er hafinn þar sem Ítalarnir hafa meðal annars breytt frægum söng þeirra ensku. 8. júlí 2021 15:01 Ítalía líklegri til að vinna EM Samkvæmt tölfræðilíkani Stats Perform er Ítalía töluvert líklegri til að vinna Evrópumótið í knattspyrnu heldur England. Úrslitaleikurinn fer fram á Wembley í Lundúnum á sunnudag. 8. júlí 2021 14:01 „Betra en fæðing dóttur minnar“ Það var glatt á hjalla hjá stuðningsmönnum Englands eftir sigurinn á Danmörku í undanúrslitum Evrópumótsins í gær. 8. júlí 2021 13:31 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Sjá meira
England og Ítalía mætast á Wembley-leikvanginum í Lundúnum í kvöld. Er þetta fyrsti úrslitaleikur Englands á EM og fyrsti úrslitaleikur liðsins síðan árið 1966 þegar liðið varð heimsmeistari – á Wembley í Lundúnum. Þó það hljómi eins og sagan sé hliðholl Englendingum þar sem leikurinn fer fram á heimavelli þá er ekki svo. Ítalía hefur fjórum sinnum orðið heimsmeistari [1934, 1938, 1982 og 2006] ásamt því að enda í öðru sæti bæði 1970 og 1994. Þá varð Ítalía Evrópumeistari árið 1968 ásamt því að enda tvívegis í öðru sæti, 2000 og 2012. Það má því segja að Ítalir hafi töluvert meiri reynslu af úrslitaleikjum heldur en Englendingar. Ef það er ekki nóg þá hefur Ítalía ekki enn tapað fyrir Englandi er liðin mætast á stórmóti. Italy have beaten England all four times they've faced each other in a major tournament pic.twitter.com/ox3hk3Pju5— B/R Football (@brfootball) July 8, 2021 Ítalía vann 1-0 er liðin mættust í riðlakeppni EM árið 1980 þökk sé marki Marco Tardelli. Tíu árum síðar mættust þau í bronsleiknum á HM þar sem Ítalía vann 2-1 sigur. Roberto Baggio kom Ítalíu yfir, David Platt jafnaði metin áður en Salvatore Schillaci skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu undir lok leiks. Á Evrópumótinu 2012 mættust þjóðirnar í 8-liða úrslitum EM. Leikurinn var markalaus eftir bæði venjulegan leiktíma og framlengingu. Í vítaspyrnukeppninni skoraði Andrea Pirlo úr einni eftirminnilegustu vítaspyrnu sögunnar þar sem Ítalír skoruðu úr fjórum spyrnum en Englendingar aðeins tveimur. Tveimur árum síðar mættust liðin í riðlakeppni HM þar sem Ítalía hafði betur 2-1. Claudio Marchisio kom Ítalíu eftir sendingu frá Marco Veratti - sem byrjar að öllum líkindum leik kvöldsins - en Daniel Sturridge jafnaði skömmu síðar. Mario Balotelli tryggði svo sigur Ítala með marki þegar fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Úr leikmannahópi Englands þann daginn eru þrír sem munu vera í hópi kvöldsins. Jordan Henderson og Raheem Sterling byrjuðu leikinn á meðan Luke Shaw sat á bekknum. Hjá Ítalíu voru fimm sem verða í hópnum í kvöld. Giorgio Chiellini og Veratti voru í byrjunarliðinu á meðan Ciro Immobile, Leonardo Bonucci og Lorenzo Insigne voru á varamannabekknum. Athygli vekur að Björn Kuipers dæmdi téðan leik en hann dæmir einnig leik kvöldsins. Það er ljóst að ef England ætlar að takast hið ómögulega og „fá fótboltann heim“ þá þarf liðið að gera eitthvað sem því hefur aldrei tekist áður, leggja Ítalía að velli á stórmóti. Enska liðið hefur hins vegar slegið niður hvern vegginn á fætur öðrum það sem af er móti. Því skyldi engan undra ef liðinu tækist hið ómögulega í kvöld. Það að liðið sé komið í úrslit kemur þó ekki öllum á óvart. „Það var frekar augljóst að England myndi komast í úrslitaleikinn þar sem þeir spiluðu sex af sjö leikjum sínum á heimavelli,“ sagði Chiellini, miðvörður ítalska landsliðsins. Giorgio Chiellini on England: pic.twitter.com/jbwfkHLazr— B/R Football (@brfootball) July 9, 2021 Það er undir miðverðinum komið að stöðva sóknarmenn enska liðsins og þakka niðri í þeim tugum þúsunda enskra stuðningsmanna sem verða á leiknum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Pickford búinn að lifa á lyginni og skutlar sér eins og hann sé nýbyrjaður að æfa Markvörðurinn Jordan Pickford hefur fengið mikla gagnrýni fyrir markið sem Danmörk skoraði gegn Englandi í undanúrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu. Þá sérstaklega hvernig hann skutlaði sér á eftir boltanum. 8. júlí 2021 18:31 Þúsund Ítalir fá að fljúga til Lundúna á úrslitaleikinn Þrátt fyrir varnaðarorð ferðamálaráðherra Bretlands þá munu þúsund Ítalir fá að fljúga til Lundúna og mæta á Wembley á sunnudagskvöld, í von um að sjá sína menn landa Evrópumeistaratitlinum með sigri á Englendingum. 9. júlí 2021 16:30 Carragher segir Sterling besta leikmann Evrópumótsins Jamie Carragher, sparkspekingur Sky Sports og fyrrum landsliðsmaður Englands, segir Raheem Sterling, framherja Englands, besta leikmann Evrópumótsins í knattspyrnu til þessa. 8. júlí 2021 17:46 „Football's diving home“ Sálfræðihernaðurinn fyrir úrslitaleik Englands og Ítalíu er hafinn þar sem Ítalarnir hafa meðal annars breytt frægum söng þeirra ensku. 8. júlí 2021 15:01 Ítalía líklegri til að vinna EM Samkvæmt tölfræðilíkani Stats Perform er Ítalía töluvert líklegri til að vinna Evrópumótið í knattspyrnu heldur England. Úrslitaleikurinn fer fram á Wembley í Lundúnum á sunnudag. 8. júlí 2021 14:01 „Betra en fæðing dóttur minnar“ Það var glatt á hjalla hjá stuðningsmönnum Englands eftir sigurinn á Danmörku í undanúrslitum Evrópumótsins í gær. 8. júlí 2021 13:31 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Sjá meira
Pickford búinn að lifa á lyginni og skutlar sér eins og hann sé nýbyrjaður að æfa Markvörðurinn Jordan Pickford hefur fengið mikla gagnrýni fyrir markið sem Danmörk skoraði gegn Englandi í undanúrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu. Þá sérstaklega hvernig hann skutlaði sér á eftir boltanum. 8. júlí 2021 18:31
Þúsund Ítalir fá að fljúga til Lundúna á úrslitaleikinn Þrátt fyrir varnaðarorð ferðamálaráðherra Bretlands þá munu þúsund Ítalir fá að fljúga til Lundúna og mæta á Wembley á sunnudagskvöld, í von um að sjá sína menn landa Evrópumeistaratitlinum með sigri á Englendingum. 9. júlí 2021 16:30
Carragher segir Sterling besta leikmann Evrópumótsins Jamie Carragher, sparkspekingur Sky Sports og fyrrum landsliðsmaður Englands, segir Raheem Sterling, framherja Englands, besta leikmann Evrópumótsins í knattspyrnu til þessa. 8. júlí 2021 17:46
„Football's diving home“ Sálfræðihernaðurinn fyrir úrslitaleik Englands og Ítalíu er hafinn þar sem Ítalarnir hafa meðal annars breytt frægum söng þeirra ensku. 8. júlí 2021 15:01
Ítalía líklegri til að vinna EM Samkvæmt tölfræðilíkani Stats Perform er Ítalía töluvert líklegri til að vinna Evrópumótið í knattspyrnu heldur England. Úrslitaleikurinn fer fram á Wembley í Lundúnum á sunnudag. 8. júlí 2021 14:01
„Betra en fæðing dóttur minnar“ Það var glatt á hjalla hjá stuðningsmönnum Englands eftir sigurinn á Danmörku í undanúrslitum Evrópumótsins í gær. 8. júlí 2021 13:31