Innlent

Skráðu sig í sótt­kví vegna villu í rakningarappi

Atli Ísleifsson skrifar
Embætti landlæknis hefur beðist velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta hefur valdið.
Embætti landlæknis hefur beðist velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta hefur valdið. Landlæknir

Vegna villu í smitrakningarappininu, Rakning C-19 appinu, fyrir iPhone hefur hópur notenda fyrir mistök fengið tilkynningu um útsetningu fyrir COVID-19 smiti, ásamt boði um að skrá sig í smitgát.

Í tilkynningu frá Embætti landlæknis segir að þeir sem hafi fengið slíkt boð í dag þurfi ekki að skrá sig í smitgát og þurfi ekki að fara í sóttkví. 

„Haft verður samband við þá sem skráðu sig í smitgát að óþörfu.

Búið að tryggja að fleiri muni ekki fá tilkynningu um útsetningu að óþörfu vegna þessa og embætti landlæknis vinnur nú að athugun málsins ásamt öðrum þróunaraðilum appsins. Ekki verða sendar út tilkynningar um útsetningu fyrr en appið hefur verið uppfært.

Embætti landlæknis biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta hefur valdið.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.