Innlent

Ráðist á dyra­verði í mið­borginni

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Nokkuð erilsamt hefur verið hjá lögreglunni í miðborginni að undanförnu. Myndin var tekin aðfaranótt 17. júní.
Nokkuð erilsamt hefur verið hjá lögreglunni í miðborginni að undanförnu. Myndin var tekin aðfaranótt 17. júní. Vísir/Kolbeinn Tumi

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um að ráðist hefði verið á dyraverði í miðborg Reykjavíkur á fjórða tímanum í nótt.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu, en engar nánari upplýsingar um málið fylgja með. Þá eru skráðar tvær aðrar líkamsárásir í nótt. Önnur þeirra er skráð á þriðja tímanum í miðborginni. Hin er skráð rétt fyrir klukkan fimm en í dagbók er þess ekki getið hvar hún átti sér stað. Þó kemur fram að árásaraðili hafi verið farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði.

Þá var nokkuð um tilkynningar til lögreglu vegna „öldauðra aðila“ í miðborginni, eins og það er orðað í dagbók, en lögreglu bárust fimm slíkar tilkynningar, allar eftir klukkan þrjú í nótt.

Á sjöunda tímanum í gærkvöldi barst lögreglu þá tilkynning um umferðaróhapp í Mosfellsbæ, þar sem bifreið hafði verið ekið inn í garð. Ökumaður hennar var flúinn af vettvangi þegar lögregla mætti á svæðið, en engin slys eru sögð hafa orðið á fólki.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×