Að minnsta kosti 150 létust í fleiri en 400 skotárásum yfir þjóðhátíðarhelgina Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. júlí 2021 07:39 Í New York hefur byssuglæpum fjölgað um 40 prósent það sem af er ári. epa/Justin Lane Að minnsta kosti 150 létust í yfir 400 skotárásum í Bandaríkjunum síðastliðna helgi, þegar landsmenn fögnuðu þjóðhátíðardeginum 4. júlí. Enn er verið að uppfæra tölurnar, sem ná yfir 72 klukkustunda tímabil frá föstudegi til sunnudags. Samkvæmt lögrelguyfirvöldum í New York dró reyndar saman í byssuofbeldinu frá fyrra ári en 26 létust í 21 skotárás síðustu helgi, samanborið við 30 dauðsföll í 25 árásum í fyrra. Á sjálfan fullveldisdaginn létust þrettán í tólf skotárásum, samanborið við átta dauðsföll í átta skotárásum árið 2020. Skotárásum í borginni hefur fjölgað um 40 prósent milli ára almennt. Í Chicago voru 83 skotnir, þar af 14 drepnir, frá því kl. 18 á föstudag og til kl. 6 á mánudagsmorgun. Meðal særðu voru fimm og sex ára stúlkur. Samkvæmt CNN áttu nokkrar „fjöldaárásir“ sér stað um helgina en þá er átt við árás þar sem fjórir eða fleiri deyja eða særast, að árásarmanninum undanskildum. Átta særðust í skotárás nærri bílaþvottastöð í Fort Worth í Texas á sunnudagsmorgun, þegar átök brutust út milli hópa manna. Einn mannanna gekk á brott og snéri svo aftur með byssu og hóf að skjóta á hóp fólks. Nokkrir skutu til baka. Lögregla segir flesta særðu hafa verið einstaklinga sem áttu leið hjá. Í Norfolk í Virginíu voru fjögur börn skotin á föstudag. Börnin eru talin munu ná fullum bata en lögregla hefur handtekið meintan árásarmann, 15 ára gamlan dreng. Einn lést og ellefu særðust, þar af tveir alvarlega, þegar skotið var á fólk í hverfispartý í Toledo í Ohio og sunnudag. Látni var 17 ára og hinir alvarlega særðu 19 ára og 51 árs. Þá létust tveir unglingspiltar og þrír særðust í skotárás í Cincinnati á sunnudag og í Dallas sinnti lögregla tveimur útköllum vegna skotárása, þar sem samtals fimm urðu fyrir skoti og þrír létust. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Skaut golfþjálfara með tvo látna á pallinum Lögreglan í Atlanta í Bandaríkjunum leitar nú einstaklings sem skaut golfþjálfarann Gene Siller til bana á golfvelli norður af borginni á laugardag. Viðkomandi er einnig grunaður um að hafa orðið tveimur öðrum að bana. 5. júlí 2021 07:53 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Sjá meira
Samkvæmt lögrelguyfirvöldum í New York dró reyndar saman í byssuofbeldinu frá fyrra ári en 26 létust í 21 skotárás síðustu helgi, samanborið við 30 dauðsföll í 25 árásum í fyrra. Á sjálfan fullveldisdaginn létust þrettán í tólf skotárásum, samanborið við átta dauðsföll í átta skotárásum árið 2020. Skotárásum í borginni hefur fjölgað um 40 prósent milli ára almennt. Í Chicago voru 83 skotnir, þar af 14 drepnir, frá því kl. 18 á föstudag og til kl. 6 á mánudagsmorgun. Meðal særðu voru fimm og sex ára stúlkur. Samkvæmt CNN áttu nokkrar „fjöldaárásir“ sér stað um helgina en þá er átt við árás þar sem fjórir eða fleiri deyja eða særast, að árásarmanninum undanskildum. Átta særðust í skotárás nærri bílaþvottastöð í Fort Worth í Texas á sunnudagsmorgun, þegar átök brutust út milli hópa manna. Einn mannanna gekk á brott og snéri svo aftur með byssu og hóf að skjóta á hóp fólks. Nokkrir skutu til baka. Lögregla segir flesta særðu hafa verið einstaklinga sem áttu leið hjá. Í Norfolk í Virginíu voru fjögur börn skotin á föstudag. Börnin eru talin munu ná fullum bata en lögregla hefur handtekið meintan árásarmann, 15 ára gamlan dreng. Einn lést og ellefu særðust, þar af tveir alvarlega, þegar skotið var á fólk í hverfispartý í Toledo í Ohio og sunnudag. Látni var 17 ára og hinir alvarlega særðu 19 ára og 51 árs. Þá létust tveir unglingspiltar og þrír særðust í skotárás í Cincinnati á sunnudag og í Dallas sinnti lögregla tveimur útköllum vegna skotárása, þar sem samtals fimm urðu fyrir skoti og þrír létust.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Skaut golfþjálfara með tvo látna á pallinum Lögreglan í Atlanta í Bandaríkjunum leitar nú einstaklings sem skaut golfþjálfarann Gene Siller til bana á golfvelli norður af borginni á laugardag. Viðkomandi er einnig grunaður um að hafa orðið tveimur öðrum að bana. 5. júlí 2021 07:53 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Sjá meira
Skaut golfþjálfara með tvo látna á pallinum Lögreglan í Atlanta í Bandaríkjunum leitar nú einstaklings sem skaut golfþjálfarann Gene Siller til bana á golfvelli norður af borginni á laugardag. Viðkomandi er einnig grunaður um að hafa orðið tveimur öðrum að bana. 5. júlí 2021 07:53