Fótbolti

Alfreð: Það þarf að vökva völlinn

Smári Jökull Jónsson skrifar
Alfreð Jóhannsson ræddi aðstæður á Króknum í viðtali eftir leikinn í kvöld.
Alfreð Jóhannsson ræddi aðstæður á Króknum í viðtali eftir leikinn í kvöld. Vísir / Bára

„Svekktur að hafa ekki tekið þrjú stig en það er eins og það er, við fengum bara eitt. Vindurinn var erfiður fyrir bæði lið en ég tel að við hefðum getað fengið meira út úr þessu,“ sagði Alfreð Elías Jóhannsson þjálfari Selfoss eftir jafntefli gegn Tindastóli í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld.

„Svekktur að hafa ekki tekið þrjú stig en það er eins og það er, við fengum bara eitt. Vindurinn var erfiður fyrir bæði lið en ég tel að við hefðum getað fengið meira út úr þessu,“ sagði Alfreð Elías Jóhannsson þjálfari Selfoss eftir jafntefli gegn Tindastóli í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld.

Rokið á Sauðárkróki hafði mikil áhrif á leikinn í kvöld og gerði leikmönnum erfitt fyrir að spila boltanum sín á milli.

„Bæði lið eiga hrós skilið fyrir að reyna að spila, auðvitað tekur vindurinn helvíti mikið. Við áttum þrjár eða fjórar hornspyrnur í fyrri hálfleik sem vindurinn tók og þær sömuleiðis í seinni hálfleik.“

Alfreð gaf lítið uppi þegar hann var spurður hvort hann stefndi að því að styrkja liðið nú þegar félagaskiptaglugginn opnar.

„Það er ekkert sem er í hendi. Við erum að skoða allt sem kemur upp á borðið, maður er tilbúinn að skoða allt,“ sagði Alfreð og kom svo með athugasemd í lok viðtalsins varðandi gervigrasið á vellinum á Sauðárkróki.

„Mig langar að benda á einn punkt með gervigrasið hjá Tindastóli. Frábær aðstaða en mér finnst að menn eigi að nýta aðstæðurnar eins vel og hægt er og gera þær enn betri með því að vökva völlinn.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×