Hanna varnir fyrir Svartsengi, Grindavík og Reykjanesbraut Kristján Már Unnarsson skrifar 30. júní 2021 22:57 Frá Reykjanesbraut við Voga. Þar er talið að hraun gæti runnið til sjávar. Arnar Halldórsson Eldgosið í Fagradalsfjalli tók kipp í gærkvöldi með miklum hraunflæðigusum og mældust óróakviðurnar um tíma þær mestu frá upphafi gossins. Byrjað er að hanna varnarmannvirki til að verja Grindavík, Svartsengi og Reykjanesbraut. Hafi einhver haldið að eldgosið væri í andarslitrunum, þá birtist allt önnur sýn á vefmyndavél Vísis í gærkvöldi en þá gengu gusurnar upp með reglulegu millibili, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. Myndirnar sýna raunar einhvern mesta ham eldgossins á þeim liðlega eitthundrað dögum sem liðnir frá því upphafi þess. Svo mikill var krafturinn á köflum að barmar gígsins fylltust og flæddi hraunið upp úr til allra átta. Í þessum ham var gosið frá því um kvöldmatarleytið og fram til klukkan tvö í nótt og segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur að óróakviðurnar hafi á köflum verið þær mestu sem hann hafi séð til þessa. Heldur dró úr hamaganginum þegar leið á nóttina og virðist gosið núna aftur komið í sígos með stöðugu hraunrennsli. Á vegum Almannavarna er búið að reisa lítinn varnargarð í mynni Nátthaga í von um að tefja hraunrennsli í átt að Suðurstrandarvegi. Einnig er kominn leiðigarður við gönguleið A sem ætlað er að beina hrauni frá því að komast til vesturs í Nátthagakrika. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur.Egill Aðalsteinsson „Þetta verður til þess að hraunið sem er að koma að þessum garði fer ofan í Nátthagann í stað þess að fara til vesturs þar sem það gæti verið að flæmast um. Og það er mjög mikið til vinnandi að fresta því að minnsta kosti sem mest,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur. Hraunflæðispá miðað við langt eldgos og að hraun nái óhindrað að renna vestur fyrir Nátthagakrika.Verkís Hraunflæðilíkön sýna hvað gæti verið í húfi, byggðin í Grindavík sem og orkuverið í Svartsengi, og er byrjað að teikna upp varnarmannvirki, út frá mismunandi sviðsmyndum. Jafnframt eru menn farnir að huga að vörnum fyrir einhverja mikilvægustu samgönguæð landsins, Reykjanesbraut. „Það er líka verið að tala um hraunrennsli til norðurs að Reykjanesbrautinni og jafnvel til sjávar þar. Það er einmitt verið að hanna þessi mannvirki núna þannig að það verði hægt að bregðast við í tíma,“ segir bæjarstjórinn. Fannar tekur þó fram að verið sé að horfa til nokkuð langrar framtíðar. „Það er verið að tala um einhver ár. Við erum að tala um kannski svona þriggja ára tímabil. Við erum að horfa til þess núna. Og innan þess tíma gæti þurft að vera búið að koma upp þessum varnargörðum. Þannig að það er tími til stefnu. En það er ástæðulaust að bíða eftir því að hanna þetta,“ segir bæjarstjóri Grindavíkur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá vefmyndavél Vísis á gosstöðvunum: Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Vogar Samgöngur Tengdar fréttir Varnargarður rís í Nátthaga Þriggja til fimm metra hár varnargarður verður reistur í dalsmynni Nátthaga. Varnargarðinum er ætlað að seinka framrás hrauns úr Nátthaga niður að Suðurstrandarvegi og Ísólfsskála. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. 25. júní 2021 10:03 Hrauninu verður leyft að flæða yfir Suðurstrandarveg Ekki verður reynt að koma í veg fyrir að hraun úr Geldingadölum flæði yfir Suðurstrandarveg, en þess í stað verður hugað að því að verja Grindavíkurbæ og nærliggjandi vegi. Búist er við að hraunið muni skríða yfir veginn á næstu vikum. 18. júní 2021 18:31 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira
Hafi einhver haldið að eldgosið væri í andarslitrunum, þá birtist allt önnur sýn á vefmyndavél Vísis í gærkvöldi en þá gengu gusurnar upp með reglulegu millibili, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. Myndirnar sýna raunar einhvern mesta ham eldgossins á þeim liðlega eitthundrað dögum sem liðnir frá því upphafi þess. Svo mikill var krafturinn á köflum að barmar gígsins fylltust og flæddi hraunið upp úr til allra átta. Í þessum ham var gosið frá því um kvöldmatarleytið og fram til klukkan tvö í nótt og segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur að óróakviðurnar hafi á köflum verið þær mestu sem hann hafi séð til þessa. Heldur dró úr hamaganginum þegar leið á nóttina og virðist gosið núna aftur komið í sígos með stöðugu hraunrennsli. Á vegum Almannavarna er búið að reisa lítinn varnargarð í mynni Nátthaga í von um að tefja hraunrennsli í átt að Suðurstrandarvegi. Einnig er kominn leiðigarður við gönguleið A sem ætlað er að beina hrauni frá því að komast til vesturs í Nátthagakrika. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur.Egill Aðalsteinsson „Þetta verður til þess að hraunið sem er að koma að þessum garði fer ofan í Nátthagann í stað þess að fara til vesturs þar sem það gæti verið að flæmast um. Og það er mjög mikið til vinnandi að fresta því að minnsta kosti sem mest,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur. Hraunflæðispá miðað við langt eldgos og að hraun nái óhindrað að renna vestur fyrir Nátthagakrika.Verkís Hraunflæðilíkön sýna hvað gæti verið í húfi, byggðin í Grindavík sem og orkuverið í Svartsengi, og er byrjað að teikna upp varnarmannvirki, út frá mismunandi sviðsmyndum. Jafnframt eru menn farnir að huga að vörnum fyrir einhverja mikilvægustu samgönguæð landsins, Reykjanesbraut. „Það er líka verið að tala um hraunrennsli til norðurs að Reykjanesbrautinni og jafnvel til sjávar þar. Það er einmitt verið að hanna þessi mannvirki núna þannig að það verði hægt að bregðast við í tíma,“ segir bæjarstjórinn. Fannar tekur þó fram að verið sé að horfa til nokkuð langrar framtíðar. „Það er verið að tala um einhver ár. Við erum að tala um kannski svona þriggja ára tímabil. Við erum að horfa til þess núna. Og innan þess tíma gæti þurft að vera búið að koma upp þessum varnargörðum. Þannig að það er tími til stefnu. En það er ástæðulaust að bíða eftir því að hanna þetta,“ segir bæjarstjóri Grindavíkur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá vefmyndavél Vísis á gosstöðvunum:
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Vogar Samgöngur Tengdar fréttir Varnargarður rís í Nátthaga Þriggja til fimm metra hár varnargarður verður reistur í dalsmynni Nátthaga. Varnargarðinum er ætlað að seinka framrás hrauns úr Nátthaga niður að Suðurstrandarvegi og Ísólfsskála. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. 25. júní 2021 10:03 Hrauninu verður leyft að flæða yfir Suðurstrandarveg Ekki verður reynt að koma í veg fyrir að hraun úr Geldingadölum flæði yfir Suðurstrandarveg, en þess í stað verður hugað að því að verja Grindavíkurbæ og nærliggjandi vegi. Búist er við að hraunið muni skríða yfir veginn á næstu vikum. 18. júní 2021 18:31 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira
Varnargarður rís í Nátthaga Þriggja til fimm metra hár varnargarður verður reistur í dalsmynni Nátthaga. Varnargarðinum er ætlað að seinka framrás hrauns úr Nátthaga niður að Suðurstrandarvegi og Ísólfsskála. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. 25. júní 2021 10:03
Hrauninu verður leyft að flæða yfir Suðurstrandarveg Ekki verður reynt að koma í veg fyrir að hraun úr Geldingadölum flæði yfir Suðurstrandarveg, en þess í stað verður hugað að því að verja Grindavíkurbæ og nærliggjandi vegi. Búist er við að hraunið muni skríða yfir veginn á næstu vikum. 18. júní 2021 18:31