Fótbolti

Viðar og félagar skelltu meisturunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alfons Sampsted og félagar töpuðu fyrir Sandefjord í dag.
Alfons Sampsted og félagar töpuðu fyrir Sandefjord í dag. Giuseppe Cottini/Getty

Viðar Ari Jónsson og félagar í Sandefjord gerðu sér lítið fyrir og höfðu betur gegn meistaraliðinu Bodo/Glimt er liðin mættust í norska boltanum í dag.

Viðar var tekinn af velli í uppbótartíma en sigurmark Sandefjord kom í upphafi síðari hálfleiks.

Sandefjord er því komið aðeins frá fallsætunum en Bodo/Glimt er þremur stigum á eftir Molde og hefur leikið einum leik meira.

Valdimar Ingimundarson spilaði í 65 mínútur er Stromsgødset steinlá fyrir Molde á útivelli, 3-0, en Ari Leifsson var ónotaður varamaður. Liðið er í 10. sætinu.

Björn Bergmann Sigurðarson var ekki í leikmannahópi Molde sem er í efsta sæti deildarinnar með 26 stig.

Hólmar Örn Eyjólfsson vermdi varamannabekkinn hjá Rosenborg sem gerði markalaust jafntefli við Haugesund á heimavelli. Rosenborg í sjötta sætinu, ellefu stigum frá efsta sætinu.

Adam Örn Arnarsson spilaði í 78 mínútur fyrir Tromsø og Brynjólfur Darri Willumsson í stundarfjórðung fyrir Kristiansunds er liðin gerðu markalaust jafntefli.

Kristiansund er í þriðja sætinu en Tromsø er í því þrettánda.

Samúel Kári Friðjónsson spilaði allan leikinn fyrir Viking í 3-3 jafntefli gegn Stabæk. Viking er í fimmta sætinu.

Kvennamegin spilaði Ingibjörg Sigurðardóttir allan leikinn í 2-0 sigri Vålerenga á Stabæk en Vålerenga er á toppnum.

Guðbjörg Gunnarsdóttir var ónotaður varamaður í 1-0 tapi Kolbotn gegn Arna Bjørnar en Arna Bjørnar er á botninum með eitt stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×