„Skrítnasta næturvakt sem ég hef verið á“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júlí 2021 14:00 Veðurstofan. Vísir/Vilhelm Veðurfræðingur sem kláraði næturvakt á Veðurstofu Íslands í morgun lýsir vaktinni sem skrítnustu næturvakt sem hún hefur verið á. Gosmóða og vígahnöttur settu svip sinn á hina undarlegu vakt. „Skrítnasta næturvakt sem ég hef verið á, fyrst byrjuðu móðuharðindin og svo kom * mögulega * vígahnöttur. Það má bara vera rólegt í kvöld,“ tísti Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni, klukkan korter í átta í morgun. Gosmóðan á, líkt og nafnið gæti gefið til kynna, rætur sínar að rekja til eldgossins í Geldingadölum. Vegna hægviðris hangir móðan í loftinu og getur verið fólki með viðkvæm öndunarfæri til mikils ama, þó þau sem almennt glíma ekki við slíkan vanda geti einnig fundið fyrir hósta eða öðrum einkennum vegna móðunnar. Þá er eftir hinn mögulegi vígahnöttur, sem jarðskjálftamælingar Veðurstofunnar námu milli 22:44 og 22:48 í gærkvöldi, í tæpar tvær sekúndur. Fjöldi fólks víða um land hefur lýst því að hafa heyrt háar drunur um það leyti. Skrítnasta næturvakt sem ég hef verið á, fyrst byrjuðu móðuharðindin og svo kom * mögulega * vígahnöttur. Það má bara vera rólegt í kvöld 🥸 https://t.co/EPMwAeSFZb— Birta Líf Kristinsdóttir (@birtalif) July 3, 2021 Hljómar eins og flugeldur Í samtali við fréttastofu segir vísindamiðlarinn og stjörnufræðiáhugamaðurinn Sævar Helgi Bragason, sem heldur úti Stjörnufræðivefnum, að útlit sé fyrir að vígahnötturinn hafi sprungið um tuttugu kílómetrum fyrir ofan Íslandi, þó erfitt sé að vita það með vissu. Allar ábendingar um hvenær fólk heyrði drunurnar og hvar það var staðsett hjálpi þó við að geta staðsett hnöttinn. „Það er alltaf rosalega erfitt að áætla nákvæmlega hvar steinninn féll yfir, vegna þess að maður hefur ekkert sérstakt viðmið,“ segir Sævar Helgi. Hann bætir því við að mælingar á jarðskjálftamælum Veðurstofunnar hjálpi einnig við að finna út úr því hvenær hnötturinn brann upp í andrúmslofti jarðarinnar. Sævar Helgi segir að hljóðinu sem myndaðist þegar hnötturinn sprakk megi líkja við nokkuð öfluga flugeldasprengingu. „Hljóðið berst náttúrulega talsvert eftir að blossinn sést. Svo heyrði ég líka lýsingu á því að fólki hafi fundist eins og það kæmi smá höggbylgja. Ef það gerðist þá hefur steinninn verið kannski nokkrir metrar í þvermál, en eins og er þá er erfitt að dæma um það,“ segir Sævar og líkir hljóðinu einnig við drunur sem heyrast í þrumuveðri.“ Stjörnu-Sævar, eins og hann er stundum kallaður, segir erfitt að segja nákvæmlega til um ýmis atriði í tengslum við steininn.Kjötætur óskast! Sævar Helgi segir viðburð sem þennan heldur sjaldgæfan á Íslandi, enda landið ekki ýkja stórt og sjaldan sem sést í heiðan himin. Hann vonast til að liðsinni fólks geti auðveldað rannsókn á því sem gerðist í gærkvöldi. „Það væri bæði gott að fá ljósmyndir, ef einhver hefur ljósmynd hvort sem er af slóð sem steinninn hefur mögulega skilið eftir sig og sömuleiðis væri frábært ef einhverjar eftirlitsmyndavélar hafa numið eitthvað. Svo bara eru það allar lýsingar sem hjálpa.“ Sævar Helgi segir jafnframt að ef steinninn, eða vígahnötturinn, var tiltölulega stór, geti verið að grjót úr honum hafi fallið niður til jarðar og ekki brunnið upp í andrúmsloftinu. „Því betri lýsingar sem við fáum, því betra. Það er kannski ólíklegt að finna brotin, ef einhver eru, en það væri spennandi að komast að því að minnsta kosti.“ Lumar þú á myndum eða myndskeiðum af steininum? Endilega sendu okkur myndefni á ritstjorn@visir.is. Myndir verða merktar þeim sem þær tóku, sé þess óskað. Eldgos og jarðhræringar Geimurinn Eldgos í Fagradalsfjalli Umhverfismál Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
„Skrítnasta næturvakt sem ég hef verið á, fyrst byrjuðu móðuharðindin og svo kom * mögulega * vígahnöttur. Það má bara vera rólegt í kvöld,“ tísti Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni, klukkan korter í átta í morgun. Gosmóðan á, líkt og nafnið gæti gefið til kynna, rætur sínar að rekja til eldgossins í Geldingadölum. Vegna hægviðris hangir móðan í loftinu og getur verið fólki með viðkvæm öndunarfæri til mikils ama, þó þau sem almennt glíma ekki við slíkan vanda geti einnig fundið fyrir hósta eða öðrum einkennum vegna móðunnar. Þá er eftir hinn mögulegi vígahnöttur, sem jarðskjálftamælingar Veðurstofunnar námu milli 22:44 og 22:48 í gærkvöldi, í tæpar tvær sekúndur. Fjöldi fólks víða um land hefur lýst því að hafa heyrt háar drunur um það leyti. Skrítnasta næturvakt sem ég hef verið á, fyrst byrjuðu móðuharðindin og svo kom * mögulega * vígahnöttur. Það má bara vera rólegt í kvöld 🥸 https://t.co/EPMwAeSFZb— Birta Líf Kristinsdóttir (@birtalif) July 3, 2021 Hljómar eins og flugeldur Í samtali við fréttastofu segir vísindamiðlarinn og stjörnufræðiáhugamaðurinn Sævar Helgi Bragason, sem heldur úti Stjörnufræðivefnum, að útlit sé fyrir að vígahnötturinn hafi sprungið um tuttugu kílómetrum fyrir ofan Íslandi, þó erfitt sé að vita það með vissu. Allar ábendingar um hvenær fólk heyrði drunurnar og hvar það var staðsett hjálpi þó við að geta staðsett hnöttinn. „Það er alltaf rosalega erfitt að áætla nákvæmlega hvar steinninn féll yfir, vegna þess að maður hefur ekkert sérstakt viðmið,“ segir Sævar Helgi. Hann bætir því við að mælingar á jarðskjálftamælum Veðurstofunnar hjálpi einnig við að finna út úr því hvenær hnötturinn brann upp í andrúmslofti jarðarinnar. Sævar Helgi segir að hljóðinu sem myndaðist þegar hnötturinn sprakk megi líkja við nokkuð öfluga flugeldasprengingu. „Hljóðið berst náttúrulega talsvert eftir að blossinn sést. Svo heyrði ég líka lýsingu á því að fólki hafi fundist eins og það kæmi smá höggbylgja. Ef það gerðist þá hefur steinninn verið kannski nokkrir metrar í þvermál, en eins og er þá er erfitt að dæma um það,“ segir Sævar og líkir hljóðinu einnig við drunur sem heyrast í þrumuveðri.“ Stjörnu-Sævar, eins og hann er stundum kallaður, segir erfitt að segja nákvæmlega til um ýmis atriði í tengslum við steininn.Kjötætur óskast! Sævar Helgi segir viðburð sem þennan heldur sjaldgæfan á Íslandi, enda landið ekki ýkja stórt og sjaldan sem sést í heiðan himin. Hann vonast til að liðsinni fólks geti auðveldað rannsókn á því sem gerðist í gærkvöldi. „Það væri bæði gott að fá ljósmyndir, ef einhver hefur ljósmynd hvort sem er af slóð sem steinninn hefur mögulega skilið eftir sig og sömuleiðis væri frábært ef einhverjar eftirlitsmyndavélar hafa numið eitthvað. Svo bara eru það allar lýsingar sem hjálpa.“ Sævar Helgi segir jafnframt að ef steinninn, eða vígahnötturinn, var tiltölulega stór, geti verið að grjót úr honum hafi fallið niður til jarðar og ekki brunnið upp í andrúmsloftinu. „Því betri lýsingar sem við fáum, því betra. Það er kannski ólíklegt að finna brotin, ef einhver eru, en það væri spennandi að komast að því að minnsta kosti.“ Lumar þú á myndum eða myndskeiðum af steininum? Endilega sendu okkur myndefni á ritstjorn@visir.is. Myndir verða merktar þeim sem þær tóku, sé þess óskað.
Lumar þú á myndum eða myndskeiðum af steininum? Endilega sendu okkur myndefni á ritstjorn@visir.is. Myndir verða merktar þeim sem þær tóku, sé þess óskað.
Eldgos og jarðhræringar Geimurinn Eldgos í Fagradalsfjalli Umhverfismál Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira