Innlent

Fjórar konur á fram­boðs­lista Mið­flokksins í Norð­austur­kjör­dæmi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Fjórar konur eru á framboðslista Miðflokksins í Norðausturlandi.
Fjórar konur eru á framboðslista Miðflokksins í Norðausturlandi. Vísir

Framboðslisti Miðflokksins í Norðausturkjördæmi var samþykktur á félagsfundi flokksins í gær. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins mun leiða listann áfram í kjördæminu en þetta er þá annað kjörtímabilið sem hann leiðir lista flokksins í kjördæminu.

Í öðru sæti á listanum er Anna Kolbrún Árnadóttir en hún hefur setið á þingi fyrir flokkinn undanfarið kjörtímabil. Þriðja sæti skipar Þorgrímur Sigmundsson, sem hefur verið varaþingmaður flokksins í kjördæminu undanfarið kjörtímabil.

Í fjórða sæti er Ágústa Ágústsdóttir, bóndi og ferðaþjónustuaðili, fimmta sæti skipar Alma Sigurbjörnsdóttir og Guðný Harðardóttir skipar sjötta sæti á listanum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×