Að minnsta kosti 150 létust í fleiri en 400 skotárásum yfir þjóðhátíðarhelgina Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. júlí 2021 07:39 Í New York hefur byssuglæpum fjölgað um 40 prósent það sem af er ári. epa/Justin Lane Að minnsta kosti 150 létust í yfir 400 skotárásum í Bandaríkjunum síðastliðna helgi, þegar landsmenn fögnuðu þjóðhátíðardeginum 4. júlí. Enn er verið að uppfæra tölurnar, sem ná yfir 72 klukkustunda tímabil frá föstudegi til sunnudags. Samkvæmt lögrelguyfirvöldum í New York dró reyndar saman í byssuofbeldinu frá fyrra ári en 26 létust í 21 skotárás síðustu helgi, samanborið við 30 dauðsföll í 25 árásum í fyrra. Á sjálfan fullveldisdaginn létust þrettán í tólf skotárásum, samanborið við átta dauðsföll í átta skotárásum árið 2020. Skotárásum í borginni hefur fjölgað um 40 prósent milli ára almennt. Í Chicago voru 83 skotnir, þar af 14 drepnir, frá því kl. 18 á föstudag og til kl. 6 á mánudagsmorgun. Meðal særðu voru fimm og sex ára stúlkur. Samkvæmt CNN áttu nokkrar „fjöldaárásir“ sér stað um helgina en þá er átt við árás þar sem fjórir eða fleiri deyja eða særast, að árásarmanninum undanskildum. Átta særðust í skotárás nærri bílaþvottastöð í Fort Worth í Texas á sunnudagsmorgun, þegar átök brutust út milli hópa manna. Einn mannanna gekk á brott og snéri svo aftur með byssu og hóf að skjóta á hóp fólks. Nokkrir skutu til baka. Lögregla segir flesta særðu hafa verið einstaklinga sem áttu leið hjá. Í Norfolk í Virginíu voru fjögur börn skotin á föstudag. Börnin eru talin munu ná fullum bata en lögregla hefur handtekið meintan árásarmann, 15 ára gamlan dreng. Einn lést og ellefu særðust, þar af tveir alvarlega, þegar skotið var á fólk í hverfispartý í Toledo í Ohio og sunnudag. Látni var 17 ára og hinir alvarlega særðu 19 ára og 51 árs. Þá létust tveir unglingspiltar og þrír særðust í skotárás í Cincinnati á sunnudag og í Dallas sinnti lögregla tveimur útköllum vegna skotárása, þar sem samtals fimm urðu fyrir skoti og þrír létust. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Skaut golfþjálfara með tvo látna á pallinum Lögreglan í Atlanta í Bandaríkjunum leitar nú einstaklings sem skaut golfþjálfarann Gene Siller til bana á golfvelli norður af borginni á laugardag. Viðkomandi er einnig grunaður um að hafa orðið tveimur öðrum að bana. 5. júlí 2021 07:53 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Samkvæmt lögrelguyfirvöldum í New York dró reyndar saman í byssuofbeldinu frá fyrra ári en 26 létust í 21 skotárás síðustu helgi, samanborið við 30 dauðsföll í 25 árásum í fyrra. Á sjálfan fullveldisdaginn létust þrettán í tólf skotárásum, samanborið við átta dauðsföll í átta skotárásum árið 2020. Skotárásum í borginni hefur fjölgað um 40 prósent milli ára almennt. Í Chicago voru 83 skotnir, þar af 14 drepnir, frá því kl. 18 á föstudag og til kl. 6 á mánudagsmorgun. Meðal særðu voru fimm og sex ára stúlkur. Samkvæmt CNN áttu nokkrar „fjöldaárásir“ sér stað um helgina en þá er átt við árás þar sem fjórir eða fleiri deyja eða særast, að árásarmanninum undanskildum. Átta særðust í skotárás nærri bílaþvottastöð í Fort Worth í Texas á sunnudagsmorgun, þegar átök brutust út milli hópa manna. Einn mannanna gekk á brott og snéri svo aftur með byssu og hóf að skjóta á hóp fólks. Nokkrir skutu til baka. Lögregla segir flesta særðu hafa verið einstaklinga sem áttu leið hjá. Í Norfolk í Virginíu voru fjögur börn skotin á föstudag. Börnin eru talin munu ná fullum bata en lögregla hefur handtekið meintan árásarmann, 15 ára gamlan dreng. Einn lést og ellefu særðust, þar af tveir alvarlega, þegar skotið var á fólk í hverfispartý í Toledo í Ohio og sunnudag. Látni var 17 ára og hinir alvarlega særðu 19 ára og 51 árs. Þá létust tveir unglingspiltar og þrír særðust í skotárás í Cincinnati á sunnudag og í Dallas sinnti lögregla tveimur útköllum vegna skotárása, þar sem samtals fimm urðu fyrir skoti og þrír létust.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Skaut golfþjálfara með tvo látna á pallinum Lögreglan í Atlanta í Bandaríkjunum leitar nú einstaklings sem skaut golfþjálfarann Gene Siller til bana á golfvelli norður af borginni á laugardag. Viðkomandi er einnig grunaður um að hafa orðið tveimur öðrum að bana. 5. júlí 2021 07:53 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Skaut golfþjálfara með tvo látna á pallinum Lögreglan í Atlanta í Bandaríkjunum leitar nú einstaklings sem skaut golfþjálfarann Gene Siller til bana á golfvelli norður af borginni á laugardag. Viðkomandi er einnig grunaður um að hafa orðið tveimur öðrum að bana. 5. júlí 2021 07:53