Moka út meðölum gegn útbreiddu lúsmýinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. júlí 2021 20:01 Í andlúsmýsfræðum kennir ýmissa grasa. Þetta er sýnishorn af því sem stendur til boða þeim sem vilja varna því að enda fríið útbitin. Vísir/Sigurjón Lúsmýið sem gerir árlega vart við sig hér á landi er ekki á förum, og hefur dreift sér víða um land. Lyfsalar keppast nú við að selja flugnafælur og önnur meðöl til þess að verja landsmenn fyrir óværunni. Prófessor í líffræði hjá Háskóla Íslands segir að útbreiðsla skordýranna sé orðin mikil og ekki sé von á því að óværan fari í bráð. Mýið þrífist þar sem stutt er í vatn eða votlendi. Tilkynningar um bit hafi borist víða að af landinu. Þannig hefur lúsmý gert vart við sig á höfuðborgarsvæðinu, á Suður- og Vesturlandi, og fyrir norðan. Mýið herjar almennt á fólk frá því snemma í júní og til ágústloka og hefur fólk oft verið illa leikið eftir að hafa lent í lúsmýi. Lúsmýið er orðið ansi útbreitt, og komið til að vera hér á landi.Grafík/Ragnar En hvað er til ráða? Er einhver leið til að koma í veg fyrir að enda útbitinn, verði maður á vegi hungraðs lúsmýs? „Það er náttúrulega hægt að gera ýmislegt. Þú getur forðast það, með því að vera bara heima með lokaða glugga, en það er nú kannski ekki sá kostur sem við viljum á sumrin. Það er ýmislegt í boði, bæði sem kemur í veg fyrir eða minnkar að þú fáir roðann og þrotann eftir bitið, og svo er ýmislegt til sem þú getur borið á þig eftir á,“ segir Sigfríð Eik Arnardóttir, sviðsstjóri vörusviðs hjá Lyfju. Fólk hefur stuðst við ýmis ráð til að fæla óværuna frá, til að mynda krem, armbönd og fráhrindandi ilmolíur. Þá hafi sterakrem og ofnæmislyf gefið góða raun í einhverjum tilfellum, eftir að fólk hefur verið bitið. Fyrir suma virki einfaldar lausnir, en aðrir þurfi að grípa til harðari aðgerða. Sigfríð segir að eftirspurn eftir vörum tengdum lúsmýinu hafi aukist í síðustu viku, samhliða sumarfríum og ferðalögum landans. Sigfríð telur að fólk sé sífellt að verða meðvitaðra um að lúsmýið leynist víða, og búi sig betur undir ferðalög en áður. „Við sjáum það bara á sölunni, því fólk er að kaupa krem sem eiga að fyrirbyggja að lúsmýið sækist í þig. Tvímælalaust, já,“ segir Sigfríð. Sigfríð Eik Arnardóttir er sviðsstjóri á vörusviði Lyfju.Vísir/Sigurjón Lúsmý Lyf Tengdar fréttir „Blöðrur myndast, ofboðslegur kláði og svo klórar maður sig til blóðs í svefni“ Um leið og hlýna tók á landinu mætti lúsmýið og það er í stuði. Álfheiður Eymarsdóttir, varaþingmaður Pírata, er öll útbitin af lúsmýi. Hún býr á Selfossi og lýsingar hennar á þessum ófögnuði fá hárin til að rísa á höfði blaðamanns. 2. júlí 2021 14:02 Von á lúsmýi á næstu dögum Íslendingar geta átt von á því að lúsmý geri vart við sig á næstu dögum. Þetta segir Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði, sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir lúsmý gjarnan fara af stað um miðjan júní. 1. júní 2021 13:07 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Prófessor í líffræði hjá Háskóla Íslands segir að útbreiðsla skordýranna sé orðin mikil og ekki sé von á því að óværan fari í bráð. Mýið þrífist þar sem stutt er í vatn eða votlendi. Tilkynningar um bit hafi borist víða að af landinu. Þannig hefur lúsmý gert vart við sig á höfuðborgarsvæðinu, á Suður- og Vesturlandi, og fyrir norðan. Mýið herjar almennt á fólk frá því snemma í júní og til ágústloka og hefur fólk oft verið illa leikið eftir að hafa lent í lúsmýi. Lúsmýið er orðið ansi útbreitt, og komið til að vera hér á landi.Grafík/Ragnar En hvað er til ráða? Er einhver leið til að koma í veg fyrir að enda útbitinn, verði maður á vegi hungraðs lúsmýs? „Það er náttúrulega hægt að gera ýmislegt. Þú getur forðast það, með því að vera bara heima með lokaða glugga, en það er nú kannski ekki sá kostur sem við viljum á sumrin. Það er ýmislegt í boði, bæði sem kemur í veg fyrir eða minnkar að þú fáir roðann og þrotann eftir bitið, og svo er ýmislegt til sem þú getur borið á þig eftir á,“ segir Sigfríð Eik Arnardóttir, sviðsstjóri vörusviðs hjá Lyfju. Fólk hefur stuðst við ýmis ráð til að fæla óværuna frá, til að mynda krem, armbönd og fráhrindandi ilmolíur. Þá hafi sterakrem og ofnæmislyf gefið góða raun í einhverjum tilfellum, eftir að fólk hefur verið bitið. Fyrir suma virki einfaldar lausnir, en aðrir þurfi að grípa til harðari aðgerða. Sigfríð segir að eftirspurn eftir vörum tengdum lúsmýinu hafi aukist í síðustu viku, samhliða sumarfríum og ferðalögum landans. Sigfríð telur að fólk sé sífellt að verða meðvitaðra um að lúsmýið leynist víða, og búi sig betur undir ferðalög en áður. „Við sjáum það bara á sölunni, því fólk er að kaupa krem sem eiga að fyrirbyggja að lúsmýið sækist í þig. Tvímælalaust, já,“ segir Sigfríð. Sigfríð Eik Arnardóttir er sviðsstjóri á vörusviði Lyfju.Vísir/Sigurjón
Lúsmý Lyf Tengdar fréttir „Blöðrur myndast, ofboðslegur kláði og svo klórar maður sig til blóðs í svefni“ Um leið og hlýna tók á landinu mætti lúsmýið og það er í stuði. Álfheiður Eymarsdóttir, varaþingmaður Pírata, er öll útbitin af lúsmýi. Hún býr á Selfossi og lýsingar hennar á þessum ófögnuði fá hárin til að rísa á höfði blaðamanns. 2. júlí 2021 14:02 Von á lúsmýi á næstu dögum Íslendingar geta átt von á því að lúsmý geri vart við sig á næstu dögum. Þetta segir Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði, sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir lúsmý gjarnan fara af stað um miðjan júní. 1. júní 2021 13:07 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
„Blöðrur myndast, ofboðslegur kláði og svo klórar maður sig til blóðs í svefni“ Um leið og hlýna tók á landinu mætti lúsmýið og það er í stuði. Álfheiður Eymarsdóttir, varaþingmaður Pírata, er öll útbitin af lúsmýi. Hún býr á Selfossi og lýsingar hennar á þessum ófögnuði fá hárin til að rísa á höfði blaðamanns. 2. júlí 2021 14:02
Von á lúsmýi á næstu dögum Íslendingar geta átt von á því að lúsmý geri vart við sig á næstu dögum. Þetta segir Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði, sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir lúsmý gjarnan fara af stað um miðjan júní. 1. júní 2021 13:07