Innlent

Fær milljarðinn milli­færðan á morgun

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Hér má sjá samtals 27 þúsund krónur. Það eru um 0,002 prósent af þeim 1.270.806.970 sem lottóspilarinn fær í sinn hlut á morgun.
Hér má sjá samtals 27 þúsund krónur. Það eru um 0,002 prósent af þeim 1.270.806.970 sem lottóspilarinn fær í sinn hlut á morgun. Getty

Maðurinn sem vann rúmlega 1.270 milljónir króna í Vikinglottó í síðasta mánuði fær upphæðina millifærða inn á reikning sinn á morgun, algerlega skattfrjálst.

Fréttablaðið greinir frá þessu. Sigurvegarinn stálheppni, sem greint hefur verið frá að sé fjölskyldufaðir á fertugsaldri, vann annan vinning í lottóleiknum. Vegna kerfisbreytinga var vinningurinn um 1.200 milljónum hærri en annar vinningur hafði að jafnaði verið, þar sem þak hafði verið sett á upphæðina sem fyrsti vinningur gat verið.

Maðurinn keypti miðann á netinu og tölurnar voru meðal annars tengdar afmælisdögum fólks sem hann þekkir.


Tengdar fréttir

Mikil­vægt fyrir vinnings­hafann að læra af reynslu annarra

Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka, segir auðveldara en það kann að virðast að brenna hratt í gegnum háar fjárhæðir, líkt og þá sem íslenskur lottóspilari vann í gær.

Marg­falt meiri lottósala eftir stóra vinninginn

Áskriftarsala á miðum í Vikinglottó er fjórfalt meiri í dag en hún var fyrir réttri viku síðan. Þetta staðfestir Pétur Hrafn Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Íslenskrar getspár, í samtali við Vísi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×