Eriksen og þeim sem björguðu lífi hans boðið á úrslitaleikinn Sindri Sverrisson skrifar 7. júlí 2021 09:01 Danskir stuðningsmenn með kærleikskveðju til Christians Eriksen. Getty/Jonathan Nackstrand Knattspyrnusamband Evrópu hefur boðið Dananum Christian Eriksen og sjúkraliðunum sem björguðu lífi hans að mæta á úrslitaleik Evrópumótsins á sunnudaginn. Mögulegt er að Eriksen og sjúkraliðarnir fái að sjá landa sína í danska landsliðinu spila úrslitaleikinn en það skýrist í kvöld hvort að Danmörk eða England kemst þangað. Kærustu Eriksens var einnig boðið á úrslitaleikinn en ekki liggur fyrir hvort að þau muni þekkjast boðið. Sex manns sem komu að því að bjarga lífi Eriksen, eftir að hann hneig niður og fór í hjartastopp í leik Danmerkur gegn Finnlandi í upphafi Evrópumótsins, fengu einnig boð á úrslitaleikinn. Þar á meðal er Peder Ersgaard sem var einn þeirra fyrstu sem komu að Eriksen. „Ég er rosalega stoltur af minni frammistöðu en líka af öllum hópnum í heild. Þetta var ekki eins manns verk,“ sagði Ersgaard við Fagbladet FOA. Hann var að vonum hæstánægður þegar hann opnaði tölvupóstinn frá UEFA: „Þarna stóð að Aleksander Ceferin, forseti UEFA, vildi bjóða mér að koma sem VIP gestur á úrslitaleik EM í London 11. júlí. Ég var alveg í losti,“ sagði Ersgaard. Eriksen var lagður inn á Ríkissjúkrahúsið í Kaupmannahöfn eftir að Ersgaard og félögum hafði tekist að bjarga lífi hans, fyrir tæpum mánuði síðan. Þar gekkst Eriksen undir rannsóknir og bjargráður var svo græddur í hann – tæki sem á að koma hjartanu í gang ef það stoppar aftur eins og í leiknum gegn Finnum. Enn er óljóst hvaða þýðingu þetta hefur varðandi knattspyrnuferil Eriksens en hann er í dag leikmaður Ítalíumeistara Inter. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Mögulegt er að Eriksen og sjúkraliðarnir fái að sjá landa sína í danska landsliðinu spila úrslitaleikinn en það skýrist í kvöld hvort að Danmörk eða England kemst þangað. Kærustu Eriksens var einnig boðið á úrslitaleikinn en ekki liggur fyrir hvort að þau muni þekkjast boðið. Sex manns sem komu að því að bjarga lífi Eriksen, eftir að hann hneig niður og fór í hjartastopp í leik Danmerkur gegn Finnlandi í upphafi Evrópumótsins, fengu einnig boð á úrslitaleikinn. Þar á meðal er Peder Ersgaard sem var einn þeirra fyrstu sem komu að Eriksen. „Ég er rosalega stoltur af minni frammistöðu en líka af öllum hópnum í heild. Þetta var ekki eins manns verk,“ sagði Ersgaard við Fagbladet FOA. Hann var að vonum hæstánægður þegar hann opnaði tölvupóstinn frá UEFA: „Þarna stóð að Aleksander Ceferin, forseti UEFA, vildi bjóða mér að koma sem VIP gestur á úrslitaleik EM í London 11. júlí. Ég var alveg í losti,“ sagði Ersgaard. Eriksen var lagður inn á Ríkissjúkrahúsið í Kaupmannahöfn eftir að Ersgaard og félögum hafði tekist að bjarga lífi hans, fyrir tæpum mánuði síðan. Þar gekkst Eriksen undir rannsóknir og bjargráður var svo græddur í hann – tæki sem á að koma hjartanu í gang ef það stoppar aftur eins og í leiknum gegn Finnum. Enn er óljóst hvaða þýðingu þetta hefur varðandi knattspyrnuferil Eriksens en hann er í dag leikmaður Ítalíumeistara Inter.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira