Gríðarlegir vatnavextir fyrir norðan: Flæddi inn á tjaldsvæði við Vaglaskóg Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. júní 2021 17:22 Við Glerárstíflu í gær. aðsend Gríðarlegir vatnavextir eru í Þingeyjarsveit vegna leysinga og hefur Fnjóská flætt yfir bakka sína og inn á tjaldsvæðið við Vaglaskóg. Vatnsmagn í Glerá er einnig gífurlegt og segir umsjónaraðili virkjana í ánni að hér séu á ferð mestu sumarleysingar í mannaminnum. „Við höfum ekki haldið nákvæmar mælingar á vatnsmagni í ánni lengi þannig ég get ekki fullyrt um hvort það hafi einhvern tíma verið meira í henni,“ segir Andri Teitsson, framkvæmdastjóri Fallorku, sem er með tvær virkjanir í Glerá. Þetta myndband var tekið við Glerárstíflu í gær: „En það er búið að bætast verulega í vatnsmagnið hérna bæði í gærkvöldi og í dag og ég held að þetta séu án efa mestu svona vatnavextirnir sem hafa orðið vegna sumarleysinga í örugglega hundrað ár eða eitthvað,“ segir hann. Glerá rennur í gegn um Akureyrarbæ og segir Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri að vatnavextirnir sjáist mjög greinilega og séu óvenjumiklir. Hún segir þó enga hættu á að hún flæði inn á götur bæjarins enda eru varnargarðar við bakka hennar sem varna því. Vextirnir skýrast af því hve kalt var á svæðinu framan af áður en skyndileg hlýindin skullu á. „Það var mikill snjór í fjöllunum í vetur og hann var svo ekkert farinn að bráðna af viti í maí. Það var frekar að það bætti eitthvað örlítið í hann þá,“ segir sérfræðingur hjá Veðurstofunni. Flæddi inn á hluta tjaldsvæðisins Nú bráðnar allur snjórinn í fjöllum á svæðinu í einu með þeim afleiðingum að árnar fyrir norðan vaxa mikið. Þær helstu eru Eyjafjarðará, Glerá og Fnjóská. Við Hróarstaðanes, eitt tjaldsvæði Vaglaskógar.aðsend Við Fnjóská er tjaldsvæðið Vaglaskógur en í dag flæddi áin yfir bakka sína og inn á hluta tjaldsvæðisins. Starfsmaður þess segir í samtali við Vísi að engar skemmdir hafi orðið á tjöldum eða hjólhýsum en búið sé að loka einu af fimm svæðum tjaldsvæðisins. Fleiri myndir af svæðinu: aðsend aðsend Veður Náttúruhamfarir Ferðamennska á Íslandi Þingeyjarsveit Tjaldsvæði Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og hefur einn verið handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
„Við höfum ekki haldið nákvæmar mælingar á vatnsmagni í ánni lengi þannig ég get ekki fullyrt um hvort það hafi einhvern tíma verið meira í henni,“ segir Andri Teitsson, framkvæmdastjóri Fallorku, sem er með tvær virkjanir í Glerá. Þetta myndband var tekið við Glerárstíflu í gær: „En það er búið að bætast verulega í vatnsmagnið hérna bæði í gærkvöldi og í dag og ég held að þetta séu án efa mestu svona vatnavextirnir sem hafa orðið vegna sumarleysinga í örugglega hundrað ár eða eitthvað,“ segir hann. Glerá rennur í gegn um Akureyrarbæ og segir Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri að vatnavextirnir sjáist mjög greinilega og séu óvenjumiklir. Hún segir þó enga hættu á að hún flæði inn á götur bæjarins enda eru varnargarðar við bakka hennar sem varna því. Vextirnir skýrast af því hve kalt var á svæðinu framan af áður en skyndileg hlýindin skullu á. „Það var mikill snjór í fjöllunum í vetur og hann var svo ekkert farinn að bráðna af viti í maí. Það var frekar að það bætti eitthvað örlítið í hann þá,“ segir sérfræðingur hjá Veðurstofunni. Flæddi inn á hluta tjaldsvæðisins Nú bráðnar allur snjórinn í fjöllum á svæðinu í einu með þeim afleiðingum að árnar fyrir norðan vaxa mikið. Þær helstu eru Eyjafjarðará, Glerá og Fnjóská. Við Hróarstaðanes, eitt tjaldsvæði Vaglaskógar.aðsend Við Fnjóská er tjaldsvæðið Vaglaskógur en í dag flæddi áin yfir bakka sína og inn á hluta tjaldsvæðisins. Starfsmaður þess segir í samtali við Vísi að engar skemmdir hafi orðið á tjöldum eða hjólhýsum en búið sé að loka einu af fimm svæðum tjaldsvæðisins. Fleiri myndir af svæðinu: aðsend aðsend
Veður Náttúruhamfarir Ferðamennska á Íslandi Þingeyjarsveit Tjaldsvæði Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og hefur einn verið handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira