Erlent

Fimmtán ára drengur dæmdur fyrir morðið á tólf ára vini sínum

Eiður Þór Árnason skrifar
Hinn tólf ára Roberts Buncis og faðir hans. 
Hinn tólf ára Roberts Buncis og faðir hans.  Lögreglan í Lincoln-skíri

Fimmtán ára drengur hefur verið sakfelldur í Bretlandi fyrir að myrða tólf ára vin sinn. Roberts Buncis fannst látinn þann 12. desember síðastliðinn nærri bænum Boston í Lincoln-skíri á austurströnd Englands.

Samkvæmt dómum ginnti drengurinn Roberts til að hitta sig í skóglendi og reyndi að afhöfða hann. Frá þessu er greint í frétt Sky News en dómþoli nýtur nafnleyndar af lagalegum ástæðum.

Að sögn dómsins stakk hann Roberts ítrekað með hníf og varð honum þannig að bana. Fram kom í réttarhöldunum að sakborningurinn hafi viljað beita vin sinn alvarlegu ofbeldi eftir að hann hafi kjaftað frá.

Strákurinn sagði að Roberts hafi mætt með áðurnefndan hníf og reynt að stinga sig. Í kjölfarið hafi hann sjálfur misst stjórn á sér. Kviðdómur hafnaði þeim málflutningi og ályktaði að drengurinn hafi verið við fulla stjórn og drifinn áfram af reiði.

Hann játaði á sig manndráp að gáleysi en neitaði því að um hafi verið að ræða morð af yfirlögðu ráði.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.