Innlent

Rýmingu í Varma­hlíð af­létt

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Aurskriða féll á húsin við Laugaveg 15 og 17 á þriðjudag.
Aurskriða féll á húsin við Laugaveg 15 og 17 á þriðjudag. Vísir

Rýmingu á öllum húsum í Varmahlíð í Skagafirði hefur verið aflétt. Þetta ákvað almannavarnanefnd Skagafjarðar á fundi sem hófst klukkan 19 í kvöld. Rýming hefur verið í gildi fyrir húsin við Laugaveg 15 og 17 síðan á þriðjudag þegar aurskriða féll á húsin.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi vestra. Þar segir að búið sé að komast að upptökum vatnsins sem olli aurskriðunni síðastliðinn þriðjudag og að búið sé að beina því fram hjá byggðinni.

„Búið er að tryggja svæðið þannig með drenun og jarðvegsskiptum. Vinna við hreinsun og uppbyggingu á svæðinu er hafin og verður haldið áfram næstu daga.“


Tengdar fréttir

Af­létta rýmingu á enn einu húsi í Varma­hlíð

Almannavarnanefnd Skagafjarðar fundaði í dag og tók ákvörðun um að rýmingu á húsi við Norðurbrún 7 í Varmahlíð skyldi aflétt frá og með klukkan 21 í kvöld. Rýming er þó enn í gildi fyrir Laugaveg 15 og 17 en aurskriða féll á húsin tvö í fyrradag.

Aflétta rýmingu nokkurra húsa í Varmahlíð

Almannavarnanefnd Skagafjarðar tók þá ákvörðun í dag að aflétta rýmingu nokkurra húsa í Varmahlíð frá og með klukkan níu í kvöld. Húsin voru rýmd eftir að aurskriða féll á hús í bænum í gær.

Aurskriða féll á tvö hús í Varmahlíð

Aurskriða féll á tvö hús í Varmahlíð í Skagafirði um klukkan fjögur í dag. Ekkert manntjón varð vegna skriðunnar en talsvert tjón varð á húsunum tveimur sem urðu fyrir skriðunni. Þetta staðfestir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×