Innlent

AstraZene­ca klárast: Boðið upp á Pfizer í seinni bólu­setningu

Birgir Olgeirsson skrifar
Bólusetningar með bóluefni AstraZeneca hófust í Laugardalshöll klukkan níu í morgun.
Bólusetningar með bóluefni AstraZeneca hófust í Laugardalshöll klukkan níu í morgun. Vísir/Vilhelm

Vegna skorts á AstraZeneca-bóluefni verður þeim sem áttu eftir að fá seinni skammtinn boðið að fá Pfizer.

Þetta segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. 

Þegar vikan hófst átti eftir að endurbólusetja um 20 þúsund manns með AstraZeneca. Vonir stóðu til að 23 þúsund skammtar af efninu fengjust afhentir í vikunni, en raunin varð rúmir átján þúsund skammtar. 

Efnið kláraðist nú á öðrum tímanum og var þá gripið til þess ráðs að bjóða þeim sem vilja Pfizer í endurbólusetningu. Er búist við því að það eigi við um eitt þúsund manna hóp. 

Þeir sem vilja ekki Pfizer í seinni sprautu, eftir að hafa fengið AstraZeneca í þeirri fyrri, geta þó beðið í um tvær vikur og fengið þá AstraZeneca þegar meira efni berst til landsins.

Sóttvarnalæknir hefur hingað til ekki viljað blanda mismunandi bóluefnum í fyrri og seinni sprautu, það geti þýtt tíðari flensueinkenni eftir bólusetningu. 

Ragnheiður Ósk segir hins vegar að verndin af því sé öflug og önnur lönd geri það.


Tengdar fréttir

Matsatriði hverju sinni hvort bólusettir þurfi í sóttkví

Fólk sem hefur verið bólusett fyrir Covid-19 skal panta tíma í sýnatöku sem fyrst ef það fær einkenni sem minna á Covid-19. Hann á að halda sig heima og ekki fara í skóla eða vinnu. Bólusettir þurfa ekki að vera í sóttkví vegna minniháttar útsetningar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.