Dómurinn yfir Bill Cosby ógiltur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. júní 2021 17:14 Bill Cosby var dæmdur í þriggja til tíu ára fangelsi fyrir að hafa byrlað og kynferðislega misnotað Andreu Constand, árið 2018. AP Photo/Matt Slocum Hæstiréttur Pensylvaníu í Bandaríkjunum hefur ógilt kynferðisbrotadóminn yfir leikaranum Bill Cosby. Dómstóllinn komst að þessari niðurstöðu vegna tæknilegs atriðis sem ekki taldist samræmast reglum dómstólanna í ríkinu. Cosby hefur setið í fangelsi í rúm tvö ár en hann var dæmdur í þriggja til tíu ára fangelsisvist í fangelsi rétt fyrir utan Fíladelfíu. Hann hafði sjálfur heitið því að afplána öll tíu árin í stað þess að sýna nokkra iðrun vegna glæpsins sem hann var dæmdur fyrir, að hafa kynferðislega brotið á Andreu Constand. Fréttastofa AP greinir frá. Cosby, sem er 83 ára gamall, var dæmdur fyrir að hafa byrlað og kynferðislega misnotað Constands, sem var á þeim tíma starfsmaður Temple University, á heimili sínu. Hann var ákærður síðla árs 2015 og var hann handtekinn aðeins nokkrum dögum áður en 12 ára fyrningarfrestur glæpsins rann út. Hér má sjá Andreu Constand fagna eftir að Cosby var dæmdur árið 2018.AP//Mark Makela Dómarinn í upprunalega dómsmálinu hafði veitt saksóknurum heimild til að kalla aðra meinta brotaþola til vitnaleiðsla eftir að kviðdómendur reyndust ekki geta komist að niðurstöðu í málinu. Hann hins vegar leyfði fimm ásakendum til viðbótar að bera vitni í málinu en þeir höfðu allir kynnst Cosby á níunda áratugi síðustu aldar. Hæstiréttur Pennsilvaníu vill þó meina að þeir vitnisburðir hafi haft veruleg áhrif á skoðanir kviðdómenda í málinu þó svo að áfrýjunardómstóll í ríkinu hafi komist að þeirri niðurstöðu að vitnaleiðslurnar hafi verið í lagi. Vitnisburðir ásakenda Cosbys hafi sýnt fram á ákveðið hegðunarmynstur, hvernig hann hafi ítrekað byrlað og misnotað konur. Þá hafi samkomulag fyrrverandi saksóknara í ríkinu við Cosby um að hann ætlaði ekki að ákæra Cosby verið bindandi fyrir saksóknarann sem sótti málið. Cosby var fyrsti þjóðþekkti einstaklingurinn í Bandaríkjunum til að verða ákærður og sakfelldur í kjölfar fyrstu #MeToo byltingarinnar og gæti þessi ógilding orðið fordæmisgefandi í fleiri slíkum málum. Lögin um persónuleikavitnaleiðslur, það er þegar vitni greina frá svipuðum atvikum og ákærði er ákærður fyrir, eru þó mismunandi eftir fylkjum Bandaríkjanna og þessi ákvörðun Hæstaréttar Pensylvaníu er aðeins fordæmisgefandi í því fylki. Mál Bill Cosby Hollywood Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Telja að réttarhöldin yfir Cosby hafi verið óréttlát Lögmenn Bills Cosby reyna að hnekkja sakfellingu hans. 12. ágúst 2019 11:21 Bill Cosby dæmdur í allt að tíu ára fangelsi Gamanleikarinn Bill Cosby hefur verið dæmdur í fangelsi fyrir kynferðisglæpi sem hann framdi. 25. september 2018 18:33 Krefjast fimm til tíu ára fangelsisdóms yfir Cosby Sækjendur í máli Bill Cosby, sem fundinn hefur verið sekur um kynferðisofbeldi gegn þremur konum, hafa krafist þess að dómari í málinu dæmi Cosby til fimm til tíu ára fangelsisvistar. Verjendur leikarans segja hann ekki eiga að afplána í fangelsi sökum aldurs. 24. september 2018 23:21 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Sjá meira
Cosby hefur setið í fangelsi í rúm tvö ár en hann var dæmdur í þriggja til tíu ára fangelsisvist í fangelsi rétt fyrir utan Fíladelfíu. Hann hafði sjálfur heitið því að afplána öll tíu árin í stað þess að sýna nokkra iðrun vegna glæpsins sem hann var dæmdur fyrir, að hafa kynferðislega brotið á Andreu Constand. Fréttastofa AP greinir frá. Cosby, sem er 83 ára gamall, var dæmdur fyrir að hafa byrlað og kynferðislega misnotað Constands, sem var á þeim tíma starfsmaður Temple University, á heimili sínu. Hann var ákærður síðla árs 2015 og var hann handtekinn aðeins nokkrum dögum áður en 12 ára fyrningarfrestur glæpsins rann út. Hér má sjá Andreu Constand fagna eftir að Cosby var dæmdur árið 2018.AP//Mark Makela Dómarinn í upprunalega dómsmálinu hafði veitt saksóknurum heimild til að kalla aðra meinta brotaþola til vitnaleiðsla eftir að kviðdómendur reyndust ekki geta komist að niðurstöðu í málinu. Hann hins vegar leyfði fimm ásakendum til viðbótar að bera vitni í málinu en þeir höfðu allir kynnst Cosby á níunda áratugi síðustu aldar. Hæstiréttur Pennsilvaníu vill þó meina að þeir vitnisburðir hafi haft veruleg áhrif á skoðanir kviðdómenda í málinu þó svo að áfrýjunardómstóll í ríkinu hafi komist að þeirri niðurstöðu að vitnaleiðslurnar hafi verið í lagi. Vitnisburðir ásakenda Cosbys hafi sýnt fram á ákveðið hegðunarmynstur, hvernig hann hafi ítrekað byrlað og misnotað konur. Þá hafi samkomulag fyrrverandi saksóknara í ríkinu við Cosby um að hann ætlaði ekki að ákæra Cosby verið bindandi fyrir saksóknarann sem sótti málið. Cosby var fyrsti þjóðþekkti einstaklingurinn í Bandaríkjunum til að verða ákærður og sakfelldur í kjölfar fyrstu #MeToo byltingarinnar og gæti þessi ógilding orðið fordæmisgefandi í fleiri slíkum málum. Lögin um persónuleikavitnaleiðslur, það er þegar vitni greina frá svipuðum atvikum og ákærði er ákærður fyrir, eru þó mismunandi eftir fylkjum Bandaríkjanna og þessi ákvörðun Hæstaréttar Pensylvaníu er aðeins fordæmisgefandi í því fylki.
Mál Bill Cosby Hollywood Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Telja að réttarhöldin yfir Cosby hafi verið óréttlát Lögmenn Bills Cosby reyna að hnekkja sakfellingu hans. 12. ágúst 2019 11:21 Bill Cosby dæmdur í allt að tíu ára fangelsi Gamanleikarinn Bill Cosby hefur verið dæmdur í fangelsi fyrir kynferðisglæpi sem hann framdi. 25. september 2018 18:33 Krefjast fimm til tíu ára fangelsisdóms yfir Cosby Sækjendur í máli Bill Cosby, sem fundinn hefur verið sekur um kynferðisofbeldi gegn þremur konum, hafa krafist þess að dómari í málinu dæmi Cosby til fimm til tíu ára fangelsisvistar. Verjendur leikarans segja hann ekki eiga að afplána í fangelsi sökum aldurs. 24. september 2018 23:21 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Sjá meira
Telja að réttarhöldin yfir Cosby hafi verið óréttlát Lögmenn Bills Cosby reyna að hnekkja sakfellingu hans. 12. ágúst 2019 11:21
Bill Cosby dæmdur í allt að tíu ára fangelsi Gamanleikarinn Bill Cosby hefur verið dæmdur í fangelsi fyrir kynferðisglæpi sem hann framdi. 25. september 2018 18:33
Krefjast fimm til tíu ára fangelsisdóms yfir Cosby Sækjendur í máli Bill Cosby, sem fundinn hefur verið sekur um kynferðisofbeldi gegn þremur konum, hafa krafist þess að dómari í málinu dæmi Cosby til fimm til tíu ára fangelsisvistar. Verjendur leikarans segja hann ekki eiga að afplána í fangelsi sökum aldurs. 24. september 2018 23:21