Bjóst ekki við að komast lífs af Árni Sæberg skrifar 4. júlí 2021 21:46 Scott Estill skömmu áður en hann týndist. Lögreglan á Suðurnesjum „Ég var ekki búinn að gefa upp vonina um að finnast, en ég var ekki viss um að myndi finnast á lífi,“ segir Scott Estill, ferðamaðurinn sem týndist á Reykjanesi síðustu helgi. Scott Estill ræddi reynslu sína í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í kvöld. Hann segist þakklátur fyrir lífgjöf björgunarsveita. Scotts var leitað í tæpar þrjátíu klukkustundir en hann hafði orðið viðskila við konu sína á göngu frá gosstöðvunum við Fagradalsfjall. Hann datt á höfuðið og rotaðist en þegar hann vaknaði hafði veður breyst til hins verra og skyggni var ekkert. Scott og Becky Estill höfðu skoðað eldgosið í Fagradalsfjalli rétt áður en Scott týndist.Vísir/Vilhelm Þrjú hundruð manns tóku þátt í leitinni að Scott og sú leit skilaði árangri þegar Scott fannst um fjóra kílómetra frá þeim stað sem hann varð viðskila við konu sína. Þyrlur voru meðal annars notaðar við leitina og segir Scott að hann hafi séð þyrlur fljúga yfir höfði sér. „Ég stóð upp og veifaði og öskraði. Ég sá þá en þeir sáu mig ekki. Og að sjá þá fljúga hjá, ég hugsaði bara að ég vissi ekki hvort ég fengi fleiri tækifæri,“ segir hann. Bjóst ekki við að sjá nokkurn framar Scott segist aldrei hafa séð fegurri sjón en björgunarsveitamennina sem fundu hann enda var hann hætt kominn og búinn að missa trúna á því að hann findist á lífi. Hann segist hafa brotnað algjörlega niður þegar hann sá björgunarsveitarkonuna sem kom fyrst að honum. „Hefði leitarfólkið gefist upp klukkutíma fyrr væri ég ekki hér. Að segja að ég eigi björgunarfólkinu líf mitt að launa er vanmat. Og hugulsemin og stuðningurinn sem ég hef fengið frá Íslendingum er eitthvað sem ég gleymi aldrei,“ segir Scott með tárin í augunum. Scott segir að hann muni koma aftur til Íslands með fjölskyldu sína um leið og færi gefst. Scott var hér á landi ásamt konu sinni Becky til að halda upp á 35 ára brúðkaupsafmæli þeirra. Eldgos í Fagradalsfjalli Leit að bandarískum ferðamanni á Fagradalsfjalli Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Nafn mannsins sem leitað er við gosstöðvarnar Maðurinn sem leitað hefur verið við gosstöðvarnar síðan í gær er Bandaríkjamaðurinn Scott Estill. Lögreglan á Suðurnesjum lýsir nú eftir honum. 26. júní 2021 16:12 „Við urðum bara kærulaus“ Eiginkona bandaríska ferðamannsins sem týndist á gossvæðinu á Reykjanesi á föstudag segir að þeim hafi báðum orðið á ógætileg mistök sem urðu honum næstum að bana. Hún lýsir miklu þakklæti í garð björgunarsveitafólks sem leitaði að manni sínum. 27. júní 2021 19:49 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sjá meira
Scott Estill ræddi reynslu sína í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í kvöld. Hann segist þakklátur fyrir lífgjöf björgunarsveita. Scotts var leitað í tæpar þrjátíu klukkustundir en hann hafði orðið viðskila við konu sína á göngu frá gosstöðvunum við Fagradalsfjall. Hann datt á höfuðið og rotaðist en þegar hann vaknaði hafði veður breyst til hins verra og skyggni var ekkert. Scott og Becky Estill höfðu skoðað eldgosið í Fagradalsfjalli rétt áður en Scott týndist.Vísir/Vilhelm Þrjú hundruð manns tóku þátt í leitinni að Scott og sú leit skilaði árangri þegar Scott fannst um fjóra kílómetra frá þeim stað sem hann varð viðskila við konu sína. Þyrlur voru meðal annars notaðar við leitina og segir Scott að hann hafi séð þyrlur fljúga yfir höfði sér. „Ég stóð upp og veifaði og öskraði. Ég sá þá en þeir sáu mig ekki. Og að sjá þá fljúga hjá, ég hugsaði bara að ég vissi ekki hvort ég fengi fleiri tækifæri,“ segir hann. Bjóst ekki við að sjá nokkurn framar Scott segist aldrei hafa séð fegurri sjón en björgunarsveitamennina sem fundu hann enda var hann hætt kominn og búinn að missa trúna á því að hann findist á lífi. Hann segist hafa brotnað algjörlega niður þegar hann sá björgunarsveitarkonuna sem kom fyrst að honum. „Hefði leitarfólkið gefist upp klukkutíma fyrr væri ég ekki hér. Að segja að ég eigi björgunarfólkinu líf mitt að launa er vanmat. Og hugulsemin og stuðningurinn sem ég hef fengið frá Íslendingum er eitthvað sem ég gleymi aldrei,“ segir Scott með tárin í augunum. Scott segir að hann muni koma aftur til Íslands með fjölskyldu sína um leið og færi gefst. Scott var hér á landi ásamt konu sinni Becky til að halda upp á 35 ára brúðkaupsafmæli þeirra.
Eldgos í Fagradalsfjalli Leit að bandarískum ferðamanni á Fagradalsfjalli Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Nafn mannsins sem leitað er við gosstöðvarnar Maðurinn sem leitað hefur verið við gosstöðvarnar síðan í gær er Bandaríkjamaðurinn Scott Estill. Lögreglan á Suðurnesjum lýsir nú eftir honum. 26. júní 2021 16:12 „Við urðum bara kærulaus“ Eiginkona bandaríska ferðamannsins sem týndist á gossvæðinu á Reykjanesi á föstudag segir að þeim hafi báðum orðið á ógætileg mistök sem urðu honum næstum að bana. Hún lýsir miklu þakklæti í garð björgunarsveitafólks sem leitaði að manni sínum. 27. júní 2021 19:49 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sjá meira
Nafn mannsins sem leitað er við gosstöðvarnar Maðurinn sem leitað hefur verið við gosstöðvarnar síðan í gær er Bandaríkjamaðurinn Scott Estill. Lögreglan á Suðurnesjum lýsir nú eftir honum. 26. júní 2021 16:12
„Við urðum bara kærulaus“ Eiginkona bandaríska ferðamannsins sem týndist á gossvæðinu á Reykjanesi á föstudag segir að þeim hafi báðum orðið á ógætileg mistök sem urðu honum næstum að bana. Hún lýsir miklu þakklæti í garð björgunarsveitafólks sem leitaði að manni sínum. 27. júní 2021 19:49