Íslenskt efnahagskerfi sterkt þrátt fyrir samdrátt Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. júlí 2021 21:31 Niðurstöður skýrslu OECD voru kynntar á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í morgun. Vísir/Sigurjón Íslenskt efnahagskerfi stendur sterkari fótum en aðrar þjóðir eftir þann mikla samdrátt sem varð í kórónuveirufaraldrinum. Fjármálaráðherra segir viðsnúning fram undan en að breyta þurfi áherslum í ferðaþjónustu og menntakerfinu. Efnahags- og framfarastofnununin, OECD, kynnti skýrslu sína um íslenskt efnahagslíf á blaðamannafundi í morgun, en stofnunin gefur út slíkar skýrslur á tveggja ára fresti. „Það sýnir sig að einkaneyslan á Íslandi hefur verið sterk og kaupmáttur heimilanna hefur vaxið þrátt fyrir þennan faraldur. Það sem OECD er að draga fram núna er að þegar áhrifa faraldursins gætir ekki lengur í okkar hagkerfi að þá sé afskaplega mikilvægt að við höldum áfram að fjárfesta í nýsköpun og þróun, að við hugum að þeim þáttum í menntakerfinu okkar sem geta tryggt þekkingu í landinu, sem nýtist atvinnulífinu til lengri tíma,” segir Bjarni Benediktsson. Nýsköpun sé lykillinn að hagvexti en fyrirhugað er að laga skattastyrkjakerfið betur að minni nýsköpunarfyrirtækjum, því kerfið sem nú sé til staðar virðist frekar gagnast stærri fyrirtækjum. Þá er hvatt til breytinga á ýmsum sviðum. „Við þurfum til dæmis að vinna í regluverkinu okkar og einfalda það. Við fengum skýrslu um það efni árið 2019 sem sérstaklega horfði til byggingariðnaðarins og ferðaþjónustu og það skiptir máli að við fylgjum því eftir,” segir Bjarni. Hann segir að fram undan sé viðsnúningur í efnahagskerfinu og bendir á að í skýrslunni komi fram að faraldurinn hafi ekki haft eins mikil áhrif á íslenskt efnahagskerfi og á aðrar þjóðir. „Það sem helst skýrir það er að við höfðum byggt upp viðnámsþrótt í hagkerfinu en við höfðum lága skuldastöðu ríkissjóðs og gátum þess vegna leyft okkur að beita ríkisfjármálunum af fullum þunga til að fara í mjög kostnaðarsamar aðgerðir.” Þá leggur stofnunin til breyttar áherslur, til dæmis laust taumhald peningastefnu en að vera tilbúin til að auka aðhald, að auðvelda aðgengi að störfum með því að fækka leyfisskyldum störfum og að styrkja tengsl náms og vinnumarkaðar, svo dæmi séu tekin. „Við fáum ábendingar um að það séu þættir í menntakerfinu sem við getum yddað til og svo fáum við mikla og góða hvatningu og mjög jákvæða umsögn um það sem við höfum verið að gera í rannsóknum og þróun. En við þurfum kannski að huga að því að teygja okkur vel til minni og meðal stórra fyrirtækja.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Sjá meira
Efnahags- og framfarastofnununin, OECD, kynnti skýrslu sína um íslenskt efnahagslíf á blaðamannafundi í morgun, en stofnunin gefur út slíkar skýrslur á tveggja ára fresti. „Það sýnir sig að einkaneyslan á Íslandi hefur verið sterk og kaupmáttur heimilanna hefur vaxið þrátt fyrir þennan faraldur. Það sem OECD er að draga fram núna er að þegar áhrifa faraldursins gætir ekki lengur í okkar hagkerfi að þá sé afskaplega mikilvægt að við höldum áfram að fjárfesta í nýsköpun og þróun, að við hugum að þeim þáttum í menntakerfinu okkar sem geta tryggt þekkingu í landinu, sem nýtist atvinnulífinu til lengri tíma,” segir Bjarni Benediktsson. Nýsköpun sé lykillinn að hagvexti en fyrirhugað er að laga skattastyrkjakerfið betur að minni nýsköpunarfyrirtækjum, því kerfið sem nú sé til staðar virðist frekar gagnast stærri fyrirtækjum. Þá er hvatt til breytinga á ýmsum sviðum. „Við þurfum til dæmis að vinna í regluverkinu okkar og einfalda það. Við fengum skýrslu um það efni árið 2019 sem sérstaklega horfði til byggingariðnaðarins og ferðaþjónustu og það skiptir máli að við fylgjum því eftir,” segir Bjarni. Hann segir að fram undan sé viðsnúningur í efnahagskerfinu og bendir á að í skýrslunni komi fram að faraldurinn hafi ekki haft eins mikil áhrif á íslenskt efnahagskerfi og á aðrar þjóðir. „Það sem helst skýrir það er að við höfðum byggt upp viðnámsþrótt í hagkerfinu en við höfðum lága skuldastöðu ríkissjóðs og gátum þess vegna leyft okkur að beita ríkisfjármálunum af fullum þunga til að fara í mjög kostnaðarsamar aðgerðir.” Þá leggur stofnunin til breyttar áherslur, til dæmis laust taumhald peningastefnu en að vera tilbúin til að auka aðhald, að auðvelda aðgengi að störfum með því að fækka leyfisskyldum störfum og að styrkja tengsl náms og vinnumarkaðar, svo dæmi séu tekin. „Við fáum ábendingar um að það séu þættir í menntakerfinu sem við getum yddað til og svo fáum við mikla og góða hvatningu og mjög jákvæða umsögn um það sem við höfum verið að gera í rannsóknum og þróun. En við þurfum kannski að huga að því að teygja okkur vel til minni og meðal stórra fyrirtækja.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Sjá meira