Danmörk vann í gær 2-1 sigur á Tékklandi í átta liða úrslitunum í Bakú en næst bíða Englendingar á þeirra heimavelli, Wembley, á miðvikudaginn kemur.
Ef marka má gögn UEFA þá er Andreas Christiansen, betur þekktur sem AC í heimalandinu, næst hraðasti leikmaður mótsins.
Hans hraðasti sprettur á mótinu var 33,3 kílómetrar á klukkustund og þar með hraðari en leikmenn á borð við Raheem Sterling og Kylian Mbappe, sem þykja ansi fljótir.
Marcus Rashford er eini leikmaðurinn í liðum Dana og Englands sem hefur átt hraðari sprett en AC á mótinu. Rashford hefur mælst með sprett 33,5 kílómetra á klukkustund.
Leikur Englands og Dana verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport EM á miðvikudaginn en flautað verður til leiks klukkan 19.00.
According to @EURO2020 Andreas Christensen has clocked the joint-seventh highest top speed of any player at the tournament so far: 33.3 km/h
— Squawka Football (@Squawka) July 4, 2021
Faster than:
◉ Raheem Sterling (33.1)
◉ Kyle Walker (32.8)
◉ Raphaël Varane (32.6)
◉ Kylian Mbappé (32.2)#DEN pic.twitter.com/ITqGUknwMt

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.