Fjörutíu af heitustu stuðningsmönnum Dana fá að fljúga til Englands Sindri Sverrisson skrifar 6. júlí 2021 16:16 Danir fengu stuðning úr stúkunni í Bakú þegar þeir unnu Tékka í átta liða úrslitum. Getty/Tom Dulat Danska knattspyrnusambandið tilkynnti í dag að 40 af dyggustu stuðningsmönnum danska landsliðsins fengju að ferðast frá Danmörku til Englands á undanúrslitaleik liðanna á EM. Krafa er um fimm daga sóttkví fyrir fólk sem ferðast frá Danmörku til Englands. Því hafði hinn almenni, danski stuðningsmaður ekki tíma til að ferðast frá Danmörku til Englands í tæka tíð fyrir undanúrslitaleikinn á morgun, eftir að Danmörk vann Tékkland á laugardaginn. Nú hefur danska knattspyrnusambandið hins vegar staðfest að 40 stuðningsmenn fái að fara með einkaflugi til Lundúna, til að sjá leikinn á Wembley, gegn því að þeir haldi sig í eins konar sóttvarnakúlu í ferðinni. Auk stuðningsmannanna verða í fluginu eiginkonur og kærustur leikmanna, fulltrúar danska sambandsins og fáeinir, útvaldir hollvinir sambandsins til viðbótar. Danska sambandið valdi stuðningsmennina 40 út frá því hve duglegt fólk hefur verið að mæta og styðja við landsliðið sitt. Þeir tíu sem safnað hafa flestum „hollustustigum“ fara á undanúrslitaleikinn, sem og þeir 30 með flest stig af þeim sem ekki var boðið í ferð á leikinn við Tékkland í Bakú. Danskir stuðningsmenn hafa lagt sitt að mörkum í EM-ævintýri liðsins sem lék alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni á Parken heima í Kaupmannahöfn. Einn þyrstur stuðningsmaður vakti sérstaka athygli: Forget Ronaldo This is the performance of #EURO2020 pic.twitter.com/ZcySOc4LuZ— Samantha Quek (@SamanthaQuek) June 23, 2021 Bresk stjórnvöld hafa gefið leyfi fyrir því að um 60.000 áhorfendur verði á Wembley annað kvöld. Danska sambandið fær 7.900 miða og samkvæmt Ekstrabladet fara þeir miðar til Dana sem búsettir eru í Englandi og Skotlandi. Komist Danmörk í úrslitaleikinn, sem fram fer á sunnudaginn, hefur samkomulag náðst um að 1.000 Danir fái að fljúga til Englands til að sjá leikinn og styðja sína menn. Bresk stjórnvöld gáfu ekki leyfi fyrir slíkri undanþágu vegna undanúrslitaleiksins. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sjá meira
Krafa er um fimm daga sóttkví fyrir fólk sem ferðast frá Danmörku til Englands. Því hafði hinn almenni, danski stuðningsmaður ekki tíma til að ferðast frá Danmörku til Englands í tæka tíð fyrir undanúrslitaleikinn á morgun, eftir að Danmörk vann Tékkland á laugardaginn. Nú hefur danska knattspyrnusambandið hins vegar staðfest að 40 stuðningsmenn fái að fara með einkaflugi til Lundúna, til að sjá leikinn á Wembley, gegn því að þeir haldi sig í eins konar sóttvarnakúlu í ferðinni. Auk stuðningsmannanna verða í fluginu eiginkonur og kærustur leikmanna, fulltrúar danska sambandsins og fáeinir, útvaldir hollvinir sambandsins til viðbótar. Danska sambandið valdi stuðningsmennina 40 út frá því hve duglegt fólk hefur verið að mæta og styðja við landsliðið sitt. Þeir tíu sem safnað hafa flestum „hollustustigum“ fara á undanúrslitaleikinn, sem og þeir 30 með flest stig af þeim sem ekki var boðið í ferð á leikinn við Tékkland í Bakú. Danskir stuðningsmenn hafa lagt sitt að mörkum í EM-ævintýri liðsins sem lék alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni á Parken heima í Kaupmannahöfn. Einn þyrstur stuðningsmaður vakti sérstaka athygli: Forget Ronaldo This is the performance of #EURO2020 pic.twitter.com/ZcySOc4LuZ— Samantha Quek (@SamanthaQuek) June 23, 2021 Bresk stjórnvöld hafa gefið leyfi fyrir því að um 60.000 áhorfendur verði á Wembley annað kvöld. Danska sambandið fær 7.900 miða og samkvæmt Ekstrabladet fara þeir miðar til Dana sem búsettir eru í Englandi og Skotlandi. Komist Danmörk í úrslitaleikinn, sem fram fer á sunnudaginn, hefur samkomulag náðst um að 1.000 Danir fái að fljúga til Englands til að sjá leikinn og styðja sína menn. Bresk stjórnvöld gáfu ekki leyfi fyrir slíkri undanþágu vegna undanúrslitaleiksins.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sjá meira