Erlent

Með­limir barna­níðs­hrings dæmdir í Þýska­landi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Adrian V var dæmdur í fjórtán ára fangelsi en hann mun sitja nokkuð lengur inni, þar sem talin er hætt á að hann muni brjóta aftur af sér.
Adrian V var dæmdur í fjórtán ára fangelsi en hann mun sitja nokkuð lengur inni, þar sem talin er hætt á að hann muni brjóta aftur af sér. EPA-EFE/Guido Kirchner

Sex meðlimir barnaníðshrings voru sakfelldir fyrir að hafa ítrekað brotið kynferðislega á börnum. Dómari í málinu sagði við dómsuppskurð að málið sé hræðilegt og mjög óhugnanlegt.

Höfuðpaurinn, sem er 28 ára gamall og kallaður Adrian V af dómstólum, var dæmdur í fjórtán ára fangelsi en meðsakborningar hans þrír, allir karlmenn, voru dæmdir í 10 til 12 ára fangelsi en móðir Adrians V var dæmd í fimm ára fangelsi fyrir að hafa aðstoðað við ofbeldið. Breska ríkisútvarpið greinir frá. 

Meðal ákæruliðanna sem mennirnir stóðu frammi fyrir var að þeir hafi byrlað hópi drengja ólyfjan og haldið þeim föngum í húsi í Münster í nokkra daga. Þeir hafi tekið drengina, þar sem þeir voru læstir inni, upp á myndband og dreift myndskeiðunum á huldunetið.

Eitt fórnarlamba Adrians V er sonur maka hans, sem nú er ellefu ára gamall.

Adrian V var sakfelldur fyrir 29 ákæruliði um ofbeldi og misnotkun. Eftir að hann verður búinn að sitja þennan 14 ára fangelsisdóm mun honum haldið áfram í fangelsi í svokallaðri preventative detention þar sem talin er mikil hætta á að hann muni brjóta aftur af sér.

Vilja þyngja dóma barnaníðinga

Talið er að Adrian hafi kynnst hinum sakborningunum, sem eru ekki frá Münster og eru á aldrinum 31 til 43 ára, í gegn um netið.

Þetta eru ekki fyrsta umfangsmikla barnaníðsmálið sem komið hefur upp í Norðurrín-Vestfalíu undanfarin misseri. Nýverið kom í ljós að hundruð barna höfðu verið misnotuð af hópi manna á tjaldsvæði.

Nýverið tilkynntu þýsk yfirvöld það jafnframt að rannsókn sé hafin á meira en 30 þúsund manns vegna mögulegra tengsla við barnaníðshring sem starfar á netinu. Þá tilkynnti Christine Lambrecht, dómsmálaráðherra Þýskalands á dögunum að til standi að þyngja refsingar þeirra sem gerast sekir um barnaníð.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×