„Súrrealískt að sjá þetta svona“ Sindri Sverrisson skrifar 30. júní 2021 15:31 Aron Einar Gunnarsson fagnar sigrinum frækna gegn Englandi sem skilaði Íslandi í 8-liða úrslitin á EM í Frakklandi. EPA/Tibor Illyes „Ég man voða lítið eftir þessu mómenti, þó að þetta sé svolítið stórt móment,“ sagði Aron Einar Gunnarsson þegar hann rifjaði upp sigurinn frækna gegn Englendingum fyrir fimm árum. Landsliðsfyrirliðinn var gestur Helenu Ólafsdóttur og Gumma Ben í þættinum EM í dag, ásamt Jóhannesi Ásbjörnssyni, þar sem farið var yfir sigur Englands gegn Þýskalandi og sigur Úkraínu á Svíþjóð á Evropumótinu í gær. Englendingar voru ansi mikið kátari í gærkvöld en í Frakklandi fyrir fimm árum þar sem þeir þurrkuðu tárin á meðan að Aron stýrði víkingaklappinu með „bláa hafinu“. „Tilfinningin að vera á stórmóti er stórkostleg. Það er náttúrulega svekkjandi að vera ekki að taka þátt á þessu móti. Næsta mót er HM í Katar og það er fullur fókus á að komast á það mót af því að við viljum aftur þessa tilfinningu sem fylgir því að vera á stórmóti. Þetta er lífið,“ sagði Aron en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Aron rifjaði upp EM Gummi Ben skaut því inn að KSÍ ætti að geta sparað sér dágóða summu því íslenska landsliðið gæti bara gist hjá Aroni í Katar, þar sem hann leikur með liði Al Arabi. Ljóst er að hvert íslenskt mannsbarn vill sjá íslenska liðið komast á sitt þriðja stórmót, HM í Katar, og upplifa stundir á borð við sigurinn gegn Englandi. Sjálfur segist Aron hins vegar ekki geta lýst þeirri stund: „Alls ekki. Ég man voða lítið eftir þessu mómenti. Ég var búinn að rífa mig úr treyjunni og var svo kominn í hana öfuga. Þetta er einhvern veginn svo súrrealískt, að sjá þetta svona. Maður var nokkurn veginn út úr heiminum,“ sagði Aron. Jóhannes sagðist alltaf fá gæsahúð við að rifja upp sigurinn og reyndi að útskýra fyrir Aroni hvernig stemningin var heima á Íslandi á meðan að íslensku leikmennirnir dvöldu í sínum herbúðum í Frakklandi. „Í minningunni, ef maður hugsar um viðburði sem hafa bundið allt samfélagið saman, þá er þetta bara á toppnum. Maður man svo sem eftir afrekum handboltalandsliðsins líka en það var alveg lygileg stemning hérna. Það er ólýsanlegt hvernig þetta hafði áhrif á þjóðina. Þú átt hvert bein í okkur Aron minn og munt eiga að eilífu,“ sagði Jóhannes. EM 2020 í fótbolta EM 2016 í Frakklandi HM 2022 í Katar Mest lesið „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Sjá meira
Landsliðsfyrirliðinn var gestur Helenu Ólafsdóttur og Gumma Ben í þættinum EM í dag, ásamt Jóhannesi Ásbjörnssyni, þar sem farið var yfir sigur Englands gegn Þýskalandi og sigur Úkraínu á Svíþjóð á Evropumótinu í gær. Englendingar voru ansi mikið kátari í gærkvöld en í Frakklandi fyrir fimm árum þar sem þeir þurrkuðu tárin á meðan að Aron stýrði víkingaklappinu með „bláa hafinu“. „Tilfinningin að vera á stórmóti er stórkostleg. Það er náttúrulega svekkjandi að vera ekki að taka þátt á þessu móti. Næsta mót er HM í Katar og það er fullur fókus á að komast á það mót af því að við viljum aftur þessa tilfinningu sem fylgir því að vera á stórmóti. Þetta er lífið,“ sagði Aron en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Aron rifjaði upp EM Gummi Ben skaut því inn að KSÍ ætti að geta sparað sér dágóða summu því íslenska landsliðið gæti bara gist hjá Aroni í Katar, þar sem hann leikur með liði Al Arabi. Ljóst er að hvert íslenskt mannsbarn vill sjá íslenska liðið komast á sitt þriðja stórmót, HM í Katar, og upplifa stundir á borð við sigurinn gegn Englandi. Sjálfur segist Aron hins vegar ekki geta lýst þeirri stund: „Alls ekki. Ég man voða lítið eftir þessu mómenti. Ég var búinn að rífa mig úr treyjunni og var svo kominn í hana öfuga. Þetta er einhvern veginn svo súrrealískt, að sjá þetta svona. Maður var nokkurn veginn út úr heiminum,“ sagði Aron. Jóhannes sagðist alltaf fá gæsahúð við að rifja upp sigurinn og reyndi að útskýra fyrir Aroni hvernig stemningin var heima á Íslandi á meðan að íslensku leikmennirnir dvöldu í sínum herbúðum í Frakklandi. „Í minningunni, ef maður hugsar um viðburði sem hafa bundið allt samfélagið saman, þá er þetta bara á toppnum. Maður man svo sem eftir afrekum handboltalandsliðsins líka en það var alveg lygileg stemning hérna. Það er ólýsanlegt hvernig þetta hafði áhrif á þjóðina. Þú átt hvert bein í okkur Aron minn og munt eiga að eilífu,“ sagði Jóhannes.
EM 2020 í fótbolta EM 2016 í Frakklandi HM 2022 í Katar Mest lesið „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti