Lífið

Bríet í fyrsta sinn á Þjóð­há­tíð

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Bríet mun troða upp á Þjóðhátíð í Eyjum. 
Bríet mun troða upp á Þjóðhátíð í Eyjum.  Instagram/Bríet

Tónlistarkonan Bríet mun í fyrsta sinn spila á Þjóðhátíð um komandi Verslunarmannahelgi en auk hennar munu Aron Can, Cell 7, Herra Hnetusmjör, Jóhanna Guðrún, Bandmenn og Stuðlabandið spila á hátíðinni.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðhátíð í Eyjum en þar segir að stefni í stærstu Þjóðhátíð frá upphafi. Fleiri listamenn verða tilkynntir í næstu viku.

Þegar hefur verið tilkynnt að rapparinn Emmsjé Gauti og aldamótastjörnurnar Birgitta Haukdal, Magni, Hreimur, Gunni Óla og Einar Ágúst muni troða upp á Stóra sviðinu á Þjóðhátíð um verslunarmannahelgina.

Enn er ekki komið í ljós hver mun fara með umsjón Brekkusöngsins á sunnudagskvöldi hátíðarinnar en tilkynnt var fyrr í vikunni að Ingólfur Þórarinsson, eða Ingó Veðurguð eins og hann er betur þekktur, mun ekki sjá um sönginn eins og síðustu ár.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.