Fótbolti

Blikar komu til baka og eru í góðri stöðu í Sambandsdeildinni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Damir Muminovic skoraði sigurmark Blika.
Damir Muminovic skoraði sigurmark Blika. Vísir/Bára

Breiðablik heimsótti Racing Union frá Lúxemborg í Sambandsdeild Evrópu í dag. Þetta var fyrri leikur liðanna en Blikar snéru taflinu sér í vil undir lok leiksins og unnu sterkan 3-2 sigur.

Það voru heimamenn sem að voru fyrri til að brjóta ísinn. Yann Mabella kom Racing Ynion yfir á 15. mínútu.

Mabella var svo aftur á ferðinni tæðum 20 mínútum seinna þegar hann tvöfaldaði forystu Racing Union.

Blikar gáfust þó ekki upp og Gísli Eyjólfsson minnkaði muninn á 37. mínútu. Staðan því 2-1, heimamönnum í vil, þegar flautað var til hálfleiks.

Á 66. mínútu jafnaði Thomas Mikkelsen metin fyrir Breiðablik og enn nóg eftir á klukkunni.

Blikarnir skildu þó ekkert of miki eftir á klukkunni og náðu forystunni ekki fyrr en að um tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Þar var á ferðinni Damir Muminovic eftir stoðsendingu frá Höskuldi Gunnlaugssyni.

Breiðablik er því með yfirhöndina fyrir seinni leik liðanna sem fer fram í Kópavogi eftir slétta viku.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×