Fótbolti

Stórtap Emils og félaga - Viðar enn frá

Valur Páll Eiríksson skrifar
Emil Pálsson spilaði 69 mínútur í tapi kvöldsins.
Emil Pálsson spilaði 69 mínútur í tapi kvöldsins. mynd/sarpsborg08.no

Vålerenga vann öruggan 4-1 sigur á Sarpsborg í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Emil Pálsson var í liði Sarpsborgar en Viðar Örn Kjartansson er enn að jafna sig eftir aðgerð í síðasta mánuði.

Vålerenga var fyrir leik kvöldsins í fjórða sæti deildarinnar með 16 stig, einu á eftir Kristiansund sem var sæti ofar. Sarpsborg var aftur á móti í 11. sæti, aðeins þremur stigum frá fallsæti.

Markalaust var allt fram á 43. mínútu þegar Henrik Udahl veitti Vålerenga 1-0 forystu í leikhléi. Udahl skoraði sitt annað mark á 65. mínútu og tíu mínútum síðar höfðu mörk frá Christian Borchgrevnik og Odin Holm komið liðinu 4-0 yfir. Sjálfsmark Ivan Näsberg á 80. mínútu reyndist sárabótarmark fyrir Sarpsborg og úrslit leiksins 4-1.

Emil Pálsson spilaði fyrstu 69 mínútur leiksins fyrir Sarpsborg en Viðar Örn Kjartansson er enn frá eftir aðgerð í upphafi júní-mánaðar.

Sigurinn kemur Vålerenga í þriðja sæti deildarinnar með 19 stig en Sarpsborg er með níu stig í ellefta sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×