Fótbolti

Haraldur: Menn héldu eflaust að þetta kæmi að sjálfu sér

Dagur Lárusson skrifar
Haraldur var að vonum óánægður eftir tap dagsins.
Haraldur var að vonum óánægður eftir tap dagsins. Vísir/Hulda Margrét

Haraldur Björnsson, markvörður Stjörnunar, var að vonum ósáttur eftir 2-3 tap liðsins gegn Keflavík í dag. Þetta var fyrsta tap Stjörnunnar í fimm leikjum.

,,Ég veit ekki hvað fór úrskeiðis. Við byrjuðum leikinn nú ágætlega en svo vorum við farnir að hleypa þeim á okkur nokkuð auðveldlega og vorum ekki að passa svæðin. Þeir einmitt skora úr einu svona áhlaupi og þá komast þeir á bragðið, Keflavík er þannig lið að þeir verða betri eftir að þeir ná inn einu marki,” byrjaði Haraldur á að segja.

Næsti leikur Stjörnunnar er í Evrópudeildinni á fimmtudaginn en Haraldur velti því fyrir sér hvort að sá leikur hafi verið í hausnum á honum og liðsfélögum hans.

,,Við eigum auðvitað Evrópuleik á fimmtudaginn og ég veit ekki hvort að það hafi spilað inn í. Menn auðvitað vilja vera með í þeim leikjum og kannski í hausnum á einhverjum að passa sig svo að þeir væru ekki að meiðast fyrir þann leik, það hefur gerst hjá okkur.”

Aðspurður út í orkuleysi liðsins í leiknum sagði Haraldur að það gæti hafa verið raunin.

,,Já það getur verið og svo veit ég ekki, okkur hefur auðvitað gengið vel í síðustu leikjum þannig ég veit ekki hvort að menn héldu að þetta myndi koma að sjálfu sér,” endaði Haraldur á að segja.

Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×