Fótbolti

Bjór­köstin hafa kostað danska sam­bandið skildinginn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Nóg af bjórglösum á lofti.
Nóg af bjórglösum á lofti. EPA-EFE/Wolfgang Rattay

Flestir hafa séð bjórglösin á fleygiferð á Evrópumótinu og það hefur meðal annars kostað danska knattspyrnusambandið skildinginn.

Jakob Høyer, fjölmiðlafulltrúi danska sambandsins, hefur staðfest að Danirnir hafi nú þegar fengið sekt fyrir stuðningsmenn sína er þeir henda ölglösunum á loft.

Eins og má sjá í myndinni hér að ofan eru stuðningsmennirnir duglegir að fleygja glösunum á loft þegar mark er skorað og fyrir það hafa Danir fengið sekt.

„Við höfum fengið nokkrar sektir frá UEFA fyrir bjórköst,“ sagði Jakob í samtali við TV2.

„Það verður meira og meira svo við verðum að finna aðrar leiðir til þess að fagna mörkum og sigrum með þessu landsliði.“

Hann bætir einnig við að það gæti farið svo að þeir sem kasti glösunum á loft verði settir í bann frá leikjum danska landsliðsins.

Danir mæta Tékklandi í átta liða úrslitum á laugardaginn en sigurvegarinn mætir annað hvort Englandi eða Úkraínu í undanúrslitunum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×