„Gerum allt eins ráð fyrir því að óróinn taki sig upp að nýju“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. júlí 2021 13:13 Sjónarspilið á gosstöðvunum hefur oft verið meira en upp úr klukkan eitt í dag, þegar þetta skjáskot af vefmyndavél Vísis er tekið. Gosórói í Geldingadölum féll á fimmta tímanum í nótt og hefur mælst lágur það sem af er degi. Það segir sérfræðingum þó lítið um hvernig gosið kemur til með að þróast í framtíðinni. „Um klukkan hálf fimm í morgun þá var eins og óróinn, sem hafði verið hár í gær í meira en sólarhring, hafi fallið aftur og mælist mjög lágur,“ segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Hann segir þó að hraun renni enn úr gígnum en líklegast rennur meirihluti hraunsins nú neðanjarðar. Lítið hefur sést í eld síðan í morgun, líkt og myndir úr vefmyndavél Vísis af gosstöðvunum bera vitni um þegar þetta er skrifað. Einar segir þó að veðurstofan hafi fyrr í dag fengið veður af því að hrauntaumur hefði legið frá gosinu ofanjarðar þegar þyrluflugmaður flaug þar yfir. „Það virðist vera að það skiptist á aukin virkni og minni virkni inn á milli.“ Einar segir að nú sé beðið eftir nýjustu mælingum Háskóla Íslands á því hversu mikið hraunið hefur stækkað frá síðustu mælingu. Með því sé hægt að meta hvort dregið hafi uppstreymi frá gosinu. Einar segir þessa hegðun gossins, sem hefur ýmist bætt í eða dregið verulega úr, ekki gefa vísindamönnum mikinn efnivið til þess að ráða úr því sem koma skal varðandi framvindu gossins. „Það er voða erfitt að segja til um hvað gerist í framtíðinni en við bara fylgjumst með og gerum allt eins ráð fyrir því að óróinn taki sig upp að nýju.“ Gervitunglamynd sýnir virknina Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands birti í dag gervitunglamynd af gosstöðvunum sem tekin var í gærkvöldi. Þar sýnir stuttbylgju- eða nærinnrauð mynd virknina á svæðinu. Gígurinn er merktur blár en helstu virknisvæði rauð og gul. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Þokan á undanhaldi en gosmóðan hangir áfram yfir Það er þokuloft víða um land í dag, einkum á Norður- og Austurlandi, en því ætti að létta með hækkandi sólu þegar líður á daginn. Útlit er fyrir að gosmóða frá eldgosinu á Reykjanesi, sem legið hefur yfir Suðurlandi og suðvesturhorninu sé þó ekki á undanhaldi fyrr en á morgun. 4. júlí 2021 07:49 „Skrítnasta næturvakt sem ég hef verið á“ Veðurfræðingur sem kláraði næturvakt á Veðurstofu Íslands í morgun lýsir vaktinni sem skrítnustu næturvakt sem hún hefur verið á. Gosmóða og vígahnöttur settu svip sinn á hina undarlegu vakt. 3. júlí 2021 14:00 Mikið sjónarspil á gosstöðvunum í kvöld Mikið sjónarspil hefur verið á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í kvöld. Eins og hefur kannski ekki farið fram hjá mörgum hefur gosið verið nokkuð óútreiknanlegt undanfarna daga, annað hvort ekki látið á sér kræla eða þá að miklir hrauntaumar hafa spýst upp úr gígnum. 2. júlí 2021 22:47 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
„Um klukkan hálf fimm í morgun þá var eins og óróinn, sem hafði verið hár í gær í meira en sólarhring, hafi fallið aftur og mælist mjög lágur,“ segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Hann segir þó að hraun renni enn úr gígnum en líklegast rennur meirihluti hraunsins nú neðanjarðar. Lítið hefur sést í eld síðan í morgun, líkt og myndir úr vefmyndavél Vísis af gosstöðvunum bera vitni um þegar þetta er skrifað. Einar segir þó að veðurstofan hafi fyrr í dag fengið veður af því að hrauntaumur hefði legið frá gosinu ofanjarðar þegar þyrluflugmaður flaug þar yfir. „Það virðist vera að það skiptist á aukin virkni og minni virkni inn á milli.“ Einar segir að nú sé beðið eftir nýjustu mælingum Háskóla Íslands á því hversu mikið hraunið hefur stækkað frá síðustu mælingu. Með því sé hægt að meta hvort dregið hafi uppstreymi frá gosinu. Einar segir þessa hegðun gossins, sem hefur ýmist bætt í eða dregið verulega úr, ekki gefa vísindamönnum mikinn efnivið til þess að ráða úr því sem koma skal varðandi framvindu gossins. „Það er voða erfitt að segja til um hvað gerist í framtíðinni en við bara fylgjumst með og gerum allt eins ráð fyrir því að óróinn taki sig upp að nýju.“ Gervitunglamynd sýnir virknina Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands birti í dag gervitunglamynd af gosstöðvunum sem tekin var í gærkvöldi. Þar sýnir stuttbylgju- eða nærinnrauð mynd virknina á svæðinu. Gígurinn er merktur blár en helstu virknisvæði rauð og gul.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Þokan á undanhaldi en gosmóðan hangir áfram yfir Það er þokuloft víða um land í dag, einkum á Norður- og Austurlandi, en því ætti að létta með hækkandi sólu þegar líður á daginn. Útlit er fyrir að gosmóða frá eldgosinu á Reykjanesi, sem legið hefur yfir Suðurlandi og suðvesturhorninu sé þó ekki á undanhaldi fyrr en á morgun. 4. júlí 2021 07:49 „Skrítnasta næturvakt sem ég hef verið á“ Veðurfræðingur sem kláraði næturvakt á Veðurstofu Íslands í morgun lýsir vaktinni sem skrítnustu næturvakt sem hún hefur verið á. Gosmóða og vígahnöttur settu svip sinn á hina undarlegu vakt. 3. júlí 2021 14:00 Mikið sjónarspil á gosstöðvunum í kvöld Mikið sjónarspil hefur verið á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í kvöld. Eins og hefur kannski ekki farið fram hjá mörgum hefur gosið verið nokkuð óútreiknanlegt undanfarna daga, annað hvort ekki látið á sér kræla eða þá að miklir hrauntaumar hafa spýst upp úr gígnum. 2. júlí 2021 22:47 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Þokan á undanhaldi en gosmóðan hangir áfram yfir Það er þokuloft víða um land í dag, einkum á Norður- og Austurlandi, en því ætti að létta með hækkandi sólu þegar líður á daginn. Útlit er fyrir að gosmóða frá eldgosinu á Reykjanesi, sem legið hefur yfir Suðurlandi og suðvesturhorninu sé þó ekki á undanhaldi fyrr en á morgun. 4. júlí 2021 07:49
„Skrítnasta næturvakt sem ég hef verið á“ Veðurfræðingur sem kláraði næturvakt á Veðurstofu Íslands í morgun lýsir vaktinni sem skrítnustu næturvakt sem hún hefur verið á. Gosmóða og vígahnöttur settu svip sinn á hina undarlegu vakt. 3. júlí 2021 14:00
Mikið sjónarspil á gosstöðvunum í kvöld Mikið sjónarspil hefur verið á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í kvöld. Eins og hefur kannski ekki farið fram hjá mörgum hefur gosið verið nokkuð óútreiknanlegt undanfarna daga, annað hvort ekki látið á sér kræla eða þá að miklir hrauntaumar hafa spýst upp úr gígnum. 2. júlí 2021 22:47